Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 sinni, með því m.a. að taka upp ýmiss konar mörk eða „þröskulda" til þess að gera smáum stjóm- málaflokkum og sérframboðum erfíðara um vik að fá kjörinn þing- mann. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að í stjómarskránni, svo sem henni var breytt 1984, er hvergi vikið að slíkum mörkum og því hæpið fyrir löggjafann að ganga of langt í því efni að setja ný og ný mörk í kosningalög, a.m.k. hvað varðar ákvæði um kjördæmiskjöma þing- menn. Fyrir utan hversu óeðlilegt það er að breyta þeim leikreglum, sem kosið er eftir, sí og æ. Mér sýnist að við Islendingar stefnum nú hraðbyri í átt til fjöl- flokkakerfís á borð við það sem tíðkast í Danmörku og á Ítalíu. Getur það talist lýðræðinu til fram- dráttar að innan skamms eigi u.þ.b. tíu stjómmálaflokkar, flokksbrot eða sérframboð sæti á Alþingi? Ég svara þeirri spumingu hiklaust neitandi. „Lýðræðið" er að sjálfsögðu hugtak sem erfítt er að skilgreina. Með hinu vestræna lýðræði, sem svo hefur verið nefnt, er stefnt að tveimur meginmarkmiðum: í fyrsta lagi að meirihlutinn fái ráð- ið hverju sinni og í öðm lagi að sjónarmið minnihlutans geti notið sín og visst tillit sé tekið til hans. Ég tel það afar mikilvægt að láta ekki það markmið, að taka skuli tillit til minnihlutans, bera hitt markmiðið ofurliði. Getur þá farið . svo að lýðræðið snúist upp í and- stæðu sína, svo sem dæmin sanna. Hér á landi virðist svo sem stjómmálaáhugi hafí verið almenn- ari en meðal margra annarra nágrannaþjóða okkar. Hefur áhugi þess m.a. birst í meiri kosninga- þátttöku hér en víðast hvar annars staðar. Hið nýja kosningakerfí gæti hæglega breytt þessu þar eð hætt er við að áhugi almennings á kosningum dofni þegar allur ijöldinn gerir sér enga eða mjög óljósa grein fyrir því hvemig sæt- um er úthlutað á löggjafasamkom- unni sem þó er verið að kjósa til. Finnaþarf póli- tiska lausn Hinu nýja kosningakerfi var án efa í upphafi ætlað að draga úr ágöllum á eldra kosningakerfí. Ég hef í þessari grein fært rök að því að sömu ágallamir séu enn fyrir hendi auk þess sem aðrir, jafnvel öllu alvarlegri, hafí bæst við. Það er öllum ljóst, sem fylgjast með íslenskum stjómmálum um þessar mundir, að í landinu ríkir því mið- ur togstreita á milli dreifbýlis og þéttbýlis — togstreita sem nauð- synlegt er að draga úr ef ekki á illa að fara. Vissulega hefur verið leitast við að fínna lausn á þessum vanda með hinu nýja kerfí, en sú viðleitni hefur hrapallega miste- kist. Togstreitan á milli dreifbýlis og þéttbýlis hefur að minni hyggju sjaldan verið hatrammari en ein- mitt nú. Enda þótt þessi vandi sé hvergi nærri auðleystur þá er það engu síður hægt. Það verður hins vegar ekki gert í tölvu, þótt hún sé góð til síns brúks, heídur þarf að fínna á vandanum varanlega pólitíska lausn í stað þeirrar pólitísku sam- suðu sem birtist í nýju kosninga- reglunum. Bent hefur verið á margar leiðir til lausnar á vandan- um sem allar eiga það sammerkt að vera í senn einfaldar og rökrétt- ar. Finnst mér ástæða til að gera nokkrar þeirra að umtalsefni hér. Einföld lausn væri sú að láta núverandi kjördæmi haldast óbreytt, en draga úr misvægi at- kvæða eftir búsetu kjósenda, t.d. þannig að hvert atkvæði í dreif- býli vegi aldrei meira en 1,5 á móti hverju atkvæði í þéttbýli. Þá hefur komið fram sú hugmynd að Alþingi starfí áfram í tveimur deildum, en kosið verði til þeirra með mismunandi hætti, svo sem gert er í Bandaríkjunum. Við kosn- ingar til annarrar deildarinnar myndu atkvæði kjósenda vega jafnt án tillits til búsetu, en í hinni deildinni ættu sæti jafn margir fulltrúar frá hveijum landshluta. Þeir sem aðhyllast jafnt vægi atkvæða án tillits til búsetu kjós- enda, hafa bent á þá leið að gera landið allt að einu kjördæmi. Einn- ig mætti hugsa sér að jafna atkvæðisréttinn að fullu þótt kjör- dæmin héldust í núverandi mynd, hugsanlega þó með þeirri breyt- ingu að Reykjavík og Reykjanesi yrði skipt upp í smærri kjördæmi. Yrði atkvæðavægið þannig jafnað að fullu hlyti sjálfstjóm byggðanna að