Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 3 Skagafjörður: Bóndi skýtur með haglabyssu á brúkunarhross nágranna síns Hrossið aflífað samkvæmt úrskurði dýralæknis Hofsósi. SÁ fáheyrði atburður átti sér stað fyrir helgina að bóndi í Skaga- firði fékk upphringingu frá nágranna sínum og var tilkynnt að hann ætti særða meri á vegin- um á milli bæjanna. Nágranninn sagði að merin væri særð eftir sig og að hann hefði skotið á hana með haglabyssu. Bóndinn fór þegar að huga að merinni og fann neðan túns við nágrannabæ- inn. Hengdi merin haus og var mjög dauf. Við skoðun kom í Ijós að sár var á miðjun hálsi upp undir makka, um 8 sm í þvermál. Að sögn eiganda merarinnar er ljóst að skotið hefur verið af stuttu færi, því höglin voru aðeins á fyrr- greindu takmarkaða svæði. A móti skotsárinu mátti finna fyrir höglum undir húðinni, en ekkert hafði farið alla leið í gegn um háls merarinnar. Dýralæknir úrskurðaði að hrossinu yrði að lóga, en það hafði verið reið- hross sonar bóndans í nokkur ár, frá því drengurinn var fjögurra ára að aldri. Að sögn Björns Mikaelssonar yfirlögregluþjóns á Sauárkróki hefur þessi atburður verið tilkynntur til lögreglunnar, en að svo stöddu vildi hann ekki láta hafa neitt frekar eft- ir sér um málið. Ofeigur Kannaður markaður fyrir lambakjöt í Bandarflgunum MARKAÐSNEFND Iandbúnaðar- ins hefur ráðið bandarískt fyrir- tæki til að gera könnun á markaðsaðstæðum fyrir íslenskt lambakjöt i Bandarikjunum og mögulegum aðferðum við mark- aðssetningu. Fyrstu upplýsingar eru farnar að koma að vestan, en könnuninni á að Ijúka í fyrir byijun september. Þá verða tekn- ar ákvarðanir um framhaldið. Markaðsnefndin hefur tekið upp samvinnu við Útflutningsráð íslands um athugun á útflutningmálum. Er þessi frumathugun á Bandaríkja- markaði þáttur í því verki. Fulltrúi frá Landssamtökum sauðfjárbænda er markaðsnefnd nú til ráðuneytis þegar fjallað er um lambakjötsút- flutning. □ í B !i ■yy ý - : r^'r' ý. • Jy Jy \Ji .1 jy .. >: -^1 Samkvæmt tillögu arkitektanna Guðrúnar Jónsdóttur og Knúts Jeppesen, verður byggt yfir brun- inn við Bjarnaborg um leið og hann verður lagfærður. Borgarráð: Byggt yfir brunninn við Bjarnaborg Borgarráð hefur samþykkt tillögu Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar borgarverkfræðings um að gert verði við brunninn við Bjarnarborg og byggt yfir hann. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 1,5 milljón króna og er verkið þegar hafið. Brunn- inn byggði Bjarni Jónsson skömmu eftir að húsið var byggt árið 1902 og sagði Ragnheiður Þórarins- dóttir borgarminjavörður að það hafi verið gert vegna þess að of langt þótti í Móakotslind sem var aðal vatnsbólið í hverfinu. „Þetta er eini opni brunnurinn í miðbænum sem er aðgengilegur,“ sagði Ragnheiður. Brunnurinn er meðal annars merkilegur fyrir þær sakir að þegar taugaveikifaraldur kom upp í Skuggahverfi árið 1906 gátu læknar rakið hvaðan sýkingin barst því íbúarnir 100 í Bjarnaborg, sem notuðu brunn- inn sýktust ekki. Hann var notaður í nokkur ár eða þar til vatnsveitan tók við um 1910. ELDHUSUNDRIB FRAAEG Margra tœkja maki á makalausu verði! KM 21 fráAEG er sannkallað eldhúsundur enda er fjölhœfnin undraverð. Bara að nefna það, KM 21 gerir það: Hrœrir, þeytir, hnoðar, rífur, hakkar, blandar, hristir, brytjar, sker... Eldhúsundrið frá AEG er margra tækja maki en á makalausu verði, aðeins kr. 6.903.- Vestur-þýsk gæoi a pessu verói, - engin spurning! AEG ALVEG EINSTOK GÆDI A E G heimilistœki því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.