Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Safnahúsið fyrir Hæstarétt? Breytingin kostar nær 40 milljónir LAUSLEG áætlun húsameist- ara ríkisins bendir til þess, að það muni kosta 30 til 40 milljón- Byggingar- visitala mæld mán- aðarlega ÞORSTEINN Pálsson, fjármála- ráðherra, mætli í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um vísitölu byggingarkostnaðar. Frumvarp- ið, sem samið er af hagstofu- stjóra, felur i sér breytingu á útreikningi vísitölunnar, en jafn- framt eru settar ákveðnari meginreglur um gerð hennar og útreikning en fyrir eru í löggjöf- inni frá 1983. Meginbreytingin felst í því, að vísitala byggingarkostnaðar skal framvegis reiknuð samkvæmt verð- lagi um miðjan hvem mánuð og gilda í mánaðartíma frá 1. degi næsta mánaðar. í gildandi lögum segir, að vísitalan skuli reiknuð á þriggja mánaða fresti og gilda í þijá mánuði í senn. í reynd er vísit- alan þó reiknuð mánaðarlega og enginn munur er á þeim útreikning- um, sem fram fara í hinum lög- boðnu fjórum mánuðum og öðrum mánuðum ársins. ir króna að breyta Safnahúsinu við Hverfisgötu svo það henti fyrir starfsemi Hæstaréttar ís- lands. Gert er ráð fyrir því að nánast engu verði breytt í innra skipulagi hússins. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðherra við fyrir- spum frá Jón Sveinssyni, vara- þingmanni Framsóknarflokksins. Spuming Jóns var sú, hvaða liði framkvæmd ályktunar Alþingis frá 22. apríl 1986 um könnun á því, hvort Safnahúsið við Hverfís- götu henti Hæstarétti sem dómhús, er starfsemi Landsbóka- safns og Þjóðskjalasafns flyst úr húsinu. Safnahúsið við Hverfisgötu Áætlaðir skattar á helming lögaðila á Vesturlandi 1986 - 4 af 10 hæstu gjaldendum í Reykjavík létu áætla á si g skatta í fyrra SKATTYFIRVÖLD þurftu að áætla gjöld á tæplega 49% lögað- ila á Vesturlandi á síðasta ári, þar sem framtöl þeirra bárust ekki skattstjórum fyrir lok fram- talsfrests. Hið sama gilti um tæplega 41% lögaðila á Austurl- andi, en rúmlega 30% lögaðila á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðurlandi og Vest- mannaeyjum. 1 Reykjavík og á Reykjanesi var fjöldinn um 29%, en um 24% á Norðurlandi vestra. Þessar upplýsingar koma fram í skriflegu svari íjármálaráðherra við fyrirspum frá Skúla Alexanders- syni (Abl.-Vl.). Samkvæmt þeim tölum, sem ráðherrann birtir, virðist þetta svipaður fjöldi og undanfarin þijú ár. Þó er sums staðar um nokkra fjölgun að ræða. Umferðarlagafrumvarp: 40 breytingartillög- ur í síðari þingdeild Leiðrétting: Ólafur G. formað- ur íslandsdeildar í frétt á þingsíðu Morgun- blaðsins í gær um skýrslu ís- landsdeildar Norðurlandaráðs um norrænt samstarf árið 1986 er rangt farið með nafn for- manns deildarinnar. Formaður hennar er Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðis- manna. Páll Pétursson, formaður þing- flokks framsóknarmanna, er hins- vegar fyrrverandi formaður íslandsdeildar. Þetta leiðréttist hér með. Autohaus Hamburg St. Georg Útflutningurábflum til íslands án vandræða! Viðráðanlegt verð! Beint frá Þýskalandi! Mercedes Benz — BMW — Audi eru dæmi um bfla af yfir 300 bda lager okkar. Argarð Varð frá DM DB-190 + 190E ’83—'86 19.900,- DB-230E w-123 '82—'84 13.900,- DB-280SE '76—'79 6.490,- DB-280SE '80—'85 17.550,- DB-280TE '79—'83 15.990,- Audi 10Occ-CD '83—'87 13.500,- BMW316-323Í '83—'85 12.550,- Allir bflar I mismunandi litum, tæki fylgja, með/án sjálfskipt- ingar. Við seljum alla bfla á nettó/útflutnings- verði. Öll nauðsynleg pappírsvinna innifalin. Heimsækið okkur eða hafið samband f sfma. Enskumæl- andi sölumenn munu reyna að verða við öllum ykkar ósk- um f sambandi við bflavið- skipti. Autohaus Hamburg St. Georg Steindamm 51, 2000 Hamburg 1, West-Germany. Tel. 40 243212-13 eða 241166-69. Telex: 2165703 wk d. - stuttar þingfréttír Frumvarp til umferðarlaga kom til annarrar umræðu í síðari (neðri) þingdeild í gær. Fjörutíu breytingartillögur við frumvarp- ið liggja fyrir þingdeildinni. Það er mjög óvenjulegt að svo marg- ar breytingartillögur komi fram við lagafrumvarp, þó viðamikið sé, sem fengið hefur afgreiðslu frá fyrri þingdeild. Meirihluti viðkomandi þingnefndar í neðri deild leggur til að núgild- andi númerakerfí bifreiða verði haldið, en frumvarpið gerir ráð fyr- ir því að leggja niður héraðabundin númer og að landið verði eitt núm- erasvæði. Hinsvegar vill meirihlut- inn staðfesta sektarákvæði, sem efri deild hefur þegar samþykkt, gegn brotum á