Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 HaUdórN. Valdi- marsson — Minning Fæddur 1. júll 1954 Dáinn 3. mars 1987 Nú á þeim tímamótum, þegar til moldar er borinn frændi okkar og vinur, Halldór Níels Valdimarsson, Flötusíðu 6, Akureyri, vakna hjá okkur ýmsar spumingar um lífið og dauðann. Dóri, eins og við kölluðum hann alltaf, var aðeins á þrítugasta og þriðja aldursári þegar hann lést frá konu sinni og þremur ungum böm- um. Hvers vegna kveður dauðinn svo miskunnarlaust dyra hjá hinni ungu fjölskyldu, og hvers vegna kallar hinn hæsti höfuðsmiður ung- an mann í blóma lífsins svo skyndilega til sín? Eflaust hefur þetta allt sinn tilgang, og við sem svo djúpt söknum frænda okkar, huggum okkur við það, að þeir deyja ungir sem guðimir elska. Dóri bar nafn afa síns og frænda, en trygglyndi og virðing hans við frændur sína og fjölskyldu var á þann veg að seint gleymist. Við biðjum guð almáttugan að blessa Bryndísi og bömin, Helgu, Valda og systkini, og vottum ykkur öllum samúð okkar. F.h. frændsystkinanna á Ak- ureyri, Ó. Á. „Dáinn, horfínn!" - Harmafregn! Hvflíkt orð mig dynur yfiri En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) Það er okkur eftirlifendum óskilj- anlegt að hinn ljúfí drengur, Halldór Níels Valdimarsson sé ekki lengur hér á meðal vor, að við fáum ekki að heyra lengur létt fótatak hans þegar hann kemur hlaupandi, heils- ar glaðlega og uppörvandi, hann sem var ávallt allra hraustastur og kenndi sér einskis meins þar til fyrir rúmum þremur vikum. Það er sárt þegar vinir kveðja. Við skiljum ekki alltaf gerðir hans sem öllu stjómar. Halldór Níels Valdimarsson var fæddur á Akureyri þann 1. júlí 1954. Ólst hann upp á glaðværu heimili í systkinahópi þar sem sæmdarhjónin Helga Baldvinsdóttir og Valdimar Halldórsson vöktu yfir bömum sínum. Eftir skólagöngu hóf hann starf í eitt ár hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri við afgreiðslu í kjörbúð. Síðan kom hann til starfa hjá Bíla- leigu Akureyrar og hefur starfað þar síðastliðin 15 ár og var með fyrstu starfsmönnum. Hann var sá er hvað mestan þátt hefir átt í upp- byggingu þess fyrirtækis. Oft var vinnudagurinn langur í þá daga og á síðkvöldum þegar all- ir vora orðnir þreyttir, var Halldór sá sem hvatti alla áfram. Vanda- málin leysti hann á farsælan hátt, hann fann ávallt bestu leiðina. Hann var ákaflega vinsæll í starfí og þeir vora margir ferðalangamir og aðrir er leið áttu um Akureyri, sem þekktu Halldór og elskuðu hann. Hann var sérstaklega vel liðinn af samstarfsmönnum sínum og naut trausts og virðingar þeirra. Alltaf var hann í sama góða skapinu, drífandi hlutina áfram og einkenn- andi fyrir Halldór var, að hvert verkefni er honum var falið leysti hann á skjótan og auðveldan hátt. Aðdáunarvert var hvað hann var minnugur og glöggur á tölur, síma- númer mundi hann ávallt eftir að hafa einungis þurft að hringja einu sinni. Já, Halldór var einstakur ungur maður og margs er að minnast úr leik og starfi. Ógleymanlegar era allar þær skemmtilegu ferðir sem við félagamir fóram saman á vél- sleðum um hálendi íslands. Halldór var okkur miklu meira en starfs- maður og vinnufélagi, hann var okkar besti vinur og hans er nú sárt saknað. Hve skjótlega ber að skýjakast Og skyggjandi élið svarta! Þú nýskeð glaður með glöðum sazt, Ei greindist þá nema’ hið bjarta. En fá liðu dægur í dauða brast Þitt drenglynda og prúða hjarta. (St. Th.) Þann 30. desember 1976 gekk Halldór að eiga eftirlifandi eigin- konu sína, Bryndísi Magnúsdóttur frá Reykjavík, og eignuðust þau þijú böm, soninn Magnús fæddan 9. september 1976 og dætumar Guðrúnu Valdísi fædda 3. febrúar 1979 og Helgu Kristínu sem er fædd 14. ágúst 1980. Saman reistu þau Halldór og Bryndís sér fagurt heimili að Flötusíðu 6, á Akureyri. Veröldin virtist brosa við þessum glæsilegu ungu hjónum. En skjótt skipast veður í lofti. Bryndís mín, við sendum þér og bömum þínum okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum þér fyrir aila þá þolinmæði sem þú sýndir Halldóri þegar starfið kallaði á öllum tímum sólarhringsins. Einn- ig sendum við foreldram, systkin- um, tengdaforeldrum og öðram aðstandendum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Og góðvinum, meðan þeim endast ár, Þín ástúð fymast mun eigi, En fremst þinum kæru’ er sorgin sár Og saknaðar bitur tregi; Hve þung eru sporin þeim í dag A þínum síðasta vegi! Svo farðu nú vel — og foldar skaut Þig faðmi með vori þýðu, Þar leggur minning sitt laufaskraut Hjá liljunum sorgar blíðu; Þér heig veitist ró, en huggun þeim, sem hrifinn þú varst frá síðu. (St. Th.) Guð blessi ykkur öll. Vilhelm, Skúli, Birgir og Eyjólfur. Hann Halldór Níels Valdemars- son, frændi okkar, er látinn. Allir sem hann þekktu vita að hann hafði að geyma einstakan dreng í alla staði. Ifyrir tæpum mánuði var Halldór lagður inn á Landspítalann til rannsóknar, sem leiddi í ljós mein sem læknavísindin réðu ekki við. Halldór var aðeins 32 ára er hann lést og átti svo margt ógert, og er erfitt að trúa því að annar staðar hafi beðið hlutverk sem var mikilvægara. Halldór var 4. í röð- inni af 6 bömum Helgu Baldvins- dóttur og Valdemars Halldórssonar, Vallholti, Glerárhverfi. Systkini Halldórs era Ásgeir, Baldvin, Páll og Bjöm, allir búsettir á Akureyri, og Soffía, sem býr á Hvolsvelli. Halldór giftist árið 1976 Bryndísi Magnúsdóttur og eignuðust þau 3 böm. Elstur er Magnús sem er 10 ára, hann veiktist ungur sem leiddi til þess að hann er á eftir í þroska. Síðan fæðast Guðrún sem er 8 ára og Helga 6 ára. Bryndís og Halldór vora alltaf mjög samrýnd og sam- hent sem sást best í veikindum Magnúsar. Halldór var alltaf einstaklega starfsamur og fór ungur að vinna, hann vann nánast allan sinn starfs- aldur hjá Bílaleigu Akureyrar og virtist það starf henta honum vel. Elsku Bryndís, Magnús, Guðrún, Helga, foreldrar og systkini, við óskum þess að minningin um góðan dreng verði styrkur í sorginni. Þóra og Heiðrún frá Skógum Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. lirnar JARÐVEGSDUKUR Y/////////J GROFMOL BRIMVORN TYPAR® skrásett vörumerki Du Pont UNDIR GANGSTÉTTARHELLUR • TYPAR kemur í veg fyrir aö sandurinn blandist undirlaginu eöa fljóti burt. • TYPAR sparar jarðvegsvinnuna. í VEGAGERÐ • TYPAR dregur verulega úr kostnaöi viö vegi, „sem ekkert mega kosta“ t.d. aö sumarbústööum, sveitabýlum o.s.frv. • TYPAR kemur í veg fyrir aö yfirborðið sökkvi ofan í undirlagið. • TYPAR = minni jarðvegsvinna. í RÆSAGERÐ • TYPAR kemur í veg fyrir aö jarövegurinn renni inn í ræsiö og stífli þaö. • TYPAR hleypir vatni í gegnum sig. • TYPAR er varanleg lausn. í BRIMVÖRN • TYPAR kemur í veg fyrir aö sjórinn grafi undan stórgrýti í varnargörðum. • TYPAR kemur í veg fyrir aö stórgrýtiö sökkvi ofan í undirlagið. • TYPAR = trygging. örugg - ódýr (£>[?[fiŒ] - varanleg lausn Síöumúla 32 Sími: 38000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.