Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 64
rágtnitfnfetfe Fródleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Eskifjörður: LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 VERÐ f LAUSASÖLU 50 KR. Morgunblaðið/Ól. K. Mag. Sjaldgæf sjón ÞAÐ snjóaði í höfuðborginni í gær en snjór hefur veríð fremur sjaldgæf sjón á þessum milda vetrí. Um helgina er spáð norðan- veðrí á landinu. Hiti verður um frostmark við sjóinn en inn til landsins verður frost, 2—6 stig. Hraðfrysti- Ihúsið býður 'Starfsfólk- inu í ferð til Reykjavíkur Menn voru léttir á brúnina að lokinni undirritun samningsins. Byggingarmeim sömdu og frestuðu verkfalli Gunnar S. Bjömsson, formað- ur Meistarasambands byggingar- iðnaðarins, kvaðst eftir atvikum ánægður með niðurstöðu samn- inganna, þó hann gæti verið ánægðari. „Ég held við höfum út af fyrir sig gert nokkuð góðan samning," sagði Gunnar. „Ég er ánægður með að þess- um áfanga skuli lokið. Við förum út í félögin með þennan samning og mælum með því að hann verði samþykktur," sagði Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna. Hann sagðist ekki eiga von á öðru en að samn- ingurinn yrði samþykktur í félögunum. Slysakönnun Samvinnutrygginga: Gáleysi helsta or- sök umferðarslysa GÁLEYSI er helsta orsök um- ferðarslysa og eru ökumennim- ir sem flestum slysum valda á aldrinum 21-45 ára. Þetta kemur fram í könnun sem starfsmenn Samvinnutrygginga hafa unnið úr skýrslum fyrirtæk- isins. Könnuð voru alvarlegustu slysin sem urðu á sjö ára tíma- bili, 1978-1984, eða 149 slys, þar af 36 dauðaslys. í niðurstöðum kemur fram að of hraður akstur eða ölvunarakstur eiga minnstan þátt í slysunum og eru yngstu ökumennimir ekki oftast valdir að slysum. Þá var búnaður bif- reiða í flestum tilvikum í ágætu lagi, en helst að gerðar væru at- hugasemdir við hjólbarða. Stór hluti ökumanna sýndi hins vegar af sér gáleysi, eða 32,2%. Ef þeir sem virtu ekki almennan umferð- arrétt, biðskyldu, stöðvunarskyldu og umferðarljós eru flokkaðir í gáleysishópinn þá hækkar talan upp í 49,7%. Hallgrímur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga, sagði að könnun þessi hefði verið gerð svo unnt væri að hafa áróður beinskeyttari en hingað til. „Við sjáum nú að það eru góðborgaramir sem eru hættuleg- astir í umferðinni og beinum því spjötum okkar áð þeim. Þessi hóp- ur trúir því statt og stöðugt að ekkert komi fyrir sig, aðrir lendi í slysunum," sagði Hallgrímur. „Nú sjáum við að þetta stenst ekki og aðal ástæðan fyrir slys- unum er sú að ökumenn hafa ekki hugann við aksturinn. Við getum því fækkað slysum veru- lega með því að að vera vakandi undir stýri." HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarð- ar hefur boðið starfsfólki sínu i frystihúsi og við saltfiskverk- un, í helgarferð til Reylgavík- ur, ásamt mökum. Rúmlega 100 manns hafa þegið þetta boð og verður faríð suður í tveimur hópum, 10. apríl og 8. maí. Aðalsteinn Jónsson, forstjóri og aðaleigandi Hraðfrystihúss EskiQarðar, sagðist vera að verð- launa starfsfólkið fyrir vel unnin störf með því að bjóða því í þessa skemmtiferð. Hann sagði að fyr- irtækið greiddi flugfar og gist- ingu, frá föstudegi til mánudags. Fólkið sæi sjálft um skipulagn- ingu ferðarinnar að öðru leyti. Aðalsteinn sagðist leigja Fokker flugvél hjá Flugleiðum til að flytja fólkið á milli. Væri á mörk- unum að ein vél dygði í hveija ferð. Þessa dagana er mikið um að vera í atvinnulífínu á Eskifírði. Aðalsteinn sagði að unnið væri á vöktum allan sólarhringinn við hrognafrystingu í Hraðfrystihús- inu og loðnubræðslan gengi einnig allan sólarhringinn. Fyrir utan þetta aflaðist vel og því mikið að gera við að salta og frysta físk. BYGGINGARMENN og við- semjendur þeirra undirrítuðu kjarasamninga á tíunda tíman- um í gærkveldi eftir tæplega 30 klukkustunda samninga- fund og hefur því verkfalli fjögurra félaga byggingar- manna á Suðurlandi, i Reykjavík og á Suðurnesjum, sem staðið hafði í tæpa þrjá sólarhringa, veríð frestað, þar til viðkomandi félög hafa greitt atkvæði um þá. Samn- ingarnir eru undirrítaðir með fyrirvara um samþykki félags- funda og verður fyrsti fundur- inn í Trésmiðafélagi Reykja- víkur í dag klukkan 14 og voru samningsaðilar sammála um að gefa ekkert út um efni samninganna fyrr en að hon- um loknum. Múrarasamband íslands, félög pípulagningarmanna, veggfóðr- ara og málara í Reykjavík sátu á samningafundi hjá ríkissátta- semjara í gær. Um tíu lejrtið í Igærkveldi var fundinum frestað 'til kl. 10 á þriðjudagsmorguninn. Öll önnur félög byggingarmanna í landinu eiga aðild að samning- unum, nema Trésmiðafélag Akureyrar og Árvakur, félag tré- smiða á Húsavík og óljóst var hvort byggingardeild Vöku á Siglufírði væri aðili að samning- unum eða ekki. Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði skrifaði undir samninga fyrr í vetur. „Auðvitað er ég ánægður með að þessu skuli lokið. Við erum svona sæmilega sáttir við niður- stöðuna, því annars hefði ekki verið skrifað undir," sagði Grétar Þorsteinsson, formaður Tré- smiðafélags Reykjavíkur, að- spurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.