Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 13

Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 13
(J#f i i »* n6 fHfriJbjrftJf4i <íh fcttriA itítAitHtttiiJr MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Morgunblaðið/Emilía Anna Concetta Fugaro við mynd sína „Minningar". um tilurð umritunarinnar og er hún ekki talin vera unnin af Mozart, þó sérfræðingar séu sammála um að þessi jrerð hennar sé „ekta Moz- art“. I raun er hér um að ræða þá tegund samleiksverka, þar sem fiðl- an var að mestu undirleikshljóð- færið og var leikur Selmu Guðmundsdóttur á köflum fallega útfærður. Samleikur þeirra mark- aðist nokkuð af æskuþrungnu óþoli einleikarans, þó brygði fyrir gull- slegnum tónhendingum af og til. Annað verkið var svo h-moll- partitan eftir Bach og þar geislaði víða á í leik Sigrúnar, þó hún væri nokkuð of kappsfull og ætlaði sér ekki af, eins og heyra mátti í presto-kaflanum og einnig í Sara- böndunni, sem hefði mátt vera ívið Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari. Ungir norræn- ir einleikarar Ténlist Jón Ásgeirsson Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari komu fram á síðustu tónleik- unum sem haldnir hafa verið að tilhlutan Norræna hússins undir nafninu Ungir norrænir einleikarar. Sigrún Eðvaldsdóttir er ein af efni- legustu fiðlurum, sem komið hafa fram hér á landi og á þessum tón- leikum sýndi hún mikila framför. Það er ekki nema eðlilegt að enn vanti hana þá íhugun sem aðeins fæst þegar galsafengin æskugleðin hefur verið fulllifuð og hugleiðingar um ýmis lífsgátufyrirbæri taka að sækja á hugann. Hvað sem því líður er Sigrún feikna góður fiðluleikari og vel við þau mörk, sem skilja að góða tónlistarmenn og snillinga. Tónleikarnir hófust á fiðlusónötu í B-dúr eftir meistara Mozart. Són- atan er í raun píanósónata K.570, en síðasta fiðlusónatan sern' Mozart gerði er K.547 og tilgreind „fyrir byrjanda". Þessi gerðin á K.570 er gefin út 1796, fimm árum eftir dauða tónskáldsins. Ekkert er vitað hægari og eftirmáli hennar, Do- uble-kaflinn, sömuleiðis. Slíkt hefði skapað sterkari andstæður, sem hefðu svo blómstrað í Bourrée- kaflanum og eftirmála hans. Þó að óþolinmæði þess sem mikið liggur á hjarta og ætlar að klífa þrítugan hamarinn í einu stökki, einkenndi nokkuð leik Sigrúnar, ætti það ekki að vetjast fyrir neinum, að hér er á ferðinni efni í mikinn listamann. Es-dúr-sónatan er sú þriðja af ópus 12, en þessar fyrstu fiðlu- sónötur Beethovens eru tileinkaðir Salieri. Þrátt fyrir að nokkuð vant- aði á íhugun, var leikur Sigrúnar mjög vel útfærður, einkum í hæga þættinum, en þar gat að heyra ýmislegt sérlega fallegt í túlkun. Fyrsti kaflinn á að vera iðandi af fjöri og þar átti píanóleikarinn nokkur erfið augnablik þó leikur hennar væri ágætlega útfærður að öðru leyti. Tónleikunum lauk svo með Sarasate-fantasíunni yfir nokkur lög úr Carmen og hafði Efrem Zimbalist bætt ýmsu við þessa gerð. Þarna fór Sigrún oft- lega á kostum, bæði hvað snertir glæsilega tækni og fallegan leik, þó nokkuð vildi hún „geisast yfir grundir" og leika t.d. niðurlag verksins nærri því of hratt. Hver er sekur o g hver saklaus? Erlendar baekur Jóhanna Kristjónsdóttir John Bingham: My name is Mic- hael Sibley Útg.Penguin 1986. Æðilangt síðan þessi bók kom út í fyrsta skipti, nánar tiltekið 1952. Hún er fyrir löngu orðin klassisk og kemur út öðru hveiju, nú síðast hjáPenguin fyrir nokkrum mánuðum. Ég hef ekki lesið hana