Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 1
96 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
117. tbl. 75. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Mörg þúsund Rúmenar voru kvaddir til að veifa fánum og fagna Mikhail Gorbachev Sovétleiðtoga og
Nicolae Ceausescu forseta Rúmeniu þegar þeir óku í opnum bíl frá flugvellinum inn i miðborg Búkarest
í gær.
Afvopnunarmál:
Samkomulag eykur
nauðsyn j afnvægis
Rætt um hef ðbundinn vígbúnað í Brussel
Brussel, Reuter.
Víirnarmálaráðherrar aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins
sögðu í gær að fækkun kjarnorku-
vopna hefði í för með sér að
mikilvægara yrði að koma á jafn-
vægi milli NATO og Varsjár-
bandalagsins í hefðbundnum
vígbúnaði.
Ráðherrar tólf Atlantshafsbanda-
lagsríkja héldu í gær undirbúnings-
viðræður undir fund varnaáætlana-
nefndar, sem hefst í dag. Islendingar
senda fulltrúa á þennan fund.
Caspar Weinberger, vamarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær
að NATO myndi ráða yfir öflugum
kjamorkuvömum um borð í
sprengjuflugvélum, kafbátum' og
skipum og væri því fráleitt að tala
um kjamorkuvopnalausa Evrópu,
þótt samkomulag tækist um að fjar-
lægja meðaldrægar flaugar.
Að Vestur-Þjóðveijum frátöldum
eru aðildarríki NATO því fylgjandi
að samþykkt verði bann við skamm-
drægum flaugum til að semja megi
um meðaldrægar flaugar.
Pundur varnaáætlananefndar sigl-
ir í kjölfar fundar kjarnorkuáætlana-
nefndar með varnarmálaráðherrum
NATO í Stavanger.
V estur-Þýskaland:
Vilja semja
við mann-
Gorbachev í ræðu í Búkarest:
Aukin samskipti geta
bætt tengsl þjóðanna
Búkarest, Rúmeníu, Reuter.
MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi
Sovétríkjanna, kom í gær til
Rúmeníu og hóf viðræður við
Nikolae Ceaucescu forseta.
Sagði Gorbachev i ræðu í kvöld-
verðarboði að Rúmenar hefðu
ekki verið nógu leiðitamir Sov-
étríkjunum og bætti við að aukin
tengsl gætu bætt samskipti
ríkjanna. Rúmenar hafa farið
sínar eigin leiðir og hefur það
komið greinilega í ljós síðan
Gorbachev hóf endurbótaher-
ferð sína. Hennar hefur lítið
gætt i Búkarest.
Ceausescu sagði í ræðu sinni að
vissir þættir efnahagslífsins þyrftu
endurbóta við. Hann sagði að Rúm-
enar fylgdust af áhuga með
endurbótastefnu Gorbachevs og
óskaði honum velfarnaðar.
Átta vestrænum blaðamönnum,
sem fylgjast ætluðu með heimsókn
Gorbachevs, var vísað úr landi í
gær. Fréttaritarar í Búkarest sögðu
að þetta hefði verið gert vegna
frétta og greina, sem blaðamennirn-
ir átta hefðu skrifað um Rúmeníu.
Gorbachev ræddi við Ceausescu,
sem hefur verið við völd í Rúmeníu
síðan 1965 og hefur oft og tíðum
vakið úlfaþyt í Moskvu með því að
fara eigin leiðir í utanríkismálum.
Gorbachev reynir nú að koma á
opnari fjölmiðlun og breytingum í
efnahagsmálum í Sovétríkjunum,
en Ceausescu hefur lagt áherslu á
algert vald kommúnistaflokksins
yfir menningarmálum og fjölmiðl-
um og miðstýring í efnahagsmálum
er hvergi jafn mikil í Austur-Evr-
ópu.
