Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 63 Morgunblaðið/Einar Falur • Hvar er boltinn? Ef marka má svip þelrra Ingimars Jónssonar, Matthíasar Einarssonar og Pálmars Sigurðssonar er boltinn fastur í loftinu. Haukar stóðust atlögu KR-inga HAUKAR lögðu KR-inga að velli í úrvalsdeiidinni f körfuknattleik f gœrkvöldi með 83 stigum gegn 80 og rœðst það þvf annað kvöld, f sfðustu umferð íslandsmótsins, hvort liðanna leikur f úrslita- keppni deildarinnar. Haukarnir léku mjög vel og voru yfir allan leikinn í gærkvöldi. Sigur þeirra var verðskuldaður því KR- ingar högnuðust verulega á slakri dómgæzlu, einkum síðustu 10 mínúturnar. Lengst af höfðu Hauk- arnir þægilega forystu, um 10-12 stig, en þegar röskar 5 mínútur voru til leiksloka syrti heldur betur í álinn hjá þeim, því þá tóku gömul meiðsl Pálmars Sigurðssonar sig upp og varð hann að fara af leik- velli. Staðan var 75-62 fyrir Hauka þegar Pálmar fór útaf og greiddu KR-ingar Haukum harða atlögu það sem eftir var. Reyndu þeir hvað eftir annað að minnka bilið með 3ja stiga skotúm. Rötuðu fjög- ur slík ofan í körfu Hauka, hið síðasta 23 sekúndum fyrir leikslok, en þá var staðan 81 -79 fyrir Hauka og titrandi taugaspenna hjá öllum, sem í Hagaskólahúsinu voru. Ekki bætti úr skák þegar tvö vítaskot Hauka 18 sekúndum fyrir leikslok klikkuðu og einnig innkast þeirra sekúndu síðar. KR-ingar fengu knöttinn en í örvæntingu sinni reyndu þeir skot of fljótt. Haukum tókst síðan að snúa pressuvörn KR-inga af sór og gerði Henning Stökk 192 metra! - og setti óopin- bert heimsmet ANDREAS Felder frá Austurrfki setti í gær óopinbert heimsmet f skíðaflugi. Hann stökk (flaug) 192 metra og bætti eldra metlð um einn metra. Felder náði þessu risastökki á æfingu fyrir heimsbikarmótið í skíðaflugi sem fram fer í Planica í Júgóslavíu í dag. Felder og finnski stökkvarinn, Matti Nykaenen, höfðu báðir náð að stökkva 191 meter í fyrra. Stökkið verður þó ekki skráð sem heimsmet vegna þess að stjóm FIS ákvað í fyrra að heims- met yrðu ekki skráð í framtíðinni í skíðastökki af öryggisástæöum. Henningsson út um ieikinn, 83-79, þegar fjórar sekúndur voru eftir. KR-ingar skoruðu síðan úr víta- skoti eftir að leiktíma lauk. Minnstu munaöi að meiðsli Pálmars kostuðu Hauka sigur og ekki bætti úr skák að Henning var með hita og því takmarkað úthald. „Ég verð orðinn góður á sunnudag (morgun) og leik gegn Val,“ sagði Leikurinn í tölum íþróttahús Hagaskóla 13. marz 1987, úrvalsdeildin f körfuknattleik. KR-Haukar 83:80 (38:45) 4:11,8:17,22:14,30:19,38:24,43:28, 36:45 og 41:52, 50:62, 60:74, 77:65, 79:68, 79:76, 83:80. StigKR: Guðni Guönason 28, Ólafur Guðmundsson 21, Ástþór Ingason 10, Garöar Jóhannsson 10, Guömundur Jóhannsson 6, Matthias Einarsson 3 og Þorsteinn Gunnarsson 2. Stig Hauka: Ólafur Rafnsson 22, Pálmar Sigurösson 19, Henning Henningsson 12, Reynir Kristjánsson 11, Ivar Ásgrímsson 9, Tryggvi Jóns- son 8 og Ingimar Jónsson 2. NJARÐVÍKINGAR sigruðu Þór frá Akureyri, 86:80, f bikarkeppni KKÍ f Njarðvfk f gærkvöldi og leika þar með til úrslita við annað hvort Val eða ÍR f Laugardalshöllinni 10. aprfl. Staðan f hálfleik var 40:33 fyrir UMFN, sem hafði 26 stiga forskot eftir fýrrí leikinn á Akureyri. Leikurínn var daufur og fátt sem gladdi augað framanaf og það var ekki fyrr en f síðari hálfleik þegar Þórsurum tókst að jafna og komast yfir að smá