Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 14

Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Markaðurinn: Markaðskannanir geta verið mikilvægar í rekstri fyrirtækja eftirSigurð Sigiirðarson Það er galli við margar skoð- anakannanir, að erfitt er að átta sig á gildi þeirra vegna fátæk- legra upplýsinga um gerð þeirra. í mörgum tilfellum er ljóst að kannanimar hafa lítið sem ekkert gildi vegna alvarlegra formgalla. I því sambandi skiptir t.d. ekki máli að hægt sé að sýna fram á að niðurstöðumar líkist t.d. úrslit- um í alþingiskosningum. Kannanir á viðhorfum fólks eru æ tíðari og er þróunin hér á landi að verða svipuð og í öðmm lönd- um Evrópu. Víða um lönd starfa fýrirtæki sem sérhæfa sig í skoð- anakönnunum af ýmsu tagi, s.s. könnunum á áliti fólks á stjóm- málaástandinu, viðhorfum til vörutegunda, álitamálum ýmis- konar o.s.frv. í sjálfu sér er enginn munur á því hver tilgangurinn er með skoð- anakönnun, aðferðin er hin sama, hvort heldur er um að ræða stjóm- málakönnun eða könnun á við- horfum til vörutegunda. Hins vegar er ekki alltaf víst að nógu faglega sé að skoðanakönnun staðið og um það stendur yfirleitt deilan, þegar skiptar skoðanir em um niðurstöðumar. Miðað við hversu mikið gagn hægt er að hafa af vel gerðri skoðanakönn- un/markaðskönnun er ekki úr vegi að fjalla lítillega um þær reglur sem hafa ber í huga við undirbúning og framkvæmd slíkra kannana. Þann 23. aprfl sl. ritaði Helgi Þórsson, sérfræðingur við Reikni- stofnun Háskólans, ágæta grein í Morgunblaðið sem nefnist „Ur- taksóvissa í skoðanakönnunum“. Helgi lýsir þar vel hversu mikil- vægt er að standa vel að gerð skoðanakannana svo_ þær geti verið marktækar. í niðurlagi greinarinnar nefnir Helgi 10 regl- ur sem ættu að vera hluti þeirra reglna sem allir þeir er fram- kvæma kannanir á almennings- áliti ættu að hafa í huga. Eru viðhorf 500 manna hin sömu og 90.000? Fræðilega séð er tiltölulega auðvelt að draga upp skýra mynd af viðhorfum þjóðfélagsins eða annars stórs hóps til einhvers málefnis eða hlutar. Það liggur t.d. í augum uppi að vegna stærðarmunar er auð- veldara að kanna viðhorf borgar- stjómarfulltrúa en íbúa Reykjavíkur. Það er mjög tíma- frekt starf að spyija alla Reyk- víkinga. Fræðilega séð er mjög auðvelt að komst að skoðunum Reyk- víkinga, með því að spyrja tiltölu- lega fáa Reykvíkinga, t.d. 500—1000 manns. Þó er ekki sama hvemig þessi hópur er val- inn, hann verður að vera dæmi- gerður fyrir alla Reykvíkinga. Allir Reykvíkingar verða að eiga sama möguleika á að vera valdir í úrtakið. Markmiðið er að velja þá einstaklinga sem gefið geta sem gleggsta mynd af áliti 90.000 Reykvfkinga. Hægt er að staðreyna þetta með því að bera saman í hlut- fallstölum álit iitla hópsins við álit hins stóra, þ.e.a.s. ef það lægi fyrir (til dæmis mætti gera skoð- anakönnun á sjálfan kosninga- daginn). Mismunurinn er skekkja sem stafar af stærð úrtaksins. Nákvæmni í skoðanakönnun byggist á stærð úrtaksins og því öryggisbili sem valið er (á ensku Confídence Interval). Venjulegast Sigurður Sigurðarson „Niðurstöður skoð- anakönnunar gilda aðeins þann dag sem könnunin var gerð. Astæðurnar eru margvíslegar, en einna skýrast er þó það, að fólk skiptir um skoðun. Það eitt sýnir að könnun sem gerð er í dag getur ekki lýst skoðunum fólks á morgun.