Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1987
Johnny Logan
krýnir fegurðar-
drottningu Islands
ÍRSKI söngvarinn Johnny Log-
an, sem sigraði i Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva ný-
verið, verður heiðursgestur á
úrslitakvöldinu um titilinn Feg-
urðardrottning íslands 1987, sem
haldið verður í veitingahúsinu
Broadway 8. júní næstkomandi.
Gert er ráð fyrir að heiðurs-
gesturinn muni krýna fegurðar-
drottninguna að fenginni
niðurstöðu dómnefndar um mið-
nætti þetta kvöld.
Johnny Logan nýtur nú mikilla
vinsælda í Evrópu eftir sigurinn í
söngvakeppninni og hefur sigurlag
hans verið í efstu sætum vinsælda-
lista víðast hvar í Evrópu síðan.
Hann vinnur nú að gerð breiðplötu
í Englandi, þar sem stjarna hans
hefur risið að undanförnu og jafn-
framt hefur hann verið eftirsóttur
til tónleikahalds nú síðustu vikur.
Var það einkum fyrir persónulegan
kunningsskap hans og Björgvins
Halldórssonar, fulltrúa í Broadway,
sem tókst að fá hann hingað til
lands með svo skömmum fyrirvara.
Logan kemur ekki með sjö manna
hljómsveit sína að þessu sinni, en
að sögn Björgvins Halldórssonar
hafa viðræður verið í gangi um að
Johnny Logan og hljómsveit hans
komi hingað til lands síðar í júní
og haldi þá tónleika á Broadway.
Fegurðardrottningar íslands og
Reykjavíkur verða krýndar við há-
tíðlega athöfn á áðumefndu
Galakvöldi í Broadway og auk
Johnny Logan verður tískufrömuð-
írski söngvarinn Johnny Logan
verður heiðursgestur á úrslita-
kvöldinu í Broadway þar sem
Fegurðardrottning íslands 1987
verður krýnd.
urinn Gunnar Larsen sérstakur
gestur við athöfnina og mun þar
stjóma tískusýningu, sem verður
sett sérstaklega á svið af þessu til-
efni.
VEÐURHORFUR í DAG, 26.05.87:
YFIRLIT á hádegi í gaer: Fyrir austan land er 1033 millibara hæð.
Við suðausturströnd Grænlands ersmálægð sem þokast norður.
SPÁ: Hæg breytileg eða austlæg átt. Víða léttskýjað inn til lands-
ins en sums staðar þokuloft við ströndina, einkum norðantil. Hiti
á bilinu 12 til 18 stig nema í þokunni, þar veröur mun svalara.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Hægviöri, víðast bjart veður
og hiti á bilinu 10 til 16 stig. Sums staðar verður þó þoka við
ströndina og mun svalara.
) gráður á Celsíus
Skúrir
Él
Þoka
Þokumóða
Súld
Mistur
Skafrenningur
Þrumuveður
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
*' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vlndstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 >
10
V
y
•> 5
5
oo
K
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri hiti 11 veóur þokaígr.
Reykjavík 17 léttskýjað
Bergen 15 léttskýjað
Helsinki 11 skýjað
Jan Mayen 1 þokaígr.
Kaupmannah. 10 lóttskýjað
Narssarssuaq 2 skýjað
Nuuk -1 snjókoma
Osló 21 heiðskírt
Stokkhólmur 17 heiðskirt
Þórshöfn 8 skýjað
Algarve 21 skýjað
Amsterdam 20 hálfskýjað
Aþena 22 léttskýjað
Barcelona 20 mistur
Berlín 15 léttskýjað
Chicago 14 þokumóða
Feneyjar 22 heiðskírt
Frankfurt 20 léttskýjað
Hamborg 14 helðsklrt
Las Palmas 23 skýjað
London 13 mistur
LosAngeles 13 léttskýjað
Lúxemborg 19 léttskýjað
Madríd 25 skýjað
Malaga 20 mistur
Mallorca 23 skýjað
Miami 25 léttskýjað
Montreal 13 skýjað
NewYork 11 alskýjað
París 22 hálfskýjað
Róm 21 léttskýjað
Vín 19 skýjað
Washíngton 18 þokumóða
Wlnnipeg 12 skýjað
Stórkaupmenn
óska eftir auka-
fundi í verðlagsráði
Vilja hreinsa sig af ásökunum um
töku umboðslauna erlendis
FÉLAG íslenskra stórkaup-
manna hefur óskað eftir að
lialdinn verði aukafundur í verð-
lagsráði til að ræða niðurstöður
könnunar Verðlagsstofnunar á
verðmyndun á nokkrum vöru-
flokkum í Reykjavík og Bergen.
Félagið telur að í könnuninni sé
veist að innflytjendum með yfir-
lýsingum um töku umboðslauna
sem hafi áhrif til óeðlilegrar
hækkunar vöruverðs.
í bréfí FÍS til formanns verð-
lagsráðs segir að félagið hafi haft
samband við alla helstu innflytjend-
ur rafmagnsheimilistækja og hafí
þeir allir lýst því yfir að þeir taki
ekki umboðslaun erlendis. Af orða-
lagi fréttatilkynningar Verðlags-
stofnunar megi hinsvegar álykta
að hér sé um að ræða reglu en
ekki undantekningu. „Hér er því
um grófa aðdróttun að ræða, og
hefur henni verið hampað í fjölmiðl-
um,“ segir í bréfinu. Farið er fram
á að málið verið rætt á aukafundi
verðlagsráðs, þar sem fulltrúum
félagsins verði gefinn kostur á að
mæta, og þess krafist af verðlags-
stjóra að hann leggi fram gögn
máli sínu til stuðnings.
„Okkur þykir leitt að þetta atriði
skuli verða til að draga athygli frá
aðalatriði málsins, sem er innkaups-
verð erlendrar vöru,“ sagði Árni
Reynisson framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenskra stórkaupmanna. „En
það má ekki dragast deginum leng-
ur að hreinsa menn af þeim áburði
um óskynsamlega viðskiptahætti
sem hér hefur átt sér stað. Við
bíðum nú eftir nánari upplýsingum
frá Verðlagsstofnun um könnunina
sjálfa, svo að við getum dregið af
henni lærdóm og metið hvort hún
hefur meira gildi en að vekja at-
hygli á þýðingarmiklum þætti
verðlagsmála,“ sagði Árni.
Húsnæðisstofnun ríkisins:
Ekkert athugavert
við lánafyrir-
greiðslu Fjár-
festingarfélagsins
HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins
telur ekki ástæðu til aðgerða
vegna lánafyrirgreiðslu Fjár-
festingarfélagsins enda sé hér
um að ræða svipaða lánafyrir-
greiðslu og bankar og sparisjóðir
hafa veitt út á lánsloforð Hús-
næðisstofnunar. Sigurður E.
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins, sagði í samtali við
Morgunblaðið i gær, að hann
hefði rætt við Pétur Kristinsson,
forstöðumann verðbréfamarkað-
ar Fjárfestingarfélagsins, og að
loknum þeim viðræðum teldi
hann ekki ástæðu til frekari af-
skipta af málinu enda ekkert
athugavert við lánafyrirgreiðslu
af þessu tagi.
„Það er mikill misskilningur ef
menn halda að lánsloforð Hús-
næðisstofnunar gangi kaupum og
sölum fyrir milligöngu okkar,"
sagði Pétur Kristinsson í samtali
við Morgunblaðið í gær. „Það sem
um er að ræða er að við veitum lán
með sölu skuldabréfa út á væntan-
leg húsnæðislán. Þetta er nákvæm-
lega það sama og bankar gera nema
að við treystum okkur til að veita
lán út á alla upphæðina,“ sagði
Pétur.
Aðspurður um vaxtakostnað og
afföll vegna þessara viðskipta sagði
Pétur að meta þyrfti hvert tilfelli
fyrir sig, en sem dæmi mætti nefna,
að ef um væri að ræða lán þar sem
fyrri hluti væri greiddur eftir hálft
ár og seinni hluti eftir eitt ár væru
afföllin um 10%. „Við verðum að
reikna með 14 til 16% raunvöxtum
í vaxtakostnað. í bönkum geta
menn hugsanlega fengið lán með 7
til 8% vöxtum þannig að við erum
að tala þarna um 6 til 8% hærri
raunvexti en hjá bönkunum, en á
móti kemur að bankar eru tregir
til að lána svo háa upphæð, sem
nemur húsnæðislánunum, sem við
hins vegar bjóðum og í því liggur
munurinn,“ sagði Pétur.
Utvegsbankinn í Vestmannaeyjum:
Staða útíbús-
sljóra auglýst
ÚTIBÚSSSTJÓRI Útvegsbank-
ans I Vestmannaeyjum, Vilhjálm-
ur Bjarnason, mun ekki halda
áfram þvi starfi nú eftir að hluta-
félag hefur tekið við rekstri
bankans. Ollum útibússtjórum
bankans var boðin endurráðning
við rekstrarbreytinguna og þáðu
þeir allir nema Vilhjálmur það
boð.
Staða útibússtjóra Útvegsbank-
ans í Vestmannaeyjum verður
auglýst laus til umsóknar en fram
að þeim tíma mun Jóhannes Tómas-
son gegna störfum útibússtjóra.
Vilhjálmur mun þó starfa þar áfram
einhvem tíma.