spenna myndaðist. Þórsarar höfðu frumkvæðið fyrstu mínúturnar en Njarðvíkingar voru fljótir að snúa leiknum sér í hag og lengi vel leit út fyrir auð- veldan sigur þeirra. En öllum á óvart tókst Þórsurum að jafna og komast yfir um miðjan síðari hálf- leik. Það setti Njarvíkinga sem höfðu leikið heidur kæruleysislega úr jafnvægi um stund og það var Pálmar eftir leikinn. Hann stjórnaði leik liðsins frábærlega, spilaði sína menn stórkostlega upp eða sendi þeim knöttinn snilldarlega. Enn- fremur átti Ólafur Rafns góðan leik og Tryggvi Jóns og Reynir Kristjáns voru góðir, en lítið inná. KR-ingar hafa oftast leikið betur en að þessu sinni. Var óvenju mik- ið hik og ónákvæmni í sóknarleikn- um og hittni þeirra afar slök. í fyrri hálfleik var Ástþór Ingason bezti maður KR þótt hann léki ekki nema helming tímans. Dreif hann félaga sína áfram með góðum sendingum og skemmtilegum leik. í seinni hálfleik voru Guðni Guðna og Ólaf- ur Guðmunds hins vegar beztu menn liðsins og skoruðu þá skemmtilega grimmt. í Ijósi úrslitanna selja KR-ingar sig líklega dýrt gegn Valsmönnum annað kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þurfa þeir að vinna þann leik til að tryggja sér sæti, en tapi þeir og vinni Haukar ÍBK eru liðin jöfn að stigum en Haukar fara áfram þar sem þeir hafa unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna innbyrðis. -ágás. farið aö fara um þá fáu stuðnigs- menn UMFN sem komu á leikinn. En Njarvíkingar voru sterkari á endasprettinum og sluppu með skrekkinn. Hjá Njarðvík var Valur Ingi- mundarson bestur ásamt Isaki Tómassyni og Helga Rafnssyni. Bestur Þórsara var (var Webster, þótt úthaldið mætti vera betra. Guðmundur Björnsson og Holmar Ástvaldsson stóðu einnig vel fyrir sínu. Dómarar voru Jóhann Davíö Björnsson og Ómar Scheving. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 23, fsak Tómasson 16, Helgi Rafnsson 14, Krístinn Einarsson 11, Teitur Örlygsson 10, Hreiö- ar Hreiöarsson 10, Ámi Lárusson 2. Stig Þórs: ivar Webster 21, Guðmundur Björnsson 13, Hólmar Ástvaldsson 12, Konráð Óskarsson 9, Bjami Össurarson 8, Ólafur Adólfsson 7, Eiríkur Sigurðsson 5, Jóhann Sigurösson 4 og Björn Sveins- son 1. B.B. INIjarðvík í basli með Þór Hannes skaut Fram í kaf HANNES Leifsson skoraöl 12 mörk fyrir Stjömuna er þeir slgr- uðu Fram, 29:23, f 1. deild karla f Laugardalshöll f gærkvöldi. Staðan f hálfleik var 12:12. Leikurinn var frekar slakur lengst af. Janfnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik en á 10 mínútna kafla í seinni hálfleik gerðu Stjörnumenn úr um leikinn. Breyttu þá stöðunni úr 15:14 í 22:15. Eftirleikurinn var svo auð- veldur. Hannes Leifsson var besti leik- maður Stjörnunnar ásamt Sigmari Þresti í markinu og Skúla Gunn- steinssyni. Hjá Fram, sem lék án Egils Jóhannessonar sem er meiddur, var Óskar Friðbjörnsson, markvörður, sá eini sem vert er að nefna. F.E. Leikurinn í tölum Laugardalshöll 13. mars 1987. 1. deild karla. Fram—Stjaman 23:29 (12:12). 1:1, 5:5, 8:8. 