Morgunblaðið - 12.05.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.05.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 3 P5 INNLENT Grófu tvo vél- sleða úr fönn mánuði síðar Ljósmynd/Kjartan Blöndal Miklum snjó hafði kyngt niður og sleðarnir voru á bólakafi. Greiðlega gekk þó að grafa þá úr fönninni og snjóbíllinn var síðan notaður til að draga þá upp. SJÖ menn úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík lögðu upp á sunnu- dag til að sækja tvo vélsleða að Fjallkirkju, austast í Langjökli. Sleðarnir urðu eftir þegar tíu hjálparsveitarmenn lentu í erfið- leikum þar fyrir mánuði. Eins og sagt var frá á sínum tíma lentu hjálparsveitarmennirnir í erfiðleikum þegar tveir vélsleðar fóru fram af hengju í nánd við skál- ann Kirkjuból í Fjallkirkju. Enginn slasaðist og voru sleðamir gang- færir. þeir voru þó skildir eftir og síðan hafa hjálparsveitarmennimir beðið færis að sækja þá. „Við lögð- um af stað frá Reykjavík um kl. 6 á sunnudagsmorgun og héldum inn á Lyngdalsheiði," sagði Kjartan Blöndal, einn leiðangursmanna. „Þar var sæmilegt veður og eftir fimm tíma ferð í viðbót á snjóbíl komum við að Fjallkirkju. Þar var stafalogn og heiðskírt, en það kom okkur mjög á óvart hve miklum snjó hafði kyngt þar niður þennan mánuð sem liðinn var. Við hófum þegar leit að sleðunum og tókst að finna þá með aðstoð svokallaðs snjóflóðasendis. Slíkt tæki var á sleðunum og það gaf enn frá sér hljóðmerki mánuði síðar, svo við gátum miðað það út með okkar tækjum. Það sparaði okkur mikla vinnu að geta gengið beint að þeim stað sem sleðana var að finna.“ Eftir að sleðamir voru fundnir tók við mikill mokstur, því þeir vom undir tveggja til þriggja metra snjó- lagi. Moksturinn sóttist hins vegar vel og greiðlega gekk að draga sleð- ana upp. „Við lögðum af stað til byggða um kl. 18 og náðum niður á Lyngdalsheiði um miðnættið," sagði Kjartan. „Við vorum komnir til Reykjavíkur með sleðana um klukkan hálf tvö aðfaranótt mánu- dagsins." Morgunblaðið/Ámi Sæber? Sjö félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík héldu á fjöll á sunnudag til að freista þess að sækja tvo vélsleða, sem þeir urðu að skitfa eftir við Fjallkirkju fyrir mánuði síðan. Hér sjást sjömenningamir við snjóbílinn sem þeir notuðu til fararinnar. FRANSKAR VÖRUR Austurslræti ^2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.