Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 61 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Mikilvægt að kunna að detta „VIÐ HÖFUM lœrt mjög mikiö í vetur en samt eigum við langt í land með að ná þeim bestu,“ sögðu þeir Valgeir Jens Guð- mundsson og Ólafur Ragnar Erlendsson, þegar þeir voru tekn- ir tali á glímuœfingu hjá KR. Valgeir sagðist hafa farið að æfa glímu vegna þess að svo heppilega vildi til að hann fékk og faer ókeypis far á æfingar. Einnig hefði það vegið þungt, að hann hefði haft áhuga á að læra að detta. „Það er mjög mikilvægt að detta rétt. Fingurgómarnir eiga að snúa að líkamanum þegar maður dettur því annars getur maður brotnað. Þó að maður kunni að detta getur verið sárt að detta á axlirnar," sagði hann. Fúsi vinur hans Ólafs sagði honum aftur á móti frá glímuæfingunum og Ólaf- ur fór með honum á sína fyrstu æfingu. Erfiðast fannst strákunum að læra handbrögðin en fljótastir sögðust þeir hafa verið að læra að beita sniðglímu. Þrátt fyrir aö köppunum hafi farið mikið fram sögðust þeir ekki vera farnir að leggja pabba sína að velli ennþá. „Það er ekki nóg pláss heima," sagði Valgeir og var sú skýring tekin góð og gild. Morgunblafiið/VIP Valgeir Jens og Ólafur Ragnar að lokinnl seinustu æfingu fyrir Lands- flokkaglímunna. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Nýtt glímubragð f uppsiglingu sem kalla mntti sköflungaspark. Arnar Steinn, Guðmundur, Jón og Guðni Páll. Morgunblaðið/VIP Verður að hafa krafta íkögglum „AKUREYRARFERÐIN leggst vel f okkur og við stefnum allir á að vinna verðlaunapening," sögðu Arnar Steinn Valdimarsson, Guð- mundur Þ. Sævarsson, Jón Halldórsson og Guðni Páll Niel- sen og var greinileg hugur f hetjunum. Flestir eru strákarnir í Melaskóla en þar er að þeirra sögn mikill glímuáhugi. Þeir hafa smitast af þeim áhuga og eru allir búnir að æfa af fullum krafti í vetur. Guð- mundur er þó ekki í Melaskóla og því var hann spurður hvernig hann hefði leiðst út í að fara að leggja menn glímutökum. „Ég ætlaði að horfa á glímumót að gamni mínu og fékk svo bara að glíma. Á mót- inu fékk ég verðlaunapening þannig að ég ákvað að fara bara að æfa. Þetta er önnur æfingin mín þannig að ég hef ekki mikla reynslu," svaraði hann. Uppáhaldsglímubragð allra strákanna nema Arnars er sniðglíma. Arnar setur hælkrók hægri á vinstri í efsta sæti. „Þegar maður er búinn að ná hælkrók er mjög erfitt fyrir andstæðinginn að losna," segir hann til skýringar. Að mati þeirra Amars, Guð- mundar, Jóns og Guöna er snerp- an aðalsmerki góðs glímumanns. „Það er hægt að vinna mann sem er tvisvar sinnum þyngri en maður sjálfur ef maður er bara nógu snöggur. En maður verður náttúr- lega Ifka að hafa krafta í kögglum," sögðu þeir að lokum. Landsflokkaglíman rosalega erfið ÞETTA er fyrsta keppnisárið okk- ar í sveinafiokki. Fyrir áramót kepptum við f hnokkaflokki. Landsflokkaglíman verður þvf rosalega erfið þvf við glfmum við marga mjög stóra stráka," sögðu KR-ingarnir Vigfús B. Albertsson, Ingimar Óskar Másson, Lúðvík Emil Arnarsson og Elfs Viiberg Árnason. leiðinlegt að horfa á menn sem kunna þetta ekki þó að þeim sé nú samt ekki vísað úr keppni fyrir að gera þetta vitlaust. Við fengjum nú áreiðanlega að heyra það ef við gerðum þetta vitlaust," svöruðu strákarnir þessari hugleiðingu blaðamanns. Það var því greinilegt að strák- arnir voru fullir af eldmóði fyrir sína fyrstu keppnisferð og ákveðnir í að standa sig vel. „Þegar maður er að glíma við svona stóra stráka er erfitt að ná á þá brögunum því þeir eru svo bognir. Glíman verður líka svo Ijót þegar menn eru misstórir. En þetta er líka mjög erfitt og þreyt- andi fyrir þann sem er stærri. Þar sem við erum allir á fyrsta ári í glímu gerum við okkur ekki vonir um verðlaunasæti. Samt hefur okkur farið mjög mikið fram í vet- ur,“ héldu þeir áfram. „Ég hef meira að segja fengið einn bikar og nokkur verðlaun," sagði Vigfús og var ekki laust við að bros gægð- ist fram hjá kappanum. „Ég fékk bikarinn fyrir sveitaglímu KR sem var 3 rnars," bætti hann við til nánari útskýringar. Þrátt fyrir að erfitt mót væri framundan sögðust strákarnir ekki hafa bætt við aukaæfingum. En skyldu þeir æfa sig heima. „Við æfum okkur nú mjög lítið heima. Það var helst í upphafi þegar við vorum að læra stígandann, inn- göngu og fánahyllingu. Það er Morgunblaðið/VIP • i skfnandi ffnum KR-göllum ætla þeir sór stóra hluti á Lands- flokkaglímunni þeir Vigfús, Ingimar, Lúðvfk og Elís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.