“ er notast við 95% eða 99% örygg- isbil, þó einkum það fyrmeftida. Með öryggisbili er átt við að ör- yggi í skoðanakönnun sé t.d. 95%, þ.e. aðeins 5% líkur á að ein- hverju skeiki í niðurstöðunum. Hægt er að finna nákvæmlega hversu miklu kann að skeika, en hér er látið nægja að vísa til grein- ar Helga Þórssonar um þessi efni. Kannanir geta verið með fjöl- breyttu móti og hér verður gerð grein fyrir nokkmm tilbrigðum. Hægt er að kanna hegðun og við- horf fólks án þess að inna það eftir áliti, og er þá fylgst með hegðun þess við vissar aðstæður. Þá er hægt að notast við spum- ingaformið. Tvær aðferðir em t.d. fyrir hendi; á að takmarka svörin við ákveðna möguleika, eða leyfa fólki að svara eftir eigin vild án nokurrar takmörkunar. Kannanir gta verið með ýmsu moti, en úrtaksaðferðin er ávallt hin sama. Henni má skipta niður í 6 liði: 1. Ákveða úrtaksgrunninn: Úrtaksgmnnurinn getur t.d. verið Reykvíkingar, Sunnlendingar, aldraðir íslendingar, bændur o.s. frv. 2. Ákveða úrtaksrammann: Úrtaksramminn er t.d. skrá yfir íbúa Reykjavíkur, Suðurlands, þjóðskráin, skrá jrfir bændur landsins. 3. Velja úrtaksaðferð: Úrtaksaðferðin getur verið margvísleg, en hún veltur á úr- taksstærð og úrtaksramma. 4. Ákveða úrtaksstærð: Hversu stórt á úrtakið að vera til að könnunin sé marktæk og hún uppfylli kröfur þeirra sem að henni standa? Hér er um að ræða tölfræðilegt álitamál. 5. Velja úrtakið: Hvemig á að velja þá Reykvíkinga sem í könnuninni taka þátt. Þetta er gert með hliðsjón af hvert úr- takið er og hver tilgangurinn er með könnuninni. Velja skal t.d. 500 manns í Reykjavík úr íbúa- skránni, sem t.d. þýðir 150. hver maður í skránni. 6. Söfnun upplýsinga frá úr- taki: Hér er komið að hinni raunvem- legu könnun, söfnun upplýsinga eða staðreynda frá fyrirfram völdu úrtaki. Hvemig á að safna upplýsingunum; gegnum síma eða með því að hitta fólk að máli? Hversu mikið er að marka skoðana- kannanir? Augljóst er, að kannanir, hvort sem um er að ræða markaðskann- anir eða kannanir á stjómmálavið- horfum fólks, geta ekki sagt fyrir um framtíðina. Skoðanakannanir em ekki nein „krystalskúla". Nið- urstöður skoðanakönnunar gilda aðeins þann dag sem könnunin var gerð. Ástæðumar em marg- víslegar, en einna skýrast er þó það, að fólk skiptir um skoðun. Það eitt sýnir að könnun sem gerð er í dag getur ekki lýst skoð- unum fólks á morgun. Séu gerðar tvær skoðanakann- anir með til dæmis viku millibili og niðurstöður beggja em ná- kvæmlega eins, þá er það annað hvort einber tilviljun eða ástæðan sú að báðar kannanimar em fag- lega rétt gerðar og breytingar á viðhorfum fólks á þessum tíma em engar. Af þessu má sjá, að það þarf ekki að vera vísbending um ágæti skoðanakönnunar né þeirra sem hana framkvæmdu að hún stemmir við úrslit í alþingis- kosningum. Skoðanakannanir geta hins vegar gefið ágætar vísbendingar um hvemig landið liggur, og þess vegna em markaðskannanir mik- ilvægar, jafnt fyrir stjómmála- menn sem fyrirtæki. Á frjálsum markaði ríkir mikil samkeppni, bæði meðal söluaðila og einnig meðal vömtegunda. Markaðskannanir geta gefið mik- ilvæg svör við spumingum for- ráðamanna fyrirtækis. • Ný vara: Getur varan selst, höfðar hún til kaupenda, ef ekki hvað má betur fara til að svo verði o.s.frv. • Vara í sölu. Hvers vegna selst varan illa, er það verðið sem veld- ur, útlitið, umbúðimar, sam- keppnin o.s.frv. Markaðskannanir geta komið að góðum notum í rekstri fyrir- tækja, ef rétt er að málum staðið. Það er einnig mikil kúnst að lesa rétt úr niðurstöðum markaðs- kannana. Séu markaðskannanir rétt framkvæmdar má nýta þær til að gjörbreyta stöðu