Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987
15
og fyrir verulega lægra verð en
nú er rflqandi. Framieiðsluget-
una skortir ekki. Fyrirtæki
lyfsala, Pharmaco hf. og dóttur-
fyrirtæki þess, Delta hf., hafa í
krafti aðstöðu sinnar á smásölu-
stiginu (í apótekunum) ráðið
stórum hluta lyfjaverslunarinnar
hérlendis á undanfömum árum.
5. Beita þarf útboðum og bjóða
út þau ljrf sem hér em notuð
og fáanleg eru frá fleiri en einum
aðila. Yrðu útboðsgögn byggð á
núverandi notkun (til viðmiðun-
ar) og gæti útboðið gilt t.d. fyrir
notkun á næstu 4 árum. Tilboði
lægstbjóðanda yrði tekið, að því
tilskyldu að gæði teljist full-
nægjandi. Auk innlendra fyrir-
tækja mætti beina útboðinu til
fyrirtækja í þeim löndum sem
aðild eiga að PIC (Pharmaceutic-
al Inspection Convention) og
ísland er aðili að, en innan þeirra
allra er afar strangt eftirlit með
gæðum framleiddra lyfja.
Arlegur spamaður sem hér væri
unnt að koma við, án þess að
skerða nokkra þjónustu, er að
likindum verulegur. í ljósi þess
að skattgreiðendur bera lyfla-
kostnaðinn sem nú er yfir 1,4
milljarðar á ári (fyrir utan þá
upphæð er sjúklingur greiðir)
ber stjómvöldum skylda til þess
að koma þessum málum í sæm-
andi horf. f heild var lyfjakostn-
aður um 1,7 milljarðar árið
1986.
7. Breytingar á lyfjaverðlags-
nefnd. I lyfjalögum er kveðið á
um að í lyfjaverðlagsnefnd skuli
silja 5 aðilar og þar af 2 lyfja-
fraeðingar og oddamaður, sem
skal vera sérfróður um lyfsölu-
mál, skipaður af ráðherra. Nú
sitja í nefndinni 3 lyfjafræðing-
ar. Nefndin ákveður rekstrar-
gmndvöll lyfjabúða og
álagningarprósentu og hefur
þannig gífurleg áhrif á lyfjaverð.
Nefndin þarf að fá í hendur efna-
hagsreikninga apóteka en ekki
einungis rekstrarskýrslur eins
og nú er.
í greinargerð laganna er sérstaða
nefndarinnar skýrt fram tekin.
Henni er lfld við sexmannanefnd
og yfímefnd sem fer með verð-
lag landbúnaðarafurða og nefnd
sem fjallar um verðlagsmál sjáv-
arafurða. í greinargerðinni
kemur skýrt fram, að hags-
munaaðilar skuli ekki vera í
meirihluta nefndarinnar.
Enn má benda á, að löggjafinn
hefur tekið fuOt tillit til hags-
munaaðila með breytingum á
skipan nefndarinnar, þegar
fjallað er um sérstök mál,
m.a.: „Þegar fjallað er um
verðlagningu lyfja í heildsölu
tekur fulltrúi samkvæmt til-
lögum Félags ísl. stórkaup-
manna sæti lyfsalans í
nefndinni.“ Þessi skipan mála
bendir ótvirætt til þess, að það
sé í hæsta máta óeðlilegt og
ekki til þess ætlast, að lyfja-
heildsali sé fastur nefndar-
maður.
Samkvæmt anda laganna er
þvi ekki ætlast til að lyfja-
fræðingar skipi meirihluta
lyfjaverðlagsnefndar. Áhrif
þeirra eru of mikO þó að ráð-
herra geti haft áhrif á verðið
ef nefndin er ekki sammála.
Þessu þarf að breyta.
8. Heilbrigðisyfirvöld, þar á
meðal landlæknir, sinni mun
meira upplýsingagjöf um lyf-
in til lækna en nú er gert, en
þar hafa þau að mestu leyti
brugðist skyldum sínum. Lyfja-
sala er nú að öllu leyti úr höndum
lækna „svo að ekki hagnast þeir
á því að ávísa dýrum lyfjum“!
En vissulega eru þeir ekki
ónæmir fyrir auglýsingum frek-
ar en aðrir menn og sumir
jafnvel býsna næmir. Nú er
lyfjafyrirtækjum næstum selt
„sjálfdæmi" varðandi þennan lið
og er sá kostnaður gjaman
reiknaður milli 17-25% af heild-
söluverði. Þess má geta að í
Bretlandi er sá kostnaður tak-
markaður við 9%. Það er
óeðlilegt að neytendur greiði
fyrir kostnað sem er oft ein-
hliða upplýsingar og beinlínis
áróður fyrir lyf, því vitaskuld
ræða lyfjasölumenn að mestu
um „ágæti“ þess lyfs sem þeir
eru að selja.
'1. ó. ólafsson. Lyfin eru of dýr; Fréttabréf
Lækna, 6. tbl. 1986.
2. ó. ólafsson. Greinargerð vegna bréfs Ap6-
tekarafélags íslands; Fréttabréf laekna, 9. tbl.
1986.
3. ó. ólafsson, Lyfin eru of dýr. Leiðir til að
draga úr lyfjakostnaði; Fréttabréf lækna, 11.
tbl. 1986.
Stuðst er við upplýsingar frá Benedikt Andrés-
syni, viðskiptafræðingi, o.fl.
Höfundur er landlæknir
MEÐEINU
SÍMTALI
er haegt að breyta innheimtu-
aðferðinni. Eftir það verða
áskriftargjöldin skuldfærð a~
viökomantíi greiðslukorta-
reikning mánaðarlega.
SÍMINN ER
691140
691141
fUíS>rgimí>faMt>
Lyfjakostnaður hefur hækkað gifurlega. Há smásöluá-
lagning og óheppilegar álagningareglur eru m.a. orsakir
þess að lyf eru í dýrara lagi hér á landi. Fyrirkomulag
á lyfjaverðlaginu slæmt og úrelt. Faglegt mat lyfjafræð-
inga vegur þungt þegar ákvarðanir eru teknar um gæði
lyfja (lyfjanefnd) en það verður að teljast í hæsta máta
óeðlilegt að lyfjafræðingar séu ráðandi aðilar við stað-
festingu á verði lyfja (Lyfjaeftirlit ríkisins) og í meiri-
hluta í nefnd er ákveður rekstrargrundvöll lyfjabúða
og álagningarprósentu á lyf (lyfjaverðlagsnefnd).
Upplýsingar um lyf koma nær eingöngu frá lyfjafyrir-
tækjum og má þvi trúlega finna nokkra skýringu á að
íslenskir læknar ávisa oft dýrari lyfjum, þó að í heild
ávísi þeir ekki meira magni, en félagar þeirra í nágranna-
löndunum.
Okkar ræktun - okkar verö
lOstk. 295.
, íú ér tími vorlaukanna
Mikið úrval, m.a. Begomur
Gloxiníur, Dahlíur,
Gladíólur og Anemonur-
- Blómlaukar, loforo um
litríktvor.
Nviar f raesendingar.
Rósastilkar nýkomnir.
Blómum
in?ZroVÍðaverold
^■sinu^Sigtún-. Símar 36770-686340