Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 16

Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Tónlistarskólinn í Reykjavík Útskrifar sex tónsmiði Tónlistarskólinn í Reykjavík útskrifaði í vor sex ný tónskáld frá tónfræða— og tónsmíða- deild. Er þetta í fjórða skipti sem skólinn útskrifar nemendur frá deildinni og aldrei Skilyrði til inntöku á fyrsta ár í tónfræðadeild er stúdents- prof eða sambærilegt próf. Einnig þurfa nemendur að hafa lokið að minnsta kosti fimm stigum á eitthvert hljóð- færi, eða í söng. Námið sjálft tekur minnst þijú ár og hveiju VIÐTÖL: SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR hafa þeir verið fleiri. Fyrstu þrír nemendurn- ir voru útskrifaðir 1984. Árið eftir útskrifuð- ust tveir nemendur og í fyrra lauk einn nemandi prófi frá deildinni. Þessir tólf nem- endur hafa tekið tónsmíðanám og lokaverkef- nið er frumsamið tónverk, sem flutt er á útskriftartónleikum. Þeir sem taka tónfræð- ilínuna skila lokaverkefni í tónlistargreiningu. Ingimundardóttir, Gylfi Garð- arsson, Tryggvi M Baldvins- son, Guðni Agústsson, Ásgeir Guðjónsson og Helgi Péturs- son. En hvaða áætlanir hafa þau fyrir framtíðina og hvern- ig nýtist námið þeim? námsári er skipt í tvær annir. Nemendur þurfa að jafnaði að taka fjögur námskeið á önn, auk þess að stunda nám á hljóðfæri eða í söng. Með náminu er stefnt að því, að lokapróf úr tónfræða- deiíd jafngildi B.A. prófi í tónlist frá virtari tónlistar- háskólum Bandaríkjanna og sambærilegum prófum í Evr- ópu. Einnig er markmiðið að útskrifa nemendur sem teljast hæfír til kennslu barna og unglinga við íslenska tónlistar- skóla og svo til annarra starfa, til dæmis kórstjóm, söngþjálf- un, almennan hljóðfæraleik, útsetningar, tónfræðirann- sóknir, tónsmíðar, fjölmiðlun • og fleira Þeir sex nemendur sem nú voru að útskrifast eru Guðrún Tryggvi Baldvinsson: Mig langar aðgera alltímúsík TRYGGVI M Baldvinsson er 22 ára Reykvíkingur, yngstur þeirra nemenda sem nú útskrifast frá tón- fræði— og tónmenntadeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann hóf nám í píanóleik við Tónmennta- skólann sex ára gamall og útskrifaðist þaðan árið 1980. „Þaðan fór ég beint í Tónlistarskólann í Reykjavík og hef verið í fullu námi í tveimur deild- um, því samhliða tónfræðanáminu hef ég verið áfram í pánónámi. í haust fer ég síðan til Vínar og þreyti þar inntökupróf í „Hochschule f“ur Musik und darstellende Kunst.“ Þeir eru ekkert á því að hleypa manni inn í skólann fyrr en því er lokið. En ég ætla ekki inn á masters—brautina þar. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Miðað við það sem ég hef séð af námsskránni þaðan, er aðfaramám að mast- ers—brautinni miklu ítarlegra hjá þeim en hér gerist. Námið sem ég er að fara út í tekur átta ár. Fyrstu fjög- ur árin heita tónfræði, þau fjögur seinni tónsmíðar. Eg hef hugsað mér að taka fyrri fjögur árin á tveimur, því ég hef þó þessa undirstöðu og ætti að geta tekið stöðu- próf. Hvemig ég get tekið seinni fjögur árin er ég ekkert farinn að hugsa um ennþá. Markmiðið hjá mér með framhaldsmenntun er að geta gert allt í músík og þá undanskil ég ekki dægurmúsík. Mér finnst menn sem eru komnir með mastersgráðu og geta ekki samið dægurmúsík, vera eins og málarameistar- ar sem ekki geta málað með lakki." Er lokaverkefni þitt þá dægurlag? „Nei, nei. Það er samið fyrir málmblásara og slag- verk. Þetta er hálfgildings prógramtónlist. Eg las Opinberunarbók Jóhannesar, þá óskaplegu tortímingar- sögu. Hún er svo hrottaleg að það er aldrei hlé á ósköpunum. Hún er hugmyndin að baki verkinu, eða kom mér allavega af stað. Verkið fjallar um þessa klassísku baráttu milli góðs og ills, lífsins og dauðans." Asgeir Guðjónsson: Smátt og smátt fækkaði orðunum ÁSGEIR Guðjónsson er 28 ára gamall Reykvíkingnr. Hann hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla