Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÖJUDÁGUR' 26. MÁÍ 198'? 23 Hallgrímskirkja: Kirkjulístahát- íð á vígsluári (Morgunblaðið/Ámi Sæberg) Forsvarsmenn Mótettukórs og Listvinafélags Hallgrímskirkju, Þór Jakobsson, Trausti Þ Sverrisson, Séra Ragnar Fjalar Lárusson, Herra Sigurbjörn Einarsson, Hörður Áskelsson og Sigriður Jóhannsdóttir Vestmannaeyjar: Tilraunaboranir í nýja hraunið í næstu viku Hugmyndir um að framleiða varma með sorpbrennslu KIRKJULISTAHÁTÍÐ verður haldin í Hallgrímskirkju dagana 6-13 júní næstkomandi. Er þetta í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin, en að sögn Harðar Áskelssonar, organista kirkjunn- ar, er stefnt að því að halda slika hátíð annaðhvert ár í framtíð- inni. Tildrögin að hátíðinni kvað hann vera stóraukna möguleika til lista- starfsemi í kjölfar vígslu kirkjunnar og ákveðinn vilji forráðamanna Hallgrímskirkju til að nýta þá í þágu listarinnar. Aðaláherslan hef- ur verið lögð á kirkjutónlist, en myndlist og leiklist eiga líka þátt í hátíðinni. Haldnir verða níu tónleik- ar, fimm aðaltónlejkar og fernir hádegistónleikar. í forkirkjunni verður sýning á málverkum eftir Snorra Svein Friðriksson og leik- húsið í kirkjunni verður með sér- staka aukasýningu á leikritinu um Kaj Munk. Helgihaldið verður með ijölbreyttu sniði, enda tengist hátí- ðin einni af aðal hátíðum kirkjunn- ar, hvítasunnunni. Af tónlistaratriðunum er flutn- ingur Jesúspassíunnar eftir þýska tónskáldið Oskar Gottlieb Blarr umfangsmestur, en þar verða um 200 flytjendur, sex einsöngvarar, kór Neanderkirkjunnar í D“usseld- orf, skólakór Kársness, málmblás- arar úr lúðrasveitinni Svanurinn og Sinfóníuhljómsveit íslands fullskip- uð. Einsöngvaramir koma frá Þýskalandi, nema þeir Viðar Gunn- arsson, bassi, sem fer með hlutverk ÍSTAK hf. hefur gert samning um að reisa bifreiðageymslu fyrir stórmarkað í Þórshöfn í Færeyjum. Heildarkostnaður við verkið er um 25 milljónir danskra króna eða tæplega 144 milljónir íslenskar. Páll Siguijónsson framkvæmda- 'stjóri ístaks sagði að verkið væri eingöngu unnið af íslendingum og eru um þrjátíu íslenskir vekamenn Krists og Magnús Þ Baldvinsson, bassi, sem syngur hlutverk æðsta- prestsins. Mótettukór Hallgrímskirkju verður með tvenna tónleika og þau Manuela Wiesler, flautuleikari og Bjöm Steinar Sólbergsson, orgel- leikari, verða hvort um sig með einleikstónleika. Meðan á hátíðinni stendur verða í kirkjunni daglegir hádgistónleikar, þar sem koma fram þau Ásgeir Steingrímsson, trompetleikari, Marteinn H Frið- riksson, orgelleikari, Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleikari, Hörður Áskelsson, orgelleikari, Ann Toril Lindstad, orgelleikari og Hljómskál- akvintettinn. Á hvítasunnudag syngja Neand- erkórinn og Mótettukór Hallgríms- kirkju saman í hátíðaguðsþjónustu. Auk þess koma kór og hljóðfæra- leikarar frá D“usseldorf fram í guðsþjónustu á annan í hvítasunnu. Mótettukórinn verður með tvenna tónleika með tveimur ólíkum efnisskrám meðan á hátíðinni stendur. Annars vegar em það hin- ir árlegu vortónleikar með blandaðri efnisskrá tónverka án undirleiks, meðal annars verður vígslumótetta eftir Gunnar Reyni Sveinsson fmm- flutt. Hins vegar Bach—tónleikar með tveimur mótettum fyrir tvo kóra og einsöngskantötu, með und- irleik kammersveitar. Einsöngvari verður Margrét Bóasdóttir. Með þeim tónleikum lýkur hátíðinni, sem Listvinafélag Hallgrímskirkju og Mótettukór sjá um. í Færeyjum á vegum fyrirtækisins. Unnið er í fjórar vikur í senn með með viku hléum hér heima en verk- inu á að ljúka á 6 mánuðum. ístak hefur haft verkefni í Fær- eyjum undanfarin þijú ár og er verið að ljúka steypuframkvæmd- um við sorpeyðingarstöð í Þórs- höfn, sem hefur verið aðal verkefnið til þessa. TILRAUNABORANIR í hraunið við Eldfell í Vestmannaeyjum hefjast væntanlega í næstu viku á vegum nefndar sem fyrrum iðnaðarráðherra skipaði til að kanna leiðir til orkuöflunar fyrir Vestmannaeyjakaupstað. Jarð- boranir hf. eru að undirbúa flutning jarðborsins Dofra sem verið hefur i notkun í Hvalfirði til Vestmannaeyja. Kostnaður er áætlaður rúmar 4 milljónir króna og er að mestu leyti greiddur af iðnaðarráðuneyti en Fjarhitun Vestmannaeyja ber einnig ein- hvern kostnað af verkinu. Albert Guðmundsson fyrrum iðnaðarráðherra skipaði þessa nefnd í lok síðasta árs, og skilaði hún niðurstöðum sínum nýlega. Niðurstöðurnar voru þær helstar að álitlegasti orkuöflunarkosturinn væri áframhaldandi nýting hraun- hitans í nokkur ár með breyttri vinnsluaðferð: að dæla vatni eða sjó úr hrauninu og nýta það með varmaskiptum. Þannig er gert ráð fyrir að úr borholun í hraunið fáist 90-100° heitt vatn til að byija með og dæling vatns úr hrauninu anni þá allri orkuþörf FJAVE um 60 gígavattstundum á ári. Þegar vatn- ið fer að kólna er gert ráð fyrir að settur verði upp varmaskiptir og varmadæla í dælustöð FJÁVE til aukinnar nýtinar á vatninu en jafn- framt verði settur upp rafskauta- ketill sem framleiði æ meiri hluta af orkuþörf Vestmannaeyja þar til hann að lokum sér algerlega um orkuframleiðsluna. Gert er ráð fyrir að þessi þróun taki 15-20 ár. Þessar niðurstöður byggja á for- sendum sem eru óvissar eins og stendur og ein af þeim forsendum er sú að hægt sé að afla heits vatns af botni hraunsins með borunum og því eru tilraunaboranirnar fyrir- hugaðar nú. Einnig hefur verð á afgangsorku frá Landsvirkjun mikil áhrif á hagkvæmni þessa og því leggur nefndin til að þegar verði hafnar viðræður við Landsvirkjun og Rafmagnsveitur ríkisins um sölu og afhendingu afgangsorku í