Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 47 „Söknuðurinn er eins og þung- búinn himinn, er leggst yfir allt,“ sagði þekktur breskur rithöfundur þegar hann ritaði um reynslu sína af ástvinamissi. A þessum góðviðrisdögum hafa væntanlega fermingarbörn í Njarð- víkum ekki tekið eftir því að veðrið hefur verið fallegt og milt. Yfir hópnum þeirra hefur hvílt dimmt ský sem hefur byrgt þeim alla sýn til sólar. Einn úr hópi þeirra, kannski einmitt sá líflegasti og glaðasti, verður jarðsettur í dag, en hann lést af völdum umferðar- slyss. Þau voru á leiðinni bekkjarsystk- inin, ásamt kennurum sínum, í árlega skíðaferð skólans, er ský brá fyrir sólu á svipstundu. Sigurbergur var fluttur mikið slasaður í Borg- arspítalann, þar sem hann dó tveimur sólarhringum seinna. Af hveiju? Við því fáum við ekki svar. Það verður eitt af þeim skýjum sem ekki hverfa úr huga þeirra sem upplifa svo erfíða raun að missa snögglega og algjörlega óvænt bamið sitt. Er til nokkuð í þessum heimi sem er sorglegra? Söknuður foreldra hans og systur er mestur, þau vita best hversu ljúf- ur drengur Sigurbergur, sonur þeirra og bróðir, var. Hann var okkur, sem kynntumst honum í fræðslu eða leik, heilbrigður dreng- ur er geislaði af lífsorku og glettnin í augunum á honum endurspeglaði hvað hjarta hans geymdi. Fyrir nokkrum vikum fór ég með fermingarbömin í Skálholt og þar gekk hann til altaris fyrsta og síðasta sinni. Sú helga máltíð geym- ir þá næringu er kærleikur guðs einn býr yfir, hið eilífa líf. Við lútum höfði og tregum skóla- félaga, vin og nemanda og af veikum mætti biðjum við Guð að fjölskylda hans fínni huggun og lífsvon í þeirri trú að enginn falli til jarðar án vitundar Guðs föður. Hann einn getur tekið okkur sér í faðm og borið okkur inn til eilífs ljóss og lífs, og við heyrum í gegn- um tárin að hann segir við okkur: „Sjá, ég geri alla hluti nýja.“ Við biðjum Guð að styrkja for- eldra hans, systur og ömmur og afa, í djúpri sorg þeirra. Guðs bless- un fylgi Sigurbergi, vini okkar. Þorvaldur Karl Helgason Sú ógæfufregn sem barst hingað í þorpið, miðvikudaginn 4. þessa mánaðar, að Sigurbergur á Grund hefði orðið fyrir slysi, þess eðlis að honum væri vart hugað líf, sló þögn og hryggð á alla íbúa okkar litla þorps. Vængjum þöndum stigu bænir til Guðs almáttugs um að fréttin um afdrif slyssins væru ekki á rökum reistar. En atvikið hafði gerst með svo átakanlegum afleiðingum sem fregnir hermdu. Sigurbergur lést í gjörgæslu Borgarspítalans föstu- daginn 6. mars sl. Léttur og leikandi af fjöri, þrótti og gáska unglingsins, skilur hún eftir myndir úr hversdagsleikanum, ívafðar hinu fallega tindrandi brosi þar sem augun stráðu geislum. Hann verður öllum minnisstæður sem honum kynntust. Við heimilisfólkið í Djúpavogi 1 höfðum þá ánægju að hann kom hingað oft þar sem dóttursonur okkar var til heimilis hjá okkur, en þeir voru á svipuðu reki. Eitt sinn slóst hann í för með leikfélaga sínum vestur í Dali ásamt okkur hjónunum. Þar dvaldi hann yfír eina helgi. Á leiðinni suður áðum við í Hreðavatnsskála. Dreng- imir vildu óðir og uppvægir hlaupa uppá Grábrók. Við létum undan þrábeiðni þeirra og var þá snöggt tekið til fótanna. Mér er það minnis- stætt hvað ég hugsaði um það, á meðan á ferðalagi þeirra stóð, að í sjálfu sér ættum við ekki að leyfa þetta, okkur væri trúað fyrir drengjunum og alltaf gæti eitthvað komið fyrir. Eg man vel að mér létti þegar þeir komu öslandi niður hlíðina og fóru geyst. Sigurbergur var aðlaðandi og geðþekkur drengur. Sem uppvax- andi unglingur virtist hann búa yfír mörgum góðum kostum til þess að verða nýtur og gegn þegn í okkar landi. Hann átti að fermast eftir fáar vikur. Ég kveð hinn unga svein með þakklæti og söknuði í huga. Hann kom á mitt heimili með geisl- andi augu og fallegt bros. Þannig mun hans verða minnst. Foreldrar hans og systir, svo og önnur náin skyldmenni, hafa orðið fyrir miklum harmi. Við hjónin biðj- um Guð að veita þeim styrk og þrek í þeirra miklu sorg. Sigurbergur var sonur hjónanna, Þórunnar Sveinsdóttur og Jóhanns Sigurbergssonar. Hann var einka- sonur þeirra hjóna, en Þórunn átti dóttur, Helgu Birnu, fædda 1970, þegar þau Jóhann giftust. Þórunn er dóttir hjónanna Bimu Jóhannes- dóttur og Sveins Jónssonar í Höfnum. Sveinn andaðist árið 1977. Foreldrar Jóhanns eru Sigurbergur Sverrisson og Sigríður Guðmunds- dóttir í Keflavík. Þórarinn St. Sigurðsson + ÞORSTEINN GUÐBRANDSSON, fyrrverandi vitavörftur, Loftsölum, Mýrdal, verður jarðsunginn frá Skeiðflatarkirkju 14. þ.m. kl. 14.00. Rútuferft frá Umferðarmiftstöftinni kl. 10.00. Fyrir hönd aðstandenda, systur hins látna. í FNI DAGSINS (100% nautakjöt-engin aukaefni) u a í< \ : < + Sonur minn, bróftir og mágur okkar, HALLDÓR GÍSLIODDSSON, skipstjórl, Háaleitisbraut 44, verðurjarðsunginnfrá Fossvogskirkju, mónudaginn 16. marskl. 13.30. Aslaug Guftjónsdóttir, Bjarni Oddsson, Elsa Friðjónsdóttir, Guðjón Oddsson, Gfslfna Kristjánsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andlóts og útfarar, ÁSDÍSAR PÉTURSDÓTTUR, Vfðimel 63, sérstakar þakkir fœrum vift starfsfólki Hvítabandsins fyrir ein- staka umönnum í veikindum hennar. Ólafur Þorgrfmsson, Erna Guftrún Ólafsdóttir, Kjartan Reynir Ólafsson, Kristján Ingi Einarsson, Hildur Einarsdóttir, Ásdís Hrund Einarsdóttlr, Guftrún Kjartansdóttir, Ólafur Þorsteinn Kjartansson. Kristfn Sigurftardóttir, Ásdfs Lilja Emilsdóttir, Sigmundur Hannesson, Erling K. Nesse, Svanur Kristófersson, TOMMA HAMBORGARAR GRENSÁSVEGI7 LÆKJARTORGI LAUGAVEGI 26 REYKJAVÍKURVEGI 68 HAFNARFIRÐI BESTl BITINN I BÆNUM mldas auglýslngabiónusta, s, 685651
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.