Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Nýtt kosningakerfi: Hlskiljanlegur óskapnaður eftirEirík Tómasson í stjórnarskránni nr. 33/1944 er að finna grundvallarreglumar um kosningar til Alþingis. Með stjómskipunarlögum nr. 65/1984 var reglum þessum breytt og þar með mörkuð sú stefna er fylgt skyldi við endurskoðun á lögum um kosningar til Alþingis nr. 52/1959. Reglumar hafa svo verið fullmótaðar, fyrst með lögum nr. 66/1984 og síðan með lögum nr. 2/1987. Markmiðið með þessu nýja kosningakerfí var að ráða bót á eldra kerfi sem í gildi hafði verið frá 1959. Árangurinn af þessu endurbótarstarfi birtist ljóslifandi í grein dr. Þorkels Helgasonar í Morgunblaðinu sl. laugardag. Ber greinin yfirskriftina „Ný kosninga- lög — Réttarbót, en með ann- mörkum". Ég held því fram, eins og margir fleiri, að „réttarbót" sé öfugmæli á þessu nýja kerfí, öllu fremur bæri að kalla það „ill skilj- anlegan óskapnað". Það féll í minn hlut fyrir tveim- ur ámm að útskýra (eða réttara sagt að reyna að útskýra) þetta nýja kosningakerfí fyrir laganem- um á fyrsta námsári við lagadeild háskólans. Eftir að hafa kynnt mér meginatriði þessa kerfís, sem enn standa óbreytt enda í sjálfri stjóm- arskránni, sannfærðist ég um það að kerfíð væri ekki einvörðungu ill skiljanlegt flestum sæmilega viti bomum mönnum, heldur væri það jafnframt stór háskalegt lýð- ræði í þessu landi. Mun ég hér á eftir færa rök fyrir þessu hvoru tveggja, einkum þó hinu síðar- nefnda atriði. Ég vil taka fram strax í upphafí, til þess að fyrir- byggja misskilning, að gagnrýni mín beinist ekki að dr. Þorkatli, heldur þeim stjómmálamönnum sem að sjálfsögðu bera ábyrgð á þessum óskapnaði er ég hef kosið að nefna svo. Flókið kerfi Dr. Þorkell viðurkennir í grein sinni að hið nýja kosningakerfí sé nokkuð flókið. Að minni hyggju er vægt til orða tekið hjá stærð- fræðiprófessomum. Nægir í því efni að benda á þann kafla í grein- inni, sem ber yfírskriftina „Lýsing á nýja kerfínu", ekki síst ærið flóknar aðferðir við úthlutun á svo- nefndum jöfnunarsætum. Segja má að eldra kerfíð frá 1959 hafí verið nokkuð flókið. Reglur þær, sem í gildi vora um úthlutun uppbótarsæta, vora ekki aðgengilegar fyrir almenning, en þó hátíð hjá þeim reglum sem not- aðar verða við komandi Alþingis- kosningar. Það lýsir nýja kerfinu að minni hyggju best og segir meira en mörg orð að við undirbún- ing þeirra hafa einkum unnið stærð- og tölfræðingar. Öðram hefur ekki verið treystandi til þess að reyna að fá einhvem botn í og samræma öll þó ólíku sjónarmið sem reynt hefur verið að hafa hlið- sjón af við gerð hinna endanlegu reglna. Lýðræðið í hættu Ég er sem fyrr segir þeirrar skoðunar að hið nýja kosninga- kerfí sé stórhættulegt lýðræði því sem við íslendingar höfum búið við til þessa. Þessu valda einkum §ögur atriði sem þó er erfítt að greina algjörlega í sundur. í fyrsta lagi er það atriði, sem ég hef vikið að áður, en það er hversu reglum- ar sjálfar era flóknar. í öðra lagi hefur alls ekki tekist að leysa þá togstreitu á milli þéttbýlis og dreif- býlis sem þó hlýtur að hafa verið meginmarkmiðið með hinu nýja kerfí. f þriðja lagi ýtir hið nýja kerfí ekki síður en eldra kerfíð og jafnvel enn frekar, undir upplausn í íslenskum stjómmálum og síðast en ekki síst er einkar auðvelt að fara í kringum nýju reglumar og þar með gera „réttarbótina" að engu. Því hefur heyrst fleygt að nýja kosningakerfíð hafí verið reiknað út í tölvu, miðað við það fjórflokka- kerfi sem einkennt hefur íslensk stjómmál síðustu áratugi og var enn við lýði í ársbyrjun 1983 þegar tillögumar um nýja kerfið litu fyrst dagsins ljós. Þetta hefur eflaust verið sagt í gamni, en öllu gamni fylgir þó einhver alvara. Svo virð- ist a.m.k. sem ijölgun stjómmála- flokka og sérframboða hafí skekkt kerfið frá því sem það var hugsað í upphafí. Er mér ekki granlaust um að það hafí verið helsta ástæð- an fyrir því að kosningareglumar vora teknar til gagngerrar endur- skoðunar á yfírstandandi þingi, aðeins þremur áram eftir að þær höfðu verið settar og þrátt fyrir að aldrei hefði á þær reynt í kosn- ingum. Ósættanleg sjónarmið Hinu nýja kosningakerfi er, eins og reyndar hinu eldra