skyldunotkun bílbelta. Þá vill nefndin fella niður grein, sem kveður á um, að ökumað- ur megi ekki neyta áfengis í næstu sex klukkutíma eftir að akstri lauk, enda hafí hann ástæðu til að ætla að opinber rannsókn verði hafin vegna akstursins. Nefndin leggur og til að fresta gildistöku laganna, þó samþykkt verði, frá 1. janúar til 1. marz nk. Mörg stjómarfrumvörp, sem efri deild hefur þegar afgreitt, vóru til annarrar umræðu á dagskrá síðari þingdeildar, auk umferðarlaga- frumvarpsins: 1) Flugmálaáætlun, 2) Lögskráning sjómanna, 3) Sjó- mannadagur, 4) Skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, 5) Lögreglu- menn, 6) Kennaraháskóli Islands, 7) Veiting prestakalla (afnám prestskosninga), 8) Happdrætti DAS, 9) Málefni aldraðra, 10) Frumvarpsþrenna um staðgreiðslu skatta, einföldun tekjuskattsálagn- ingar og gildistöku staðgreiðslu, 11) Þjóðarátak til byggingar bókhlöðu, 12) Útflutningslánasjóður, 13) Vaxtalög. Þá gekk frumvarp um dráttar- vexti til nefndar, eftir fyrstu umræðu (fyrri þingdeild). í efri deild var frumvarp að Jarð- ræktarlögum til þriðju umræðu, komið frá neðri deild. Nokkur stjómarfrumvörp eru á lokastigi í GÆR lagði menntamálaráð- herra fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd reglugerðar um sér- kennslu frá 1977. Beiðni um skýrslu þessa kom frá alþingis- mönnum meðan deilt var um fræðslustjóramálið svonefnda. í skýrslunni, sem er 16. bls. að lengd og geymir viðamiklar upplýs- ingar um efnið, segir, að 0,7% íslenskra grunnskólanemenda stundi nám í sérskólum. Allir aðrir nemendur á þessum aldri séu í al- mennum grunnskólum. Fram kemur að sambærilega tala fyrir Danmörku er 1-2% og fyrir Noreg umfíöllunar í efri deild, en eiga eft- ir að ganga til neðri deildar: 1) Vísindaráð og Rannsóknarráð ríkis- ins, 2) Hollustuhættir og heilbrigð- iseftirlit, 3) Læknalög. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, mælti fyrir stjómarfrum- varpi um vísitölu byggingarkostn- aðar, sjá frétt hér á síðunni. Þungur skriður er nú á þingmál- um. Þiglausnir eru ráðgerðar nk. fímmtudag, en gætu dregizt til næsta eða þamæsta dags. 0,8%. Hlutfallslega fleiri ganga því í hinn almenna gmnnskóla á Is- landi en I þessum nágrannalöndum okkar. „Að þessu leyti verður að telja að í stórum dráttum hafí te- kist að ná fram þeirri meginstefnu að sem flestir nemendur stundi nám í almennum grunnskóla," segir orð- rétt í skýrslunni. í lok skýrslunnar kemur fram, að skólamálaskrifstofa mennta- málaráðuneytisins hafí tilbúna endurskoðaða reglugerð um sér- kennslu og hafi hún verið í athugun fjármálaskrifstofu ráðuneytisins frá því í febrúar s.l. í svarinu kemur einnig fram, að um 15,7% einstaklinga með at- vinnurekstur í Vestmannaeyjum skila ekki framtali sínu á réttum tíma og fá því á sig áætluð gjöld. Hið sama gildir um 14% einstakl- inga með atvinnurekstur í Reykjavík en minna í öðrum lndshlutum. Nokkur aukning virðist hafa orðið á þessu á undanfömum árum, þar á meðal helmingsaukning í Reykjavík og í Vestmannaeyjum ef miðað er við árið 1983. Þá kemur fram í svari fjármála- ráðherra, að í hópi einstaklinga sem fengu á sig áætlaða skatta í Reykjavík í fyrra voru 4 af 10 hæstu gjaldendum það ár. Fjöldinn var 3 1985, enginn 1984 og 1 árið 1983. í Vestmannaeyjum gilti hið sama í fyrra um 4 af 10 hæstu gjaldendum og 3 af 10 hæstu á Austurlandi. Mjög sjaldgæft er hins vegar að þetta eigi við hæstu gjald- endur í hópi lögaðila. Ekkert dæmi var um slíkt í Reykjavík í fyrra, en 2 á Vesturlandi og 1 á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og Austurlandi. GENGIS- SKRÁNING Nr. 50 - 13. mars 1987 Ein.KI. 09.15 Kr. Kaup Kr. Sala ToU- genp Dollari 39,260 39,380 39,290 Stpund 61,854 62,043 61,135 Kan.dollari 29,754 5,6390 29,845 29,478 Dönskkr. 5,6562 5,7128 Norsk kr. 5,6534 5,6707 5,6431 Sænskkr. 6,0849 6,1035 8,6683 6,0929 Fi.mark 8,6419 8,7021 Fr.franki 6,3747 6,3942 6,4675 Belg. franki 1,0248 1,0279 1,0400 Sv.franki 25,3168 25,3942 25,5911 HoU. gyllini 18,7892 21,2102 18,8466 21,2750 19,0617 V-þ. mark 21,5294 Ít.líra 0,02987 0,02996 3,0257 0,03028 3,0612 Austurr.sch. 3,0165 Port. escudo 0,2762 0,2770 0,2783 Sp. peseti 0,3021 0,3030 0,3056 Jap.yen 0,25606 0,25684 0,25613 írsktpund 56,711 56,884 57,422 SDR(Sérst) 49,5268 49,6780 49,7206 ECU, Evrópum. 43,9869 44,1214 44,5313 Skýrsla um sérkennslu: Astandið betra á * Islandi en í Dan- mörku og Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.