Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐE), LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Framleiðsla frysti- húsanna gengur vel Loðnufrysting vegur upp á móti sam- drætti í bolfiskvinnslu FRAMLEIÐSLA fiystihúsa SH og SÍS hefur gengið vel að und- anfömu, þó ekki hafi verið fryst eins mikið af bolfiski og á sama tíma í fyrra. Verkfall sjómanna veldur þar mestu um, en loðnu- frysting hefur bætt mismuninn upp hvað magn varðar. Fiskinum er skipað jafnóðum út og er sala erlendis að færast nálægt eðli- legu horfi. Hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna höfðu samtals verið frystar um 13.000 lestir um síðustu mán- aðamót. Það er svipað magn og á sama tíma síðasta ár, en nú var fryst um 3.000 lestum meira af loðnu en þá. Fyrstu 10 vikur ársins voru sam- tals frystar 7.790 lestir hjá fiysti- húsum á vegum Sambandsins, sem er 2,4% minna en á sama tíma í fyrra, en rúmum 2.000 lestum meira en 1985. Af bolfiski var fryst þetta tímabil 6.291 lest, sem er 21% minna en á sama tíma í fyrra, en um 600 lestum meira en árið 1985. Loðnufiysting þetta tímabil nú nam 1.502 lestum. Ljóðatónleik- ar í Austur- bæjarbíói Ljóðatónleikar verða í Austur- bæjarbíói klukkan 14,30 í dag, laugardag. Þar flytja Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari Vetrarferðina eftir Franz Schubert við texta Wilhelms Mullers. Tónleikamir eru á vegum Tónlistarfélagsins. Morgunblaðið/Kr. Ben. Lögmenn kröfuhafa bera saman bækur sínar við hálfónýt tækin í verksmiðjuhúsi Stranda hf. á Reykjanesi. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gæn Yfir Skandinavíu er 1038 millibara hæð sem þokast austur. Á Grænlandssundi er 983 millibara djúp lægð sem þokast norðaustur. SPÁ: Fremur hæg breytileg átt um mest allt land. Léttskýjað suð- austanlands en dálítil él á víð og dreif í öörum landshlutum. Hiti nálægt frostmarki við sjóinn en 2 til 6 stiga frost inn til landsins. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Norðan- og norðvestanátt, víöast kaldi (5 vindstig). Él verða um norðanvert landið en bjart veður sunnantil. Vægt frost um allt land. TÁKN: •Q ► Heiðskírt Léttskýjað ■£S Hálfskýjað sk^ai Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: . Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V Él = Þoka = Þokumóða * / * * / * Slydda / * / * * * ■ * * * Snjókoma ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur ("^ Þrumuveður \ 'f \ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma httl veöur Akureyri 2 úrk.fgr. Reykjavfk 1 úrk.fgr. Bergen 2 lóttskýjað Helslnki 0 heiðskfrt Jan Mayen 0 snjóél Kaupmannah. 1 léttskýjað Narssarasuaq -12 léttskýjað Nuuk -10 alskýjað Osló 0 heiÖ8k(rt Stokkhólmur 1 léttskýjað Þórshöfn 7 rigning Algarve 18 þokumóða Amsterdam 2 mistur Aþena 6 hálfskýjað Barcelona 13 mlstur Berifn 1 heiðskfrt Chicago Glasgow 0 snjókoma vantar Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 3 mistur Hamborg 1 léttskýjað Las Palmas 23 alskýjað London 4 mistur LosAngeles 13 skýjað Lúxemborg 1 mistur Madrfd 11 alskýjað Malaga 16 alskýjað Mallorca 14 skýjað Miami 13 léttskýjað Montreal -8 þokumóða NewYork 0 snjókoma Parfs s þokumóða Róm 11 þokumóða Vfn -3 mistur Washlngton 2 alskýjað Winnlpeg —8 snjókoma Strandir hf. á Reykjanesi: Kröfuhafar tapa tugum milljóna kr. Eignir þrotabúsins slegnar Fisk- veiðasjóði á sex milljónir Grindavlk. JÓN Eysteínsson, sýslumaður Gullbringusýslu, sló Fiskveiðasjóði eignir þrotabús Stranda hf. á 6 miUjónir kr. í gær við annað og síðasta nauðungaruppboðið á eigninni. Kröfur í þrotabúið eru á bU- inu 40—50 milljónir kr., og tapast verulegur hluti þess fjár. Stærstu kröfuhafar í þrotabúið eru Fiskveiðasjóður, með samtals 15,2 milljónir kr. á 1. og 2. veð- rétti. Þá koma Búnaðarbanki íslands með 12,6 milljónir kr. og Byggðasjóður með um 10 milljónir. Til viðbótar eru margar minni kröf- ur. Nokkur tæki í verksmiðjuhúsinu voru dregin undan uppboðinu þar sem þau eru ekki talin eign þrota- búsins, en því mótmælti lögmaður Fiskveiðasjóðs við uppboðið. Tækin eru talin eign Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem seldi verk- smiðjunni þau með eignarréttarfyr- irvara, þar til þau yrðu greidd. Tækin voru hins vegar inni í eignar- matinu, sem lá til grundvallar lánveitingum Fiskveiðasjóðs. Ljóst er að öll tæki verksmiðjunn- ar eru þvf sem næst ónýt, þar sem framleiðslu var hætt fyrir 18 mán- uðum, án þess að fískúrgangurinn væri tæmdur úr þeim og þau hrein- suð. Samkvæmt ummælum eins lögfræðingsins við uppboðið en engu líkara en að starfsmennimir hafí skroppið út í kaffí en aldrei komið aftur. Lánadrottnamir munu ekki hafa gert sér grein fyrir þess- um viðskilnaði við veðsettar eign- imar fyrr en mörgum vikum seinna. Kr. Ben. I .1* Jón Eysteinsson sýslumaður slær Fiskveiðasjóði eignir Stranda hf. Fegnrðardrottning Suðurlands valin í kvöld Selfoui. Fegurðardrottning Suður- lands verður krýnd á stórdans- leik á Hótel Örk í kvöld. Sjö stúlkur keppa til úrslita og í lok- in mun Hólmfríður Karlsdóttir krýna þá sem verður hlutskörp- ust. Stúlkumar sem taka þátt í loka- keppninni voru valdar á sérstökum dansleik síðastliðið haust. Keppni þessa heldur Handknattleiksdeild Hveragerðis í samvinnu við Fegurð- arsamkeppni íslands og sigurvegar- inn mun taka þátt í keppninni um ungfrú ísland. Margvísleg skemmtiatriði verða á dansleiknum, þar á meðal tísku- og hárgreiðslu- sýning. Sig.Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.