Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 43 Fríður hópur kennara sem sá um kennslu eftir hádegi. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Grunnskóli Þorlákshafnar: Foreldrafélagið sá um kennsluna Þorl&luhBfn. FORELDRAFELAG Grunn- skólans í Þorlákshöfn sá um kennslu S skólanum einn dag í febrúar, svo ekki þurfti að gefa nemendum frí þó kennarar tækju sér starfsdag og ynnu að verkefnum og undirbyggju skólastarfið. Settur skólastjóri þennan dag, Brynjólfur Ingi Guðmundsson, sagði að þetta væri í þriðja skipt- ið sem foreldrafélagið sæi um kennslu í skólanum. Mjög vel hefði gengið að fá foreldra til starfa enda byggt á mjög góðri reynslu fyrri ára, enginn hefði sagt nei og örugglega færri komist að en vildu. Reynt er að koma sem fjöl- breyttustu efni að og helst ekki því sama ár eftir ár. Engin hefðbundin kennsla var í sex elstu bekkjardeildunum held- ur var fengið fólk úr hinum ýmsu greinum atvinnulífsins og félaga- samtökum til að kenna og kynna sitt sérsvið. Þeir sem kenndu að þessu sinni voru: Guðbjörg Thorarensen stöðvarstjóri Pósts og síma, hún kenndi að fylla út hin margvíslegu eyðublöð og kynnti starfsemi Pósts og síma, Hallgrímur Sig- urðsson forstjóri í Suðurvör var með efni um útgerð og fisk- vinnslu, Júlíus Ingvason banka- stjóri Landsbankans í Þorlákshöfn kynnti starfsemi bankans og ræddi um efnahagsmál, Gunnar Markússon forstjóri Egilsbúðar Settur skólastjóri í einn dag, Brynjólfur Ingi Guðmundsson. Karl Ægir Karlsson nemandi í 9. bekk. Málfríður Þorleifsdóttir nem- andi i 6. bekk. kynnti sögu Þorlákshafnar, Sig- urður Ólafsson slökkviliðsstjóri var með efni um eldvamir, Svanur Kristjánsson og Dagbjartur Sveinsson frá hestamannafélag- inu Háfeta kenndu um hesta og kynntu starfsemi félagsins, Hall- grímur Steinarsson framkvæmda- stjóri í efnaverksmiðjunni Eim fór með einn bekk í vettvangskönnun í verksmiðjuna, Kristín Þórarins- dóttir hjúkrunarfræðingur var með efni um alnæmi og almenna skyndihjálp, Guðmundur Her- mannsson sveitastjóri sá um málefni Ölfushrepps, Þorleifur Björgvinsson framkvæmdastjóri Glettings kenndi um fískvinnslu og útgerð, séra Tómas Guð- mundsson sóknarprestur sá um að kynna kirkjuna, Hallfríður Höskuldsdóttir, Guðný Hallgríms- dóttir og Valgerður Jóhannsdóttir kenndu hnýtingar. Fjórir yngstu bekkimir voru í hefðbundinni kennslu sem Rán Gísladóttir, Sesselja Pétursdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Ellen Ól- afsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Erena Marlen og Hildur Sæ- mundsdóttir sáu um. Málfríður Þorleifsdóttir nem- andi í 6. bekk sagðist hafa verið í sex tímum og hefðu þeir verið hver öðrum skemmtilegri, mest hefði þó verið gaman að hesta- mennskunni. „Það var líka gaman að sjá laxaseiðin og læra allt um pósthúsið." Málfn'ður sagði að það mættu vera tveir svona dagar á ári, þetta væri góð tilbreyting og „æðislegt að skilja allar bækur eftir heima og þurfa ekkert að læra fyrir daginn". Karl Ægir Karlsson nemandi í 9. bekk sagði að þetta hefði verið góður dagur, mikil tilbreyting og fróðlegt. Það sem kom Karli mest á óvart var viðhorf bankustjórans til gjaldeyrisöflunar í landinu, hveijir eyddu og hveq'ir öfluðu. „Það er alveg réttlætanlegt að hafa tvo svona daga á ári, gott að hvíla sig á kennurunum og fá tilbreytingu, einnig hafa kennar- amir gott af því að hvíla sig á nemendunum. Svo er líka gott fyrir foreldrana að kynnast starfí skólans," sagði Karl Ægir Karls- son. Jón H. Sigurmundsson. HONDA hefur hlotið lof gagnrýnenda fyrir frábært útlit, sparneytni, kraft og einstaka aksturseiginleika. Kynnist verðlaunabílnum. BILASYNING I DAG KL. 1-5 HONPA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S. 38772,82086, TREYSTIÐ VALI HINNA VANDLÁTU — VEUIÐ HONDA Eigum fyrirliggjandi nokkra HONDA ciyic á óvenju hagstæðu verði aðeins frá kr. 390.400,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.