10:8, 11:12, 12:12, 14:15, 15:22, 16:24, 20:26, 20:28, 23:29. MÖRK FRAM:Agnar Sigurðsson 6, Per Skaarup 5/2, Birgir Sigurösson 4, Hermann Bjömsson, Tryggvi Tryggvason og Júlíus Gunnarsson 2 mörk hver og Ólafur Vilhjálmsson og Ragnar Hermannsson eitt mark hvor. MÖRK STJÖRNUNNAR: Hannes Leifsson 12/3, Skúli Gunnsteinsson 6, Einar Einarsson 5, Gylfir Birgisson 3, Hafsteinn Bragason 2 og Sigurjón Guömundsson 1. *r_ Þór í 2. sætið ÞÓR frá Akureyrí átti ekki f erfiö- leikum með Skagamenn f 3. deild karía á (slandsmótlnu f hand- knattleik á Akureyrí f gær. Lokatölurnar urðu 29:19 eftir aö staðan í hálfleik hafði veríö 12:10 fyrir Þór. Skagamenn voru yfir fyrstu mínúturnar en Þórsarar tóku síðan öll völd á vellinum og sigurinn aldr- ei í hættu þegar líða tók á leikinn. MÖRK ÞÓRS: Gunnar Gunnarsson 7, Er- lendur Hermannsson 4, Ingólfur Samúels- son 4, Ólafur Hilmarsson 4, Hörður Sigurharöarson 3, Sigurður Pálsson 3, Jóhann Samúelsson 2, Sigurpáll Ámi Aðal- steinsson og Aðalbjörn Svanlaugsson eitt mark hvor. MÖRK ÍA: Engilbert Þórðarson 5, Pétur Björnsson 4, Pétur Ingólfsson 3, Hlynur Sigurbjörnsson 3, Láms Heiöarsson 3 og Sigþór Hreggviðsson eitt. Þessi lið mœtast aftur é Akureyri i kvöld kl. 19.00. og er þaö heimaleikur (A. Leik Gróttu og IBV varð aö fresta vegna sam- gönguerfiðleika. Staðan í 2. deild (R 15 12 2 1 389:295 26 Þór 14 9 2 3 323:281 20 UMFA 16 8 3 5 382:347 19 IBV 15 9 0 8 352:323 18 Reynlr S. 16 6 6 6 363:410 16 HK 15 7 0 8 372:330 14 Fylkir 16 6 t 8 308:331 13 Grótta 15 6 2 8 327:374 12 fBK 16 6 2 9 349:354 12 lA 16 1 1 13 300:409 3 Heimsbikarinn: Óvæntur sigur ÁÐUR óþekkt austurríks stúlka, Sigrid Wolf, sigraól öllum á óvart f bruni kvenna á helmsblkarmóti f Vail í Colardao f gær. Hún fór sextánda af stað og náði besta tímanum f brunbrautinni sem hulin var þoku og slóg þeim svissnesku við, en þær hafa svo til einokað brunið f vetur. Elisabet Kirchler frá Asturríki varð önnur, 22 hundruðustu úr sekúndu á eftir Wolf og bandaríska stúlkan, Pam Fletcher, varð þriðja. Maria Wailiser frá Sviss varð sjötta og náði ekki stigi þar sem hún átti fimm betri mót fyrir. Helsti keppinautur hennar um sigurinn ÍH vann TVEIR leikir fóru fram í 3. deild karía f gærkvöldi. Hvergerðingar sigruöu Ögra, 27:19 og ÍH vann ÍS, 27:18. samanlagt í bruninu, Michela Fing- ini, varð í níunda sæti og nældi sér í sjö stig og er nú sex stigum á undan Walliser fyrir síðustu brun- keppni heimsbikarsins sem fram fer á sama stað í dag. Víkingur sigraði VÍKINGUR sigraði ÍBV auðveld- lega, 32:21, f 1. deild kvanna f laugardalshöll f gœrkvöldi. Vfkingur haföi yfirburðastöðu f leikhlói, 21:9. Inga Lára Þórisdóttir skoraði 11 mörk fyrir Viking, Svava Baldurs- dóttir 7 og Valdís Birgisdóttir 4. Hjá (BV voru Ragna Birgisdóttir, Unnur Sigmarsdóttir og Anna Jó- hannsdóttir markahæstar með ^ fimm mörk. KR-sigur ÁRMENNINGAR héldu f viö KR- inga allt fram f miðjan seinni hálfleik, en þá sigu KR-ingar framúr og unnu örugglega, 25:17, f 1. deild karía í Lagardalshöll í gærkvöldi. Staðan f hálfleik var 11:11. Hans Guðmundsson lék að nýju með KR eftir meiðsli og var at- kvæðamestur. Konráð Olavson einnig vel fvrir sínu. Hjá Ármanni var Þráinn Ásmundsson og Björg- vin Barðdal bestir. Leikurinn í tölum Laugardalshöll 13. mars 1987. 1. delld karla f hand- knattleik. KR-Ármann 25:17 (11:11). 3:5, 5:7, 9:9, 11:11, 13:13, 16:13, 18:14, 21:15. 25:17. MÖRK KR: Hans Guömundsson 8, Konráð Olavson 6/2, Jóhannes Stef- ánsson 5/4, Sverrir Sverrisson 4, Ólafur Lárusson og Guðmundur Pálmason eitt mark hvor. MÖRK ÁRMANNS: Björgvin Barðdal 4, Haukur Haraldsson 3, Einar Naabye 3, Svarnur Kristinsson 3 þráinn Ás- | mundsson 3 og Bragi Sigurösson eitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.