Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Verður Bylgjunni lokað? eftirHrafn Gunnlaugsson Sá maður sem barðist hvað harð- ast gegn því á Alþingi, að útvarp og sjónvarp yrði gefíð ftjálst, er nú, menntamálaráðherraefni Alþýðu- flokksins. Menntamálaráðherraefn- ið heitir Eiður Guðnason — en hann sagði meðal annars í þingræðu um frumvarpið, sem varð til þess að fjölmiðlun á íslandi varð fijáls: „Samviska manns segir að ef Alþingi lætur lög þessi fara frá sér með þessum hætti sem nú gerist, sé það til ævarandi háðungar." Það er nauðsjmlegt fyrir ungt fólk og listamenn, að hafa það í huga, að sérhvert atkvæði sem Hrafn Gunnlaugsson greitt er Alþýðuflokknum í næstu kosningum, eykur líkumar á þvf að Eiður Guðnason verði mennta- málaráðherra. Við megum ekki láta blekkjast af persónuvinsældum Jóns Baldvins Hannibalssonar, og halda að með því að kjósa Alþýðu- flokkinn, séum við eingöngu að kjósa hann. Staðreyndin er einfald- lega sú, að Jón kemur til með að taka inn á þing með sér einhvem forstokkaðasta hóp kerfiskarla sem nokkum tímann hefur setið á Al- þingi íslendinga. Einar Sigurðsson Þetta segi ég í ljósi reynslunnar, vegna þess að þegar Vilmundur heitinn Gylfason jók svo mjög vin- sældir Alþýðuflokksins á sínum tíma, að jafti kona { Norðurlands- kjördæmi eystra, sagði við sjón- varpsspyril, að hún ætlaði að kjósa Vilmund, þótt Vilmundur væri í framboði í Reykjavík, þá var niður- staðan sú, að það voru ekki merkisberar hugmynda Vilmundar Gylfasonar, sem mættu á þing- bekkina í nafni Alþýðuflokksins eftir kosningar, heldur kerfiskarlar af verstu sort. Kerfiskarlamir sem Vilmundur hafði dregið inn á þing með sér, vom fyrstir til að svæfa hugmyndir hans. Ein af meginhugmyndum Vilmundar Gylfasonar var sú, að þingmenn misnotuðu ekki aðstöðu sína og sætu í opinberum nefndum eða ráðum. En Eiður Guðnason lagði ekki mikið upp úr hugmjmdum Vilmundar Gylfasonar og taldi trú- lega að hann hefði komist inn á þing vegna eigin ágætis, enda tróð hann sér í útvarpsráð, þvert gegn hugsjónum og baráttumálum Vil- mundar og situr enn í útvarpsráði einn þingmanna. Þótt Jón Baldvin hafi sagt margt skemmtilegt, og ýmsar af hug- myndum hans séu heillandi, þá gleymum því ekki að þær hugmynd- ir munu aldrei ná fram að ganga, á meðan Jón hefur til fylgis við sig Jón Óttar Ragnarsson „Og að lokum þetta Guðmundur Einarsson: Hvernig ætlar þú að snúa hinni hörðu and- stöðu Alþýðuflokksins við fijálsa fjölmiðla og þá hugsjón sem Vil- mundur Gylfason átti. Ætlar þú að taka þátt í því að Bylgjunni og Stöð 2 verði lokað?“ þá forstokkuðu kerfiskarla sem Vil- mundur dró á sínum tíma inn á þing. Sá hópur hefur ekkert breyst. Sá hópur sem lifir nú í ljómanum af vinsældum Jóns Baldvins, er sami hópurinn og svæfði hugsjón- imar sem Vilmundur Gylfason hélt á loft. Þessi hópur neyddi Vilmund til þess að stofna Bandalag jafnað- armanna, ætlaði hann að standa við stefnumál sín. Það var Bandalag jafnaðar- manna, sem studdi Sjálfstæðis- flokkinn í því að gera íjölmiðlun ftjálsa á íslandi. An Sjálfstæðis- flokksins og stuðnings frá Banda- lagi jafnaðarmanna, væm fjölmiðl- Eiður Guðnason ar ennþá háðir ríkiseinokun. En nú ætla hugsjónamennimir sem studdu Vilmund, að fylkja sér undir merki krata. Ég spyr þig Guðmundur Ein- arsson: „Ætlar þú að sætta þig við það, að eitt af þessum megin stefnu- málum sé hunsað, og kerfískarlam- ir haldi áfram að sitja í ráðum og nefndum, þegar þú ert kannski orð- inn illu heilli þingmaður fyrir kerfisflokk kratanna. Eða ætlar þú Guðmundur Einarsson, að flytja eitthvað af hugmyndum Vilmundar Gylfasonar inn í Alþýðuflokkinn, og trúir þú því virkilega að það sé hægt?