Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
17
Nýútskrifaði tónsmiðir,
Guðni Ágústsson, Guðrún
Ingimundardóttir, Ásgeir
Guðjónsson, Helgi Péturs-
son og Tryggvi M Bald- -
vinsson
Stefni næst að
einleikaraprófi
HELGI Pétursson, er fæddur og uppalinn á Húsaví.
Þar hóf hann nám í orgelleik við tónlistarskóla staðar-
ins, aðeins tíu ára að aidri. Hann lauk þaðan 4. stigi
í orgelleik og hélt síðan suður til Reykjavíkur. „Hér
hélt ég áfram í orgelnámi hjá Martin Hunger, dó-
morganista. Ég innritaðist einnig í tónmenntakenn-
aradeild Tónlistarskólans og lauk námi þaðan 1983.
Þá um haustið byijaði ég í tónsmíðadeildinni. Einleik-
araprófi í orgelleik stefni ég á að ljúka eftir eitt ár.“
Hvað með frekari framtíðarplön?
Ég stefni að því að fara í framhaldsnám eftir einleikara-
prófið, en í sumar ætla ég að leysa Martin Hunger af í
Dómkirkjunni í einn mánuð. Síðan fer ég til Húsavíkur
og kenni þar næsta vetur. Einleikaraprófið er mjög sjálf-
stætt nám. Það byggist upp á því að maður geti sett
saman efnisskrá, æft hana sjálfur og flutt. Næsta vetur
kem ég til dæmis með að koma suður einu sinni í mánuði
til að fara í tíma hjá Martin, en æfi fyrir norðan.“
Er lokaverkefni þitt fyrir orgel?
„Nei, það er prelódía og kórar fyrir sinfóníuhljóm-
sveit. En það er í samræmi við organhefðina. í verkinu
er ég að vinna úr því sem ég þekki úr kirkjutónlistinni
og hef mætur á, en ég hef unnið töluvert sem kirkjuorgan-
isti.
Forspilið í verkinu er hugsað út frá orgelprelúdíum
eftir Baeh og sálmurinn er settur saman úr mörgum
þekktum sálmastefjum, bæði hlutum úr sálmum og heilum
sálmum, sem ég útfæri á minn eigin hátt fyrir hljómsveit-
jna. Ég reyni á þennan hátt að búa til einn storan salm
úr öllum þessum þekktu stefjum."
Kynntist tón-
smíðum íKópavogi
GUÐNI Ágústsson fæddist og ólst upp í Reykjavík.
Tónlistarferill hans hófst í Tónlistarskólanum i Kópa-
vogi þegar hann var 13 ára er hann byrjaði í
pianónámi hjá Guðmundi Jónssyni, píanóleikara. „Þar
hef ég verið þar til fyrir einu ári,“ segir Guðni. „Ég
lauk 8. stigi frá Tónlistarskólanum i Kópavogi, jafn-
framt þvi sem ég stundaði nám við tónsmíðadeild
Tónlistarskólans í Reykjavík frá haustinu 1983.
Reyndar byijuðu kynni mín af tónsmíðanámi í Kópa-
vogi. Það var undir handleiðslu Karólínu Eiríksdóttur og
var kallað „tónföndur."
Hvernig eru stigin hugsuð í hljóðfæranámi?
„Það er gefin út námsskrá fyrir hvert hljóðfæri, sem
á að vera samræmd í öllum tónlistarskólum í landinu.
Þar er raðað niður verkum sem kennarar og skólastjórar
hafa valið, eftir því hversu erfíð þau eru. Þessu er þó
ekki fylgt mjög strangt eftir. Þú þarft ekki endilega að
taka þau verk sem eru skráð, heldur svipuð, þau eru
aðallega til viðmiðunar. “
Hefurðu hug á framhaldsnámi?
Já, það hef ég. Næstu árin ætla ég þó að nota til að
komast niður á jörðina. Nánasta framtíð er mjög óráðin.
Ég er að vinna í hljóðfæraversluninni Rín og hef gert
það með náminu. Ég veit ekki hvort ég held því áfram.“
Hvað geturðu sagt mér um lokaverkefni þitt?
„Það heitir „Spor“ og er fyrir sinfóníuhljómsveit. Það
er einn kafli, ein óijúfanleg heild. Ég var fyrst og fremst
að leita að einhveiju sem mér fannst fallegt. I því er
einn rauður þráður sem gegur í gegnum allt verkið, spor-
ið, og það er mjög veikt. I þessu verki lít ég á hljómsveit-
ina sem eitt hljóðfæri og reyni að ná út því sem mér
finnst fallegast og best og reyni að vera ég sjálfur.
Það var alveg stórkostlegt að fá Sinfóníuhljómsveit
íslands, undir stjórn Arthurs Weisberg, til að flytja þetta
á útskriftartónleikunum og Það er ómetanlegt fyrir okk-
ur að fá atvinnumenn til að flytja skólaverkefni.
Ég fæ annað tækifæri til að heyra verkið flutt, því
það hefur verið valið til flutnings á tónlistarhátíð ungs
fólks frá Norðurlöndum, hér í Reykjavík í haust. Það er
í annað skipti sem ég tek þátt í tónlistarhátíð UNM.
Fyrra skiptið var árið 1982, á meðan ég var hjá Ka-
rólínu. Það var einleiksverk og ég flutti það sjálfur."
Framtíðin
óráðin
GYLFI Garðarsson er þijátíu og eins árs, fæddur
og uppalinn i Ytri—Njarðvík. Eiginlegt tónlistarnám
hóf hann í Tónlistarskóla Njarðvíkur árið 1976. Þar
lærði hann á klassískan gitar og lauk 5. stigi frá
skólanum. Eftir það var hann í tvö ár við gítarnám
hjá Josep Fung i Tónskóla Sigursveins og lauk þar
6. stigi. Jafnframt þvi lagði hann stund á hljómfræði
við Tónlistarskólanum í Reykjavik.
„Ég byijaði síðan í tónfræða— og tónsmíðadeild Tónlistar-
skólans haustið 1983,“ segir Gylfi. „Þar er píanónám
skyldugrein fyrir þá sem ekki hafa lokið 5. stigi í því
hljóðfæri áður og hefur píanóið því tekið sæti gítarsins
að sinni.“
Hver eru svo framtíðarplönin?
„Ég get í rauninni'engu svarað um þau. Það er allt
óráðið. Ég byija á því að selja íslendingasögurnar núna.
Að öðru leiti hugsa ég bara um einn mánuð í einu, í
bili. Hinsvegar stefni ég að áframhaldandi námi.
Hvað geturðu sagt mér um lokaverkefni þitt í tónsmíð-
um?
„Það heitir „Tvær miðjur,“ og er hljó msveitarverk
með nokkurn vegin sömu hljóðfæraskipan og íslenska
hljómsveitin sáluga hafði, en slagverk hefur leiðandi hlut-
verk. Sjálfur lit ég fyrst og fremst á það sem skólaverk.
Þetta er, fyrir mér, dæmigert lokaverkefni, þar sem
maður reynir að beita því sem maður hefur verið að
læra og reynir að gera það músíkalskt."