Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 49 Að afstöðnum al- þingískosningum eftirÁrna Helgason Alþingiskosningamar eru af- staönar. Þetta eru erfiðustu kosn- ingar sem ég man eftir. Landsfundi er lokið. Ein hallelúja samkoma að baki. Ég leyfði mér að spytja for- manninn nokkurra spuminga. Auðvitað svarað út í hött. Hvað varðar almennan flokksmann um hvemig hagur þjóðar og almenn- ings er á hvetjum tíma? Hvemig gat ég leyft mér að ávarpa fund- inn, koma með hjáróma rödd? Hvemig voga mér að kyngja ekki eins og aðrir sem svo telja sér trú um að þeir geri þjóðinni gagn með því að fylgja öllu blindandi? Átti ég því skilið önnur svör? Þetta stangast á við vísikorta- fijálshyggjugróðasjónarmiðin sem em í sókn. Eins og sáð er kemur uppskeran. Auðvitað tók ég þátt í að gera kosningu forystunnar sem mesta. Ég var einn þeirra sem stuðlaði að ' „rússneskri kosningu“. Hélt ánægð- ur heim í kosningabaráttuna fullviss stórra sigra. Við höfðum hafið und- irbúning. En þá eins og í sálminum segir: „Þá dundu yfir stormar og hretviðrin hörð — og haglél og eld- ingar geisuðu um jörð.“ Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Jú einn af ráðherrum landsins hafði fyrir mörgum mánuðum drýgt að manni skyldist ógurlegan glæp. Blaðran sprakk þegar hann var í útlöndum í erindum lands og þjóð- ar. Heiðarleg blaðamennska Helgarpóstsins var áttavitinn. Það mátti engin bið verða. Flokksforyst- an full réttlætis og vandlætingar lét tafarlaust til skarar skríða. Þing- menn stöðvaðir, allt stórskotalið flokksins í viðbragðsstöðu. Og pressan fékk sitt. Fjölmiðlar tútn- uðu út. Og svo við heimkomu ráðherra var ekki boðanna beðið og menn bjuggust við hálfum heimsendi á hverri stundu. Fram- haldið þekkja menn svo. Hvað hafði eiginlega skeð? Jú, það sem kom út til landsmanna var að ráðherra hefði orðið það á, að fyrirtæki hans hefði fengið athugasemd frá skatt- yfirvöldum þess efnis að inn í skattframtal þess vantaði fjárupp- hæð og spurst fyrir um hvort rétt væri. Fylgdi fréttinni að ráðherra hefði viðurkennt mistökin, því hann bar ábyrgð á fyrirtækinu, og bætt fyrir svo sem venja er. Var nú nema von að heiðarleg flokksforysta yrði skelfd? Hvílíkt og annað eins. Þetta varð að taka tafarlaust til bæna. Engin miskunn hjá Magnúsi. For- maðurinn eldvígður í þeim samtök- um sem miða allt sitt við að halda kaupi hins vinnandi manns í skefj- um, vissi að hér var mikið í húfi. Afbrotamaður, sem um langan tíma hafði stundað þá iðju að greiða götu þess minnimáttar í þjóðfélag- inu, hafði auk þess aflað flokknum mikils liðsauka, og beitt sér fyrir byggingu stofnana flokksins, hann átti ekki lengur heima í trúnaði flokksins sem Jón Þorláksson og góðir menn stofnuðu og duglegir og framsýnir menn stýrðu. Þetta gat ekki gengið. Ráðherra varð að víkja úr embætti. Betur séð seint en aldrei. Þingflokkur kallaður saman. Ráðherra sá engan veg annan en afhenda lyklana. Og auð- vitað samþykkti þingflokkurinn þetta. Vissi að það er ekki gaman að hafa vinsælan mann á hælunum á sér þegar um metorð er barist. Og svo var samþykkt að ráðherra hefði sagt sjálfviljugur af sér og þetta áttu flokksmenn að innbyrða. Samþykkt að flokkurinn gæti ekki sóma síns vegna