Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 11 Ustinov og Flensborg- amemendur að leik Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Flensborgarskóla sýnir Romanoff og Júlía eftir Peter Ustinov Búningar: Þórdís Tinna Aðal- steinsdóttir Leikmynd: Lilja Gunnarsdóttir og Helga K Haraldsdóttir Ljósamaður: Einar Bergsson Ljósahönnun: Einar Berg- mundur Arnbjörnsson Hvislari: Steinar Almarsson Leikstjóri: Pétur Eggerz Leikrit Ustinovs um raunir þeirra diplómatabama Igors og Júlíu er að mörgu leyti kjörið fyrir nemendaleikhópa og áhuga- fólk. Það er hnyttið í tilsvörum, staðsetningar. ekki flóknar um of, dálítilli blöndu af söng og tralli bætt inn í og þótt textinn sé ekki farsakenndur, er hann hæfilega fráleitur og fyndinn til að leikarar geta látið eftir sér sitt af hveiju. Sögusviðið er örsmátt sæluríki einhv ers staðar í Evrópu. Dóttir bandaríska sendiherrans og son- ur þess sovézka verða ástfangin og góð ráð eru nú dýr. Á leiðinni yfír hafíð að hitta Júlíu sendi- herradóttur er aðdáandi hennar, Freddy kæliskápaáhugamaður og foreldrar Igors hafa sent eftir skverlegri rússneskri konu Mörfu skipstjóra, sem þau vilja að son- urinn eigi. Auk þess kemur forseti lýðveldisins mjög við sögu og er eiginlega í senn tengiliður í sýningunni sjálfri og svo leysir hann málin af mikilli konst undir iokin. Allt fer vel. Það var gott og allt er hægilega skondið í leikskrá var þess ekki getið, hver hefði þýtt leikritið, en það mun hafa_ verið Sigurður Grímsson. Óþörf mistök þetta. Öm Hrafnkelsson hershöfðingi og forseti átti langbeztan leik að mínum dómi. Hann var nokkuð hikandi í byrjun, en sótti mjög í sig veðrið, og átti dijúgan þátt Veggspjald um sýninguna í að sýningin heppnaðist svona í meginatriðum. Hlutverk elskend- anna í höndum þeirra Sigurðar Amar Ámasonar og Ruthar Guð- mundsdóttur voru og vel af hendi leyst. Hólmfríður Þórisdóttir sem sovézk sendiherrafrú gerði ýmis- legt ágætlega og Sigurður Þór Baldvinsson sýndi tilþrif sem bandaríski sendiherrann. í áhugamannasýningum verð- ur þáttur leikstjórans aldrei ofmetinn. Hér vantaði nokkuð á að vel tækist til að mínum dómi, staðsetningar vom þvingaðar, litt fjölbreytilegar og framsögn sumra leikenda hefði mátt pússa langtum betur, þar eð auðheyri- lega var efniviður víða góður. Dómarafélag Reykjavíkur: Endurskoðun dómstóla- skipunar verði hraðað Dómarafélag Reykjavikur sam- þykkti á aðalfundi sinum ályktun um að hraða beri heildarendur- skoðun dómstólaskipunarinnar og að dómstólarnir þrir i Reykjavík verði sameinaðir i einn dómstól undir sömu yfirstjóm, en yfir- maður dómstólsins verði kjörinn af dómurunum til ákveðins tima í senn. Varðandi endurskoðun dómstóla- skipunar ályktaði fundurinn að skilja yrði að dómstörf og umboðsstjóm í sem ríkustum mæli. í þvi sámbandi yrði að kanna srstaklega stofnun héraðsdómstóla, einn í hveijum land- fjórðungi eða á minni svæðum, t.d. kjördæmunum, sem fari með öll dómsmál á fyrsta dómstigi. Einnig að frumvarp til laga um Lögréttu verði lögtekið og að stofnaður verði dómur þriggja dómara sem nái til landsins alls. Dómur þessi fari sem annað dómsstig með kærumál og einfaldari mál og sem fyrsta dóm- stig með mál á hendur ríkinu og alvarlegri sakamál. Þá hvatti fundurinn til þess að sem fyrst verði lokið endurskoðun laga um meðferð opinberra mála, sem nái meðal annars til að máls- meðferð á héraðsdómstigi verði munnleg í ríkari mæli og hlutur ákæruvalds að sama skapi meiri. Einnig að komið verði á fullri grein- ingu á milli lögreglustarfa og dómstarfa við rannsókn og meðferð opinberra mála við alla dómstóla. Heimspekileg' viðhorf Myndlist Bragi Ásgeirsson í Galleríi Svart á hvítu við Óð- instorg sýnir um þessar mundir þekktasti myndlistarmaður okkar í Hollandi, Sigurður Guðmunds- son, 30 myndverk fram til 15. marz. Aðallega er um grafík-myndir að ræða í fjölþættri útfærslu svo sem ætingu, akvatintu, mezzot- intu, steinþrykki, silkiþrykki og ætingu, akvatintu, þurmál, en jafnframt eru 12 vatnslitamyndir á sýningunni. Ekki þarf að kynna Sigurð í þessum