fyrr. Hér segir frá Michael Sibley, eins og titillinn gefur til kynna. Sibley elst upp í hálfgerðu reiði- leysi, hefur í heimavistarskólanum samskipti við John Prosset og það líta' flestir á þá sem vini. En sann- leikurinn er raunar sá, að Prosset hæðir Michael og niðurlægir og vekur hjá honum reiði og gremju, sem pilturinn á allar stundir síðan erfitt með að fyrirgefa. Michael fer í blaðamennsku, fyrst við lítið þorpsblað og síðar er hann færður til Lundúna. Honum miðar ágæt- lega og hefur ekki yfir neinu sérstöku að kvarta. Þó er hann ekki beinlínis ánægður. En ekki beinlínis óánægður heldur. Heima í þorpinu hafði hann komizt í kynni við Cynthiu, en var aldrei nógu dús við tilfinningar sínar til hennar. Eftir að hann flytur til London end- urnýjar hann kynni sín við stúlkuna Kate. John Prosset hefur aldrei horfið á braut. Hann virðist hafa ein- hveija þörf fyrir að hafa samband við Sibley. Þótt svo sem ekki verði séð að þeir hafi neitt að gefa hvor öðrum. Prosset deyr skyndilega og það er eitthvað grunsamlegt við dauða hans. Það kemur fljótlega í ljós að hann hefur verið myrtur. Og er þá ekki eðlilegt að grunsemdir falli á Sibley? Vegna þess, að hann hafði heimsótt hann daginn sem hann dó. Vegna þeirrar andúðar sem hann bar í bijósti frá fornu fari, er alls ekki óhugsandi að hann hafi drepið Prosset. Og það bætist við, að Pros- set hafði reynt að ná valdi yfir Kate. Og sannanirnar hrannast upp og Sibley verður ekki bara tvísaga og þrísaga; það sem upp úr honum kemur virðist í eyrum lögreglu- mannanna óttalegt rugl. Það liggur við borð, að Sibley sé farið að gruna, að hann hafi framið ódæðið. John Bingham nær meistaratök- um á efninu, þegar hann fjallar um sektina og tilfinningar, sem geta vakið með okkur meiriháttar vafa um okkur sjálf. Vegna þess að sekt- arkennd má vekja með okkur þótt við höfum ekki aðhafzt það sem varð. En kannski langaði okkur til að gera það. Og getum velt fyrir okkur, hvhort undirmeðvitundin hafi reynzt sterkari og við höfum því, þegar allt kemur til alls, kannski látið verða af verkinu. Sag- an vakti mikla athygli á sínum tíma og þótti höfundur sýna mikinn skilning á viðfangsefninu og gera því afbragðs góð skil. Bókin stendur enn fyrir sínu. Og vel það. Sýndur föstudags- og laugardagskvöld. Ath! Allra síðasta sýningarhelgi. ☆ ☆ @00SE0HEQíSa00E3Q0 Mætum öll hress með bros á vör og þá er stutt í hláturinn! Hin þrælgóða hljómsveit SANTOS og söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir leika fyrir dansi. Rifjaðar verða upp nokkrar helstu dægurlagaperlur í gegnum tíðina. Án gríns: Læknir á staðnum fyrir þá sem fá alvarlegt hláturskast. Þríréttaður veislukvöldverður sem engan svíkur. Athugið að panta borð tímanlega hjá veitingastjóra í símum 23333 og 23335. Tekið er á móti borðapöntunum alla virka daga frá kl. 10.00-18.00 og á laug- ardögum eftir kl. 14.00 ÞÓRSKABARETT — GALSI, GLENS OG GRÍN í MAÍ Gestum utan af landi er bent á Þórskabarettreisur Flugleiða. Þriðji kafli Þórskabarettsins sívinsæla verður í maí-mánuði, en þá má búast við að gestir þurfi að þenja hláturtaugarnar til hins ítrasta. Spaugstofugrínistarnir Karl Ágúst Úlfsson, Siggi Sigurjóns og gríntenórinn Örn Árnason mæta galvaskirtil leiks ásamt Ómari Ragn- arssyni og Hauki Heiðar Ingólfssyni. 19S6NS ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ÞÓRSKABARETTIMAI-MANUÐI Grínlandsliðið í miklum ham!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.