haft svona brotleg- an mann meðal hinna útvöldu. Hann gæti að vísu haft forystu á lista flokksins í Reykjavík meðan kosn- ingar færu fram því það skerti ekki svo réttlætiskenndina. En eitt fór ekki á milli mála að ráðherra gæti hann ekki orðið aftur, í það minnsta Arni Helgason ekki í fylgd flokkseigenda. Og amen eftir efninu. Svo fór eins og fór. Borgara- flokkurinn af stað. Valhallarliðið skilur ekkert í heimsku fólksins að verðlauna þennan misindismann og flokk með yfir 16 þúsund atkvæðum og 7 þingsætum. Hvílík regin skömm? Af kosningum loknum kemur þingflokkur okkar saman og samþykkir að forystan hafi gert rétt á öllum sviðum og hún sé allt- af á réttri leið. Skrif stuðnings- manna hafi í blöðunum verið í takt við guðsótta og góða siði. Svöna einfalt er þetta. Mér hefir oft verið láð það að geta ekki í mínum flokki þagað yfir því sem mér finnst miður fara. Láð að hafa skoðun og þora að fylgja henni fram, láð að taka ekki öllu með þegjandi þögninni, standa fast á fylgd t.d. þegar ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen starfaði. Þetta er talin synd af þeim sem gretta sig framan í sólarljósið. Meðan við áttum foringja kom þetta ekki svo mikið til vandræða, en hrokinn kom síðar og erfiðleikar í sambúð margra sjónarmiða sem hnefinn átti að lækna. í þessu andrúmslofti eigum við að heyja baráttuna. Er nema von að þungt sé undir fæti. Það er rétt að geta þess að þeg- ar Borgaraflokkurinn bauð fram um allt land á nokkrum klukku- stundum var mér boðið baráttusæti hér í Vesturlandskjördæmi. Ég var fljótur til svars, sagði að við sjálf- stæðismenn hefðum hér dugandi og góða frambjóðendur og þeim hefði ég lofað fylgd. Þá var sagt: Við skiljum þín loforð og drengskap og metum þau. Síðan ekki á þetta minnst. Ég veitti því mínum gamla flokki brautargengi á erfiðum bar- áttutíma, og lagði til mitt lið. Já, ég studdi, treysti og lagði lið. En þakklætið er ekki alltaf á réttri vog. Enda það sem minnstu máli skiptir. En maður er reynslunni ríkari. En kosningamar eru af- staðnar. Ég teldi nú eðlilegt eftir það sem á undan er gengið að flokksforystan færi í endurhæfingu. Væri ekki úr vegi að hún gengi í kirkju og tæki þar undir með prestunum og söfn- uði. Væri alveg tilvalið að syngja hinn fagra sálm Péturs Þórarins- sonan I bljúgri bæn og þökk til þín. Miðversið mætti svo syngja með meiri áherslu: % reika oft á rangri leið. sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Höfundur er fyrrverandi póst- og símstöðvarstjóri í Stykkishólmi. FIAT UNO stendur óumdeilanlega tramar öðrum bílum í sama stærðarflokki - sannur braut- ryðjandi sem sýnir að nútíma hönnun eru lítil tak- mörk sett. Hann er lítill að utan, en stór að innan og býður upp á rými og þægindi sem nútímafólk kann að meta. Þegar tekið er tillit til útlits, aksturseiginleika, þæginda, hagkvæmni, öryggis, notagildis og síðast en ekki síst hversu mikið fæst fyrir peningana, kemur í Ijós að FIAT UNO er einfaldlega einstakur. FIAT UNO 60S : 339.000 kr. FIAT UNO TURBO : 523.000 kr. FIAT UNO 45 :283.000 kr. FIATUN0 45S : 312.000 kr. F // A T FIAT UMBOÐIÐ SKEIFUNNI 8 108 REYKJAVÍK S: 91-68 88 50 Askriftarsíminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.