“ Eg er hræddur um að þú munir komast að því eins og Vil- mundur sjálfur, sem stofnaði eina nýróttæka aflið, sem ennþá hefur verið til f íslenskum stjómmálum, að þegar þingflokkurinn kemur saman, sértu lentur í hópi uppstopp- aðra kerfiskarla, sem ættu að heyra fortíðinni til. Og að allar þínar fyrri róttæku hugmyndir séu í eyði. Og að lokum þetta Guðmundur Einarsson: Hvemig ætlar þú að snúa hinni hörðu andstöðu AJþýðu- flokksins við ftjálsa Qölmiðla og þá hugsjón sem Vilmundur Gylfason átti. Ætlar þú að taka þátt í því að Bylgjunni og Stöð 2 veiöi lokað? Höfundur er kvikmyndaleikstjóri og varaforaeti Bandalags ísl. iista- manna, jafaframt því að vera dagskrárstjóri sjónvarpsins. Sólstofur Sýnum laugardag og sunnudag kl. 13—17 sólstofur, renniglugga og rennihurðir úr plastprófílum að Smiðsbúð 8, Garðabæ. Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ, sími 44300. Gluggar og Gardhús hf. Komið og sannfærist um gæðin - Svalahvsi Bókauppboð í Templara- höllinni á sunnudag FYRSTA bókauppboð Klaustur- hólaá þessu ári fer fram í TemplarahöUinni, Eiríksgötu 5, sunnudaginn 15. mars kl. 14.00. Þar fer fram sala á bókum í flest- um greinum islenskra fræða og vísinda. í uppboðsskrá sem blaðinu hefur borist er bókunum skipt eftir efni. Rit íslenskra höfunda, lögfræðirit, afmælis- og minningarrit, ljóð og rímur, þjóðsögur og sagnaþættir, æviskrár, leikrit, bókfræði, þjóðleg- ar minningar, ferðabækur, fomrit og tímarit. Af einstökum sérstæð- um og fágætum bókum sem seldar verða má t.d. neftiæ Úr dular- heimum, sem Guðmundur Kamban ritaði ósjálfrátt 1906, Sjötíuogníu af stöðinni, frumútgáfa Indriða G. Þorsteinssonar, Bam náttúmnnar, fyrsta bók Halldórs Laxness, sem þá nefndist Halldór frá Laxnesi, Legorðsmálaritgerð Magnúsar dómstjóra Stephensen, Viðey 1821, íslensk gullsmíði, fágætt rit eftir Bjöm Th. Bjömsson, Ljósmyndir 1-2, ævisaga Halldórs Jónssonar, hin fágæta hestabók Horftiir góð- hestar I-n bindið, eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp, Saga Hafnar- Qarðar eftir Sigurð Skúlason, nokkur af ritum þeim sem tengdust leiðangri Gaimards til íslands á öld- inni sem leið. Af tímaritum sem seld verða má t.d. nefna Fijáls verslun 1.-35. árg., Heilbrigðistí- ðindi Jóns Hjaltalíns, Tímarit Jóns Péturssonar dómara 1.-4. árg., helsta ættfræðirit þess tíma, og að lokum hin fágætu rit: Reykjavíkur- pósturinn 1.-3. árg. 1846-1849 og Sunnanpósturinn 1.-3. árg. Viðey 1835-1838. Bækumar em til sýnis í sýning- arsal Klausturhóla að Laugavegi 8 í dag, 14. mars, kl. 14.00-18.00. Borgarráð: Afgreiðsla Flugleiða stækkuð BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leyfa stækkun farþegaf- greiðslu Flugleiða á Reykjavík- urflugvelli vegna Grænlands- og Færeyjaflugs. Að sögn Þorvaldar S. Þorvalds- sonar forstöðumanns borgarskipu- lagsins er hér um bráðabirgða úrlausn að ræða vegna tollaf- greiðslu. Hingað til hefur þurft að reka alla farþega úr afgreiðslisaln- um þegar farþegar frá Grænlandi og Færeyjum fara í gegn um toll- inn. „Framtíðar flugstöð á að rísa suður af Loftleiðahótelinu," sagði Þorvaldur. „En núverandi ráðherra lét skfna í það í haust að ekki verði hafist handa við hana fyrr en eftir fimm til sex ár. í neyð er gripið til þessara bráðabirgða lausnar og byggt úr timbri og plötum." Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.