FÍH fyrir fimm árum. „En áður hafði ég einungis tekið eink- atíma í píanóleik." segir Ásgeir. „Ég var í hálft ár við nám í Tónlistarskóla FÍH. Þaðan fór ég i Tónlist- arskólann í Reykjavík. Reyndar vissi ég ekki þá að tónfræðadeildin var til. Ég ætlaði í tónmenntakennaradeildina en vildi aðeins vera í tónlistargreinunum, sleppa aukagreinum, eins og sálfræði og kennslufræði. Ég var spurður hvort ég vildi ekki frekar fara í tónfræðadeildina, því hún væri byggð upp á þeim fögum sem ég hafði áhuga á. Það var Stefán Édelstein sem stakk upp á því. Deildin hafði aðeins verið starfandi í tvö ár og hafði ekki útskrifað neina nemend- ur þá.“ Én hveijir eru atvinnumöguleikamir núna, eftir út- skrift? „Atvinnumöguleikamir eru helst í tónfræðilegum grein- um, tónfræði, hljómfræði og tónheym. Og ég held að megi segja að á þessum sviðum séu góðir möguleikar. Að vísu er maður þá ekki að vinna við það sem maður hefur mesta löngun til að gera, en skylt því. “ Eigið þið einhveija möguleika á að koma verkum ykk- ar á framfæri? „Já, þeir sem hafa verið í deildinni hafa sent verk sín til UNM, sem er samtök ungra norrænna tónskálda, undir þrítugu, og þeir hafa flestir fengið verk sín flutt." Fyrir hvaða hljóðfæri skrifaðir þú lokaverkefni þitt? „Það er eins konar kammerverk og heitir „Vopnin kvödd." Ég skrifaði það fyrir sópranrödd, fiðlu, píanó, áslátt og lítinn kór. Reyndar hefur það tekið miklum breytingum í vinnslu. Ég byijaði á því síðastliðið haust. Þá ætlaði ég að hafa texta. Smátt og smátt fækkaði orðunum, þar til ekkert var eftir. Það er nú einhvern veginn svo að maður fær oft ákveðna hugmynd til að byija með, en verkið tekur af manni ráðin og breytist. Samt eru í því viss atriði sem héldust allan tímann. Verkið átti að vera hringhugsun, eins konar „rondo," sem kæmi sem víðast við. „Rondóið" endurspegíast í stórum og litlum hlutum verksins sem skiptist niður í fimm kafla." Guðrún Ingimundardóttir: Fer til Banda- ríkjanna íhaust GUÐRÚN Ingimundardóttir, er 24 ára Húsvíkingur. Hún hóf nám í píanóleik í Tónlistarskólanum þar, „síðan fór ég í Menntaskólann á Akureyri, þar sem ég útskrifaðist af náttúrufræðibraut, jafnframt því sem ég stundaði nám í söng, píanó— og flautuleik," segir Guðrún. Eftir það kom ég suður, innritaðist í Tónlistarskólann í Reykjavík og ætlaði í píanóleik. En ég hef haldið píanón- áminu áfram hjá og hef verið í tímum hjá Halldóri Haraldssyni. Þegar ég var á 1. ári stundaði ég einnig söngnám í Söngskólanum, en fór síðan yfir í söngdeild Tónlistarskólans, því ég vildi fá meiri þjálfun í söngnum. Ég hef áhuga á að leggja meiri rækt við sönginn og er að fara til Bandaríkjanna í haust, til framhaldsnáms. Þar ætla ég í masters—nám og hef þegar fengið inn- göngu í tvo skóla, í Cal Artsí Los Angeles og Mills College í Oakland í Kaliforníu. Mastersnámið felur aðallega í sér einbeitingu að tónsmíðum. Síðan fær maður að velja aukagrein í samr- áði við sinn prófessor, Sem er kallaður „mentor." Ég ætla að reyna að komast í söng. Cal Art er lítill lista- skóli og þar er mælt með að maður taki einhveija aðra listgrein með aðalfaginu, til dæmis leiklist, dans eða myndlist. Það er einmitt ástæðan fyrir því að listaskólar eru svo spennandi. Maður fær að kynnast öðrum listgrein- um.“ Þú talar um píanó— og söngnám. Er lokaverkefni þitt fyrir söngrödd og píanó? „Nei. Eg kalla verkið „Reik“ og það er verk fyrir sin- fóníuhljómsveit. Það gengur allt út frá einu þriggja tóna „motivi" og hefst á því. Ég skipti því í þijá þætti, í hugan- um. Fyrsti þáttur er í raun kynning á efnivið. Annar þáttur er hraður og hress leikur. Síðasti þátturinn er eins og rólegt eftirspil. Verkið í heild gengur í rauninni frá djúpum tónum, upp í háa. Verkið byijar dimmt og drungalega, en endar í háu tónunum, í birtunni."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.