fyrirtækis í samkeppni, breyta tapi eða ófull- nægjandi hagnaði í mun betri afkomu. Rétt eins og skoðana- kannanir geta nýst stjómmála- mönnum til framdráttar í kosningabaráttu. Höfundur er fyrrverandi blaða- maður. Hann stundar nú nám i markaðsfræðum. Burt með þröng- sýni og neikvæð viðhorf til nýj- unga í atvinnulífi eftirÞorvald Garðarsson Ég varð svo hissa eftir að lesa grein í Morgunblaðinu hinn 19. maí 1987, eftir Bjöm Jóhannesson að ég get ekki stillt mig um að skrifa niður nokkrar athugasemdir. Bjöm Jóhannesson virðist hafa ákaflega lítið inngrip í fiskeldi og hafbeit eins og ég ætla að reyna að sýna fram á hér á eftir, og sem verk- fræðingur og jarðvegsfræðingur ótrúlega þröngsýnn. Ég ætla að byija á því að vitna í hluta greinarinnar frá 19. maí síðast- liðnum, þarsegir „En áeinu iðnaðar- sviði virðist mér sem við munum hafa betri framleiðsluaðstöðu en nokkur þjóð önnur á norðurhveli jarð- ar, og það er aðstaða til að breyta fiskimjöli í verðmæta eggjahvítu í formi lax og silungs. Ef um hafbeit fyrir lax er að ræða, eins og vikið verður að síðar, þá eykst verðmæti fiskmjöls nálega 100 sinnum. Tilvitn- un lýkur. Seinna í greininni má finna aðra málsgrein sem hljóðar svo: „Nú er spum: Hvemig má það vera, að 2.500 milljónum króna sé varið til að gera mannvirki fyrir óarðbært matfiskeldi svo og til þess að reisa eldisstöðvar til framleiðslu á laxa- seiðum sem eru óseljanleg." Tilvitn- un lýkur. Aldrei hef ég nú séð á prenti ann- að eins. Maðurinn virðist hvorki vita að til þess að stunda hafbeit í stórum stfl þarf gífurlegt magn af göngu- seiðum né heldur að lax sem sleppt er í hafbeit er ekki fóðraður á fiski- mjöli, heldur sér móðir náttúra um fóðrun laxins þar til hann skilar sér aftur sem verðmæt og eftirsótt mat- vara. Á einum stað í fyrmefndri grein rakst ég á eftirfarandi málsgrein: „í fjölmiðlum er nú greint frá því að heildarQárfesting í íslenskum laxeld- isstöðvum muni nú nálægt 2,5 Smári hf., Þorlákshöfn, strandeldisstöð í uppbyggingu. milljörðum króna, eða um 2.500 milljónum króna. Það mun nokkru hærri upphæð en sem nemur heildar- kostnaði nýju flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli." Tilvitnun lýkur. Síðar í greininni má fínna eftirfar- andi málsgrein: „Þannig má til sanns vegar færa að draumurinn um eldisyfirburði fs- lands vegna jarðvarma og tærs lindarvatns, hafi snúist upp f and- stæðu sína f eins konar martröð f formi íj ármagnssóunar, sem kemur til með að hrannast sem umtalsverð- ur skattur á bak borgara þessa lands." Tilvitnun lýkur. Bimi Jóhannessyni finnst greini- lega arðbærari Qárfesting að reisa höll yfir þá sem hafa nægileg fjárráð til að ferðast um heiminn heldur en að byggja upp nýja atvinnugrein og nýta frábæra sérstöðu íslands til stórfelldrar matvælaframleiðslu, þ.e. fiskeldis. Þetta er furðuleg skoðun hjá manni sem státar sig af því að hafa starfað að aðstoð við að bæta nýtingu á náttúrulegum auðlindum landa, einkum varðandi framleiðslu matvæla. í umræddri grein ásakar Bjöm fslenska sérfræðinga í fískeldi um vanhæfni í starfi og ráðamenn um sóun og ábyrgðarleysi. Varðandi þetta atriði vil ég segja að við íslend- ingar eigum marga frábæra sérfræð- inga á sviði fískeldis sem hafa unnið frábært starf bæði að aðlögun fisk- eldis að íslenskum aðstæðum og á sviði fisksjúkdóma. Varðandi stjómmálamennina vil ég minna á að ef þar réðu tómir úrtölumenn sem ekki þyrðu að tak-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.