Ekki var mikið fjallað um heim-
sókn Gorbachevs áður en hann kom
til Rúmeníu. Á forsíðu málgagns
stjómarinnar, Romania Libera, var
yfirlit yfir lífshlaup Gorbachevs, en
á baksíðu var greint frá útgáfu
verka Ceausescus á grísku í löngu
máli.
Rúmenska sjónvarpið sagði að
Gorbachev og Ceausescu hefðu
heitið að bæta samskipti ríkjanna.
Sagði að gagnkvæmur skilningur
hefði ríkt milli leiðtoganna. Stjórn-
arerindrekar í Búkarest lásu úr
fréttinni að þeir hefðu ekki verið
sammála um öll atriði, en þeim
hefði tekist að forðast alvarlegan
ágreining.
Rúmenar eru skuldum hlaðnir og
hefur Ceausescu fyrirskipað miklar
aðhaldsaðgerðir. Lítið er flutt inn í
landið og ríkir þar oft skortur á
nauðsynjavörum.
Gorbachev heldur á morgun til
Austur-Berlínar til að sitja fundi
V arsj árbandalagsins.
HANS-Jiirgen Wischnewski, sér-
legnr sendimaður vestur-þýsku
ríkisstjórnarinnar, hefur komið
tilboði yfirvalda á framfæri við
mannræningja í Líbanon, sem
halda tveimur Vestur-Þjóðveijum
í gislingu.
Að sögn ónefndra stjómarerind-
reka í Bonn hafa yfirvöld í Vestur-
Þýskalandi boðist til að hafna kröfu
Bandaríkjastjómar um að hryðju-
verkamaðurinn Mohamed Ali
Hamadei verði framseldur þangað.
Heimildarmenn í röðum mannræn-
ingja sögðu að gert væri ráð fyrir
að dæmt yrði í máli Hamadeis og
bróður hans í Vestur-Þýskalandi og
myndu þeir fá að fara úr landi eftir
að hafa afplánað stutta dóma.
I staðinn krefst vestur-þýska ríkis-
stjómin þess að Þjóðveijunum
tveimur verði sleppt.
Kosningar á
Grænlandi
Kaupmannahöfn, frá Niels Jorgen Bruiun,
GRÆNLENDINGAR ganga í
dag að kjörborðinu og verður
nú kosið fjórða sinni til lands-
þingsins frá því að Grænlend-
ingar fengu heimastjórn árið
1979. 37 þúsund manns eru á
kjörskrá og hafa gögn verið
flutt á kjörstaði á hundasleðum
og í þyrlum.
Tveir flokkar störfuðu saman í
heimastjórn Grænlands, Siumut
og Inuit Ataqatgitiis. í mars slitn-
aði upp úr stjómarsamstarfinu
vegna deilna um breytingar á rat-
siárstöð Bandaríkjamanna í
Thule.
Sovétmenn halda fram að
breytingar, sem verið er að gera
á stöðinni, bijóti í bága við gagn-
fréttaritara Morgunblaðsins.
eldfiauga-sáttmálann frá 1972.
Jonathan Motzfeld, formaður
Siumut, sem leiddi heimastjóm-
ina, sagði að Bandaríkjamenn
hefðu fullvissað sig um að breyt-
ingarnar væru í samræmi við
alþjóðlegar samþykktir og Sovét-
mönnum stafaði því ekki hætta
af Grænlendingum.
Aqaluk Lynge, leiðtogi Inuit,
var ekki ánægður með skýringar
Motzfelds og vildi að skipuð yrði
nefnd til að fylgjast grannt með
framkvæmdum í ratsjárstöðinni.
Ósk Lynges var hafnað og hætti
hann stuðningi við stjórnina.
Sjá „Einkarekstur fyrirtækja
eitt helsta kosningamálið“ á
síðu 38.
Andstæðingar úr kosningabaráttunni á Grænlandi: Jonathan
Motzfeld, formaður jafnaðarmannaflokksins Siumut, og Otto
Steenholt, formaður vinstri flokksins Atassut.