verða aukin til mikilla muna, t.d. með stofnun fylkja með víðtækri sjálfstjóm. Athyglisverð er og að mínum dómi sú stefna, sem Vilmundur heitinn Gylfason barðist fyrir, en það er að aðskilja löggjafarvald og framkvæmdarvald með sama hætti og gert er í Bandaríkjunum og að nokkm leyti í Frakklandi. Kosningar til Alþingis fæm fram með þeim hætti að atkvæði í dreif- býli hefðu meira vægi en atkvæði í þéttbýli, en oddviti framkvæmd- arvaldsins, hvort sem það yrði forseti eða forsætisráðherra, yrði þjóðkjörinn þar sem öll atkvæði hefðu sama vægi. Að lokum má nefna hugmyndir um smærri kjördæmi, jafnvel ein- menningskjördæmi svo sem tíðkast í Bretlandi. Slíkur háttur hefði þann ótvíræða kost að þjappa mönnum saman í stjómmálaflokka í stað þess að sundra flokkunum, auk þess sem skörp skil yrðu á milli stjómar og stjómarandstöðu og kjósendur stæðu að því leyti frammi fyrir skýrari valkostum en þeir gera þar sem samsteypu- stjómir eru tíðar. Einu má svo ekki gleyma, án tillits til þess hvaða lausn verður fyrir valinu, en það er að setja skorður við því að litlir minnihluta- hópar fái sæti á Alþingi. Slíkt veldur einungis upplausn, veikir stjómarfarið og grefur þar með undan lýðræðinu þegar til lengri tíma er litið. Rétt minnihlutans á að sjálfsögðu að tryggja í lýðræð- isríki, en það má ekki gera um of á kostnað meirihlutans. Minnihlut- inn á að sjálfsögðu að fá að koma skoðunum sínum á framfæri, án sérstakra takmarkana, og jafn- framt eiga þau samtök að fá fulltrúa á Alþingi sem náð hafa tilteknu lágmarkshlutfalli at- kvæða, t.d. 4 eða 5 af hundraði, eins og í Svíþjóð og Vestur-Þýska- landi svo dæmi séu nefnd. Mörgum fínnst ég eflaust hafa verið stóryrtur í þessari grein í garð hins nýja kosningakerfis. Það hef ég gert af ásettu ráði til þess að vekja menn til umhugsunar því að hér er ekki um neitt smámál að ræða, heldur eitt af Qöreggjum íslensku þóðarinnar, þ.e. hvemig skipað skuli æðstu stjóm hennar. Ég skora á alla stjómmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, að taka höndum saman að kosningum lokum og breyta ákvæðum stjóm- arskrár og laga um kosningar til Alþingis í viðunandi horf. Ella er hætta á því að lýðræði hér á landi fari þverrandi með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Höfundur er hœstaréttarlögmaður. HÚSEIGENDUR Úttekt, verklýsing, kostnaðaráætlun, verkáætlun, framkvæmdir og eftirlit á: Steyptum útveggjum, þökum, gluggum, hitakerfum, loftræstikerfum, rakavörn og einangrun. Hvernig er ástandið í þínu húsi? Hringið og fáið bækling. VERKVANGUR H.F. heildarumsjón byggingaframkvæmda, Þórsgötu 24, sími 622680. AA fyrirtækinu standa: Arkitektar, verkfræðingar, byggingam., rafvirkjam., múraram., pípulagningam., málaram. j CHRYSLER Um helgina sýnum við DODGE ARIES LE, árg. 1987. Framdrifinn AMERÍSKUR lúxusvagn, hlaðinn aukabúnaði, á ómótstæðilegu verði. 2-dyra: kr. 643.800 4-dyra: kr. 669.300 Wagon: kr. 698.100 INNIFALIÐ í VERÐI: Framhjóladrif • Sjálf- skipting* Aflstýri • Aflhemlar* Bein innspýt- ing á vél • Tölvustýrð kveikja* „Central" læsingar* Litað gler» Fjarstilltir útispeglar* AM/FM stereo útvarp og kassettutæki með fjórum hátölurum og stöðvaleitara* Loftkæling (air conditioning) sem um leið er fullkomnasta og öflugasta miðstöð sem völ er á* Teppa- lögð farangursgeymsla • Læst hanskahólf • Kortaljós* Digital klukka* Þurrkur með stillanlegum biðtíma* Hituð afturrúða* Lúxus velour innrétting meö stólum að framan • Stokkur á milli framsæta* „De luxe“ hjólakoppar* Hjólbarðar 14" með hvltum hring* Varahjólbarði (fullri stærð* Og I Aries Wagon: krómuð toppgrind • Þurrka og sprauta á afturrúðu CHRYSLER MEST SELDI AMERÍSKl BILLINN AISLANDI JÖFUR HF NYBYLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 HVORT SEM ÞÚ FLÝGUR TIL LONDON, KAUPMANNA- HAFNAR, LUXEMBORGAR, HAMBORGAR, AMSTERDAM EÐA SALZBORGAR, ÞÁ BJÓÐAST ÞÉR ÓENDANLEGIR GISTIMÖGULEIKAR VÍÐSVEGAR I EVRÓPU. BÍLL í HVERRI BORG - STÓRIR OG SMÁIR, ÞITT AÐ VELJA. OPIÐ í DAG MILLI 10 OG 14 FERÐASKRIFSTOFAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.