kerfí frá 1959, ætlað að sætta tvö sjónar- mið sem era í raun ósættanleg eins og fram kemur í grein dr. Þorkels. Þessi sjónarmið era annars vegar fullur jöfnuður á milli (þing)flokka og hins vegar misjafnt vægi at- kvæða eftir búsetu kjósenda þar sem dreifbýliskjördæmin hafa hlut- fallslega fleiri þingmenn miðað við fólksfjölda en þéttbýliskjördæmin. Þetta tvennt samýmist ekki. Rök- rétt afleiðing af síðara sjónarmið- inu er að sjálfsögðu sú að stjórnmálaflokkur, sem nýtur til- tölulega meira fylgis úti á landi en hér á höfuðborgarsvæðinu, á að fá kjöma fleiri þingmenn, miðað við atkvæðafjölda, en aðrir flokk- ar. Þetta myndi aftur stangast á við hitt sjónarmiðið, en eina rök- rétta leiðin til þess að tryggja jafnvægi á milli flokka er að at- kvæði hvers kjósanda vegi hið sama án tillits til búsetu. Það er hægt að koma til móts við bæði þessi sjónarmið, svo sem ég mun víkja að nánar hér á eftir, en það er ekki unnt með því að kjósa í einu lagi til Alþingis nema fram komi annmarkar á þvflíku kerfi. Vissulega vora hnökrar á eldra kerfínu frá 1959, en þeir era að mínum dómi enn fleiri á nýja kerf- inu, ekki síst vegna þess hversu flókið það er. Það er a.m.k. reynsl- an að því flóknara sem kerfi er, t.d. skattakerfí, þeim mun auðveld- ara er að fara í kringum það, hvort Eiríkur Tómasson. „Eftir að hafa kynnt mér meginatriði þess kerfis, sem enn standa óbreytt enda í sjálfri stjórnarskránni, sann- færðist ég um það að kerfið væri ekki ein- vörðungn ill skiljanlegt flestum sæmilega viti bornum mönnum, held- ur væri það jafnframt stór háskalegt lýðræði í þessu landi.“ sem menn gera það af ásettu ráði eða af hreinni tilviljun. Hið nýja kosningakerfí byggist m.a. á því að atkvæði í dreifbýli jafnist út á móti atkvæðum í þétt- býli og öfugt. Þannig á stjóm- málaflokkur, sem hefur minna fylgi í þéttbýli en dreifbýli, litla möguleika á því að fá jöfnunar- sæti vegna þess að hann fengi væntanlega fleiri kjördæmissæti en aðrir flokkar, miðað við heildar- atkvæðatölu á landinu öllu. Hvað gerðist nú ef stuðningsmenn slíks flokks í Reykjavík og á Reykjanesi stofnuðu nýjan flokk er aðeins byði fram í þessum tveimur kjör- dæmum og hefði ekki formleg, heldur lausleg tengsl við „systur- flokkinn“ er byði einungis fram í dreifbýlinu? Tengsl af þessu tagi er t.d. að fínna í Vestur-Þýska- landi. Þetta myndi að sjálfsögðu riðla hinu þrauthugsaða kerfi. Nýi flokkurinn hefði sömu möguleika á jöfnunarsætum og aðrir flokkar þar sem tiltölulega fá atkvæði í dreifbýli á bak við hvem kjördæ- miskjörinn þingmann yrðu honum ekki til trafala. Annað dæmi um það hvemig hægt er að fara í kringum nýja kerfíð era sérframboð í einstökum kjördæmum, einkum dreifbýlis- kjördæmunum. Þannig fengi sérframboð á Vestfjörðum, er hlyti aðeins 800 atkvæði, að öllum líkindum kjördæmiskjörinn þing- mann þótt á að giska 2.100 atkvæði væra að meðaltali að baki hveijum þingmanni á landinu öllu. Sú regla, er gildir við úthlutun kjördæmissæta í nýja kerfinu, svo- nefnd. „regla stærstu leifar", er þannig án efa hagstæðari slíkum sérframboðum en eldri úthlutunar- regla sem kennd er við d’Hondt. „Sér grefur gröf...“ „Sér grefur gröf þótt grafí." Þannig hljóðar fom málsháttur og virðist hann eiga einkar vel við aðalhöfunda hins nýja kerfíns, þ.e. flokksforingjana. Dæmin tvö hér að framan sýna að hið nýja kosn- ingakerfi ýtir ekki síður og jafnvel öllu frekar en eldra kerfið undir alls kyns sérframboð og þar með upplausn í stjómmálaflokkunum. Að sjálfsögðu verður reynt að spoma við þessu með því að breyta kosningareglunum í sífellu, eins og dr. Þorkell boðar reyndar í grein NISSAN SUNNY Bílasýningar laugardag og sunnudag kl. 14-17 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda ÍJapan kaus einróma NISSAN SUNNY bíl ársins 1987 Sauðárkróki: við Bifreiðaverkstæðið ÁKI. Reykjavík: í sýningarsal okkar við Rauðagerði, þar sem tónsnillingurinn Jónas Þórir leikur hin ógleym- anlegu klassísku lög Bítlanna. Jónas Þórir Dagbjartsson fiðluleikari kemur í kaffiheimsókn á sunnudag og þeirfeðgartaka lagið. iiH Verið velkomin — Alltaf heitt á könnunni. k 1957-1987^)/ INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.