pistli, því það hafa fjöl- miðlamir séð rækilega um svo sem venjan er um alla þá landa vora, sem í útlandinu búa. Svo sem ágæt og skáldleg við- töl við listamanninn bera með sér er hann mjög heimspekilega sinn- aður, er mjög vel sjóaður í hugmyndafræði listar sinnar, svo að á stundum minnir á Marchel Duchamp. Satt að segja hef ég haft miklu meiri ánægju af lestri viðtala við hann en myndunum, er hanga uppi á veggjum galleríisins, því að þau eru markviss, ftjó og rökvís, auk þess að vera hættu- lega sannfærandi í mörgum skilningi. Sigurður kann þá list að kom- ast að kjama hlutanna, er opin- skár og ekki með neinar vífilengj- ur né útúrsnúninga, sem er fátítt hér á landi, þar sem lesandinn er oftast jafnnær að loknum lestri viðtala við myndlistarmenn og í upphafí. Andagiftin beinist aðal- lega að því að nöldra út í listrýn- endur, sem eru þó þeir sem helst vekja athygli á list viðkomandi. Eiginlega eru þessi viðtöl raunaleg lesning, og nú væri lag að MHI (Myndlista- og handíða- skóli íslands) semdi við Sigurð um námskeið í listrænni rökvísi og heimspeki. — Ég fortek engan veginn, að heilmikið geti ekki verið spunnið í þessar myndir Sigurðar Guð- mundssonar, sem hér eru til umræðu, þótt þær heilli mig fæst- ar, en að mínu áliti er þessi vettvangur ekki hans sterka hlið. Sigurður Guðmundsson Kann ég margfalt betur að meta viðameiri verk hans á sviði skúlpt- úrs svo og hreinnar hugmynda- fræðilegrar listar, þar sem hann oft og tíðum fer á kostum, og einkum fyrir það hve hann gengur hreint og beint til verks nákvæm- lega eins og í viðtölum sínum. Hið ftjóa hugmyndaflug Sig- urðar kemst einfaldlega sjaldnast til skila í jafn vandasömum og sígildum listmiðlum sem grafík og vatnslitir teljast, í öllu falli alls ekki án þess að skáldlegar hugleiðingar listamannsins séu með í farteskinu svo sem í for- mála og eftirmála í sýningarskrá. En hvað um það þá er fengur að þessari sýningu, og maður bíður í eftirvæntingu eftir að beija augum hin viðameiri verk Sigurð- ar á sýningu, sem opnuð verður í kjallarasölum Norræna hússins laugardaginn 14. marz. Þá samþykkti fundurinn einnig ályktanir um að Alþingi veitti nauð- synlegt fé til byggingar dómshúss í Reykjavík, en jafnvel þótt sú bygg- ing hæfist innan tíðar væri nauðsyn- legt að bæta nú þegar úr starfsað- stöðu dómstólanna í Reykjavík. Þá skoraði fundurinn á Alþingi og ríkis- stjóm að setja ákvaeði í lög um skipan umsagnamefndar, sem hafí það hlutverk að skiia skriflegu áliti til ráðherra um hæfni umsækjenda um dómara- saksóknara- og lög- reglustjóraembætti áður en þau em veitt. Einnig var samþykkh ályktun um breytingar á aðfararlögum og að dómsmálaráðherra leiti umsagnar dómarafélagsins um þau frumvörp er varða dómstóla og réttarfar sem hann hyggst leggja fram á Alþingi. Núverandi stjóm dómarafélags Reykjavíkur skipa Ólöf Pétursdóttir, héraðsdómari sem er formaður, varaformaður er Allan V. Magnús- son, héraðsdómari, ritari er Hjördís Hákonardóttir, borgardómari, gjald- keri er Markús Sigurbjömsson borgarfógeti og meðstjómandi er Finnbogi H. Alexandersson, héraðs- dómari. Hallgrímur Thorsteinsson fréttastjóri Bylgjunnar HALLGRÍMUR Thorsteinsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Bylgjunnar, en hann hefur frá því útvarpsstöðin tók til starfa, i ágúst sl., verið umsjónarmaður þáttarins „Reykjavik síðdegis". Bylgjan eykur um leið við frétta- þjónustu sína og bætir við þremur fréttatímum í dagskránni, kl. 19.00, 23.00 og 03.00. Frá og með mánu- deginum 16. mars verða 90 frétta- tímar á Bylgjunni í viku hverri. Hallgrímur lauk BA-prófi í íjölmiðla- fræðum í Bandaríkjunum árið 1979 og hefur unnið við fréttamennsku síðan, þar af í þijú ár á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann hefur auk þess starfað við myndbanda- og auglýsingagerð. ^CORSA OPEL Vanti þig lipran og sparneytinn bíl — en jafnframt rúmgóðan og traustan — velur þú auðvitað ... OPEL CORSA Verð frá kr. 325.000 Opið virka daga 9-18. Laugardaga 13-17. ■©■Igm mmr[ BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.