Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 7

Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 7 Lögreglumenn semja um 26% launahækkun Samningnum fylgir bókun, sem takmarkar vopnaburð lögreglumanna LANDSSAMBAND lögreglu- manna undirritaði á föstudag kjarasamning, sem felur í sér um 26% hækkun launa á tveim- ur árum. Samningurinn er afturvirkur frá 1. febrúar í ár og gildir til áramóta 1988/89. „Eg sé hvorki ástæðu til þess að hlæja né gráta yfir þessum samningi. Hann er ekki slæm- ur og ekki góður heldur, en þetta er það sem við töldum að hægt væri að ná að þessu sinni,“ sagði Einar Bjarnason, formaður Landssambands lög- reglumanna, i samtali við Morgunblaðið. Einar sagði að um 14% hækk- un kæmi strax á laun í upphafi samningstímans og síðan væri um sömu áfangahækkanir að ræða og hjá öðrum félögum opin- berra starfsmanna, þar með talin launaflokkshækkun, sem kæmi á tímabilinu frá 1. apríl í ár til næstu áramóta. Frá 1. febrúar verða laun byijanda í lögreglunni 30.600 krónur á mánuði og laun lögreglumanns, sem hefur gengið í gegnum lögregluskólann og er með ársstarfsreynslu, um 37 þús- und. Samsvarandi laun 1. júní eru tæp 32 þúsund fyrir nýliða og tæp 39 þúsund fyrir þann sem hefur gengið í gegnum lögreglu- skólann. Þá var einnig gengið frá eldri bókun, sem fylgir samningnum og fjallar um skyldu lögreglu- manna til vopnaburðar. Einar sagði að lögreglumenn hefðu lagt áherslu á að takmarka þá skyldu til hins ítrasta. Það hefði fengist fram með samkomulagi allra að- ila. „Við teljum að við njótum meiri takmarkana í þessum efn- um en nokkuð annað lögreglulið í heiminum og að með þessu hafi vopnaburður lögreglumanna ver- ið takmarkaður eins mikið og mögulegt er,“ sagði Einar. [zzzzzmxrzzx SKOTMARKIÐ (The Hit). Fyrrum uppljóstrari glæpamáls hefur verið i felum í 10ár. Tveir náungar komast á snoðir um hvar hann heldur sig og hyggja á hefndir. Með aðalhlutverkið ferJohn Hurt. Mlðvlkudagur 21:20| UST- mtmmá RÆNINOIARNIR (Treasure Hunt). ítalskur spennumyndaflokkur. Mis- íeppnaður listamaður skýtur að nálverki eftir Raphael í listasafni íFlórens. Mundu, það þazf tvo til... Hér eru tvö góð efni frá Hörpu til málunar á járn. HÖRPU OLÍUMENJA Olíumenju skal bera á allt veðrað járn. Hún er góður ryðvarnargrunnur og mikilvægur undirbúningur undir málningu. HÖRPU ÞAKVARI Þakvari er frábær málning á þök og annað járn utanhúss. Þakvari hefur mjög mikið veðrunar- og þensluþol og lágan gljáa. Þakvari er einstaklega léttur og auðveldur í notkun, hvort sem notuð er rúlla eða pensill. SAMSPIL SEM SKILAR ÁRANGRI Skúlagötu 42, 125 Reykjavík Pósthólf 5056, S (91) 1 15 47. HARPA gefur Ííflnu lit! 22:2 Flmmtudagur ADSTOOAR- MADURINN (The Dresser). Leikari, sem nokkuð er kominn til ára sinna, erá ferð með leikhús sitt. Fylgst er með margslungnu sambandi hans við aðstoðarmann sinn. A uglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lykllinn fsard þúhjá Heimilistsakjum iþ Heimilistæki hf S:62 12 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.