Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 21 Háskólinn XVHI Mikil aðsókn að viðskiptadeild eftirÞórð Kristinsson Viðskiptadeild var stofnuð við Háskólann árið 1962, en kennsla í viðskiptafræðum hafði þá staðið í rúm tuttugu ár í lagadeildinni. Reyndar hafði kennslan í þessum fraeðum í lagadeild nokkum að- draganda, því haustið 1938 var stofnaður sérstakur skóli, Við- skiptaháskóli íslands, og var fyrirhugað að hlutverk hans yrði að sérmennta stúdenta sem hyggð- ust starfa í utanríkisþjónustunni er hún kæmi í hendur Islendinga. En heldur varð skólinn laus í bönd- um, enda engin reglugerð til að fara eftir, og varð raunin sú að kennslan beindist fremur að hag- fræði og almennum viðskiptafræð- um, en að undirbúningi væntan- legra starfsmanna utanríkisþjón- ustu. Þegar aðalbygging Háskólans komst í gagnið 1940 varð rýmra um starfsemina sem fyrir var og óskuðu bæði háskóla- ráð og stúdentar þá eftir því að tekin yrði upp kennsla í viðskipta- fræðum á svipuðum nótum og í hinum nýja viðskiptaháskóla. Há- skólaráð lét undirbúa frumvarp um breytingu á lögum Háskólans í þessa veru og var það samþykkt á Alþingi sem lög 27. júní 1941. Með lögunum var viðskiptaháskól- inn innlimaður í lagadeildina, sem framanaf nefndist laga- og hag- fræðideild, en síðar laga- og viðskiptadeild, uns viðskiptadeildin varð sérstök háískóladeild árið 1962. Við upphaf kennslu í viðskipta- fræðum haustið 1941 voru stúd- entar um 30 talsins, um 100 við stofnun viðskiptadeildar 1962 og nú teljast vera 820 stúdentar skráðir til náms í deildinni, þar af 368 á fyrsta ári, — og er hún næst stærsta deild Háskólans á eftir heimspekideild. Aðsókn að deildinni hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og reyndar svo mjög að hálfgert neyðarástand hefur skapast vegna skorts á kennslu- húsnæði, einkum á fyrsta ári námsins. Árin 1971 til 1977 fjölg- aði nýskráðum nemendum t.a.m. um 68%, en skráðum nemendum um 56% og árin 1977 til 1983 fjölg- aði nýskráðum um 75%, en skráðum um 66% — og er þessi fjölgun mun meiri en í öðrum deild- um og í Háskólanum yfirleitt. Hin mikla fjölgun í viðskiptadeild og reyndar í Háskólanum öllum hefur gert skólastarfíð örðugt, einkum sakir skorts á húsnæði. Svo dæmi sé tekið rúma stærstu kennslustof- ur skólans 100 manns, en Tjamar- bær sem leigður er af Reykjavíkur- borg og gamli Verzlunarskólinn við Grundarstíg, sem Háskólinn hefúr afnot af, rúmlega 200 manns. Kennslunni á fyrsta ári í viðskiptadeild var því komið fyrir í Háskólabíói eftir hádegi á daginn. Fýrst rætt er um húsnæði Há- skólans er vert að geta þess að stúdentafjölgunin er engin undur og stórmerki. Hún kom engum á óvart: Hún var séð fyrir og yfír- völd Háskólans hafa margsinnis á undanfömum árum vakið athygli stjómvalda á þessum vandræðum, en stjómvöld hafa ekki brugðist við sem skyldi — og varla hægt að segja að þau hafi brugðist við með öðru en aðgerðarleysi; þau hafa ekki sýnt málinu minnsta áhuga eða skilning. Að minnsta kosti ef ráða má af verkunum. Á þessu ári er engu fé veitt til bygg- ingaframkvæmda á fjárlögum. Eigið húsnæði Háskólans er á 18 stöðum og leigt er á 12 stöðum í Reykjavík; miðað við viðurkennda erlenda staðla ætti háskóli á stærð við Háskóla íslands að hafa u.þ.b. 50.000 fermetra; en hann hefur um 30.000 fermetra. Svo sem fyrr greinir er fyrsta „Fyrst rætt er um hús- næði Háskólans er vert að geta þess að stúdentafjölgnnin er engin undur og stór- merki. Hún kom engum á óvart: Hún var séð fyrir og yfir- völd Háskólans hafa margsinnis á undan- förnum árum vakið athygli stjórnvalda á þessum vandræðum, en stjórnvöld hafa ekki brugðist við sem skyldi — og varla hægt að segja að þau hafi brugðist við með öðru en aðgerðarleysi.“ árinu kennt í Háskólabíói, en kennsla seinni áranna fer einkum fram í Odda og Ámagarði. Oddi er nýjasta hús Háskólans, vestan Norræna hússins, tekið í notkun 1985. Þar eru skrifstofur kennara viðskiptadeilar og félagsvísinda- deildar og fáeinar kennslustofur sem nýttar eru af mörgum deildum skólans. Húsið bætti mjög úr biýnni þörf, einkum hvað varðar aðstöðu kennara, því áður voru skrifstofur kennara beggja þessara deilda dreifðar nánast út um allan bæ. Fastir kennarar viðskipta- deildar eru nú 13 talsins og 33 stundakennarar. Nám í viðskiptafræðum miðast við að ljúka megi cand. oecon.- prófí á fjórum árum og greinist það í tveggja ára fyrri hluta og tveggja ára síðari hluta. Síðari hluti námsins greinist í tvo kjama eftir efninu, fyrirtækjakjama og þjóðhagskjama og em sérstök kjörsvið á hvomm kjaraa um sig, í þjóðhagskjama em hagstjómar- svið og rafreiknasvið, en í fyrir- tækjakjama sölusvið, reiknings- halds- og fjármálasvið, stjómunar- og stjómsýslusvið, endurskoðunar- svið, framleiðslusvið og rafreikna- svið. Engin sérstök rannsóknastofn- un er við viðskiptadeild, en auk fræðilegra gmnnrannsókna kenn- ara er einnig mikið leitað til þeirra um aðstoð við hagnýtar rannsókn- ir á ýmsum sviðum og einnig hefur sérfræðingum, sem em að ljúka eða hafa lokið doktorsprófum við erlenda háskóla, verið veitt aðstaða til rannsókna við deildina og þá í samvinnu við fasta kennara. Rann- sóknaverkefni sem kennarar vinna að em fjölþætt og verða nefnd hér fáein dæmi: Hæfi fyrirtækis til vaxtar, Qármagnskostnaður við íslenskar aðstæður, verðmyndun og verðlagsákvæði, lánamál sveit- arfélaga, hagsveiflur á íslandi og jöfnun þeirra, stjómun í íslensku atvinnulífi, helstu einkenni opin- berrar stjómsýslu á íslandi, tog- streita verkalýðsfélaga og ríkis stjóma, áhrif peningastefíiu á efnahag þróunarlanda, nýjar hag- fræðilegar kenningar um stofnanir viðskiptalífs í hinum ýmsu hag- kerfum, hagkvæm fískveiðistjóm- un, hagkvæmasta nýting samnorrænna fískistofna, tölvuv- æddur haggagnabanki. Þau verkefni sem kennarar vinna ekki einir em unnin í samvinnu við stúd enta, önnur í samvinnu við inn- lenda aðilja eða erlenda. Einnig hafa verið samdar kennslubækur í rekstrarhagfærði, fiskihagfræði og fleiri greinum og unnið er að íslensk-enskri viðskiptaorðabók. Höfundur er prófstjóri við Há- skóla íslands. Sölustaðimír eru opnír tíl kl. 20:15 Upplýsingasími: 685111 í. '': xjV'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.