Morgunblaðið - 14.03.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 14.03.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐE), LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Framleiðsla frysti- húsanna gengur vel Loðnufrysting vegur upp á móti sam- drætti í bolfiskvinnslu FRAMLEIÐSLA fiystihúsa SH og SÍS hefur gengið vel að und- anfömu, þó ekki hafi verið fryst eins mikið af bolfiski og á sama tíma í fyrra. Verkfall sjómanna veldur þar mestu um, en loðnu- frysting hefur bætt mismuninn upp hvað magn varðar. Fiskinum er skipað jafnóðum út og er sala erlendis að færast nálægt eðli- legu horfi. Hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna höfðu samtals verið frystar um 13.000 lestir um síðustu mán- aðamót. Það er svipað magn og á sama tíma síðasta ár, en nú var fryst um 3.000 lestum meira af loðnu en þá. Fyrstu 10 vikur ársins voru sam- tals frystar 7.790 lestir hjá fiysti- húsum á vegum Sambandsins, sem er 2,4% minna en á sama tíma í fyrra, en rúmum 2.000 lestum meira en 1985. Af bolfiski var fryst þetta tímabil 6.291 lest, sem er 21% minna en á sama tíma í fyrra, en um 600 lestum meira en árið 1985. Loðnufiysting þetta tímabil nú nam 1.502 lestum. Ljóðatónleik- ar í Austur- bæjarbíói Ljóðatónleikar verða í Austur- bæjarbíói klukkan 14,30 í dag, laugardag. Þar flytja Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari Vetrarferðina eftir Franz Schubert við texta Wilhelms Mullers. Tónleikamir eru á vegum Tónlistarfélagsins. Morgunblaðið/Kr. Ben. Lögmenn kröfuhafa bera saman bækur sínar við hálfónýt tækin í verksmiðjuhúsi Stranda hf. á Reykjanesi. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gæn Yfir Skandinavíu er 1038 millibara hæð sem þokast austur. Á Grænlandssundi er 983 millibara djúp lægð sem þokast norðaustur. SPÁ: Fremur hæg breytileg átt um mest allt land. Léttskýjað suð- austanlands en dálítil él á víð og dreif í öörum landshlutum. Hiti nálægt frostmarki við sjóinn en 2 til 6 stiga frost inn til landsins. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Norðan- og norðvestanátt, víöast kaldi (5 vindstig). Él verða um norðanvert landið en bjart veður sunnantil. Vægt frost um allt land. TÁKN: •Q ► Heiðskírt Léttskýjað ■£S Hálfskýjað sk^ai Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: . Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V Él = Þoka = Þokumóða * / * * / * Slydda / * / * * * ■ * * * Snjókoma ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur ("^ Þrumuveður \ 'f \ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma httl veöur Akureyri 2 úrk.fgr. Reykjavfk 1 úrk.fgr. Bergen 2 lóttskýjað Helslnki 0 heiðskfrt Jan Mayen 0 snjóél Kaupmannah. 1 léttskýjað Narssarasuaq -12 léttskýjað Nuuk -10 alskýjað Osló 0 heiÖ8k(rt Stokkhólmur 1 léttskýjað Þórshöfn 7 rigning Algarve 18 þokumóða Amsterdam 2 mistur Aþena 6 hálfskýjað Barcelona 13 mlstur Berifn 1 heiðskfrt Chicago Glasgow 0 snjókoma vantar Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 3 mistur Hamborg 1 léttskýjað Las Palmas 23 alskýjað London 4 mistur LosAngeles 13 skýjað Lúxemborg 1 mistur Madrfd 11 alskýjað Malaga 16 alskýjað Mallorca 14 skýjað Miami 13 léttskýjað Montreal -8 þokumóða NewYork 0 snjókoma Parfs s þokumóða Róm 11 þokumóða Vfn -3 mistur Washlngton 2 alskýjað Winnlpeg —8 snjókoma Strandir hf. á Reykjanesi: Kröfuhafar tapa tugum milljóna kr. Eignir þrotabúsins slegnar Fisk- veiðasjóði á sex milljónir Grindavlk. JÓN Eysteínsson, sýslumaður Gullbringusýslu, sló Fiskveiðasjóði eignir þrotabús Stranda hf. á 6 miUjónir kr. í gær við annað og síðasta nauðungaruppboðið á eigninni. Kröfur í þrotabúið eru á bU- inu 40—50 milljónir kr., og tapast verulegur hluti þess fjár. Stærstu kröfuhafar í þrotabúið eru Fiskveiðasjóður, með samtals 15,2 milljónir kr. á 1. og 2. veð- rétti. Þá koma Búnaðarbanki íslands með 12,6 milljónir kr. og Byggðasjóður með um 10 milljónir. Til viðbótar eru margar minni kröf- ur. Nokkur tæki í verksmiðjuhúsinu voru dregin undan uppboðinu þar sem þau eru ekki talin eign þrota- búsins, en því mótmælti lögmaður Fiskveiðasjóðs við uppboðið. Tækin eru talin eign Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem seldi verk- smiðjunni þau með eignarréttarfyr- irvara, þar til þau yrðu greidd. Tækin voru hins vegar inni í eignar- matinu, sem lá til grundvallar lánveitingum Fiskveiðasjóðs. Ljóst er að öll tæki verksmiðjunn- ar eru þvf sem næst ónýt, þar sem framleiðslu var hætt fyrir 18 mán- uðum, án þess að fískúrgangurinn væri tæmdur úr þeim og þau hrein- suð. Samkvæmt ummælum eins lögfræðingsins við uppboðið en engu líkara en að starfsmennimir hafí skroppið út í kaffí en aldrei komið aftur. Lánadrottnamir munu ekki hafa gert sér grein fyrir þess- um viðskilnaði við veðsettar eign- imar fyrr en mörgum vikum seinna. Kr. Ben. I .1* Jón Eysteinsson sýslumaður slær Fiskveiðasjóði eignir Stranda hf. Fegnrðardrottning Suðurlands valin í kvöld Selfoui. Fegurðardrottning Suður- lands verður krýnd á stórdans- leik á Hótel Örk í kvöld. Sjö stúlkur keppa til úrslita og í lok- in mun Hólmfríður Karlsdóttir krýna þá sem verður hlutskörp- ust. Stúlkumar sem taka þátt í loka- keppninni voru valdar á sérstökum dansleik síðastliðið haust. Keppni þessa heldur Handknattleiksdeild Hveragerðis í samvinnu við Fegurð- arsamkeppni íslands og sigurvegar- inn mun taka þátt í keppninni um ungfrú ísland. Margvísleg skemmtiatriði verða á dansleiknum, þar á meðal tísku- og hárgreiðslu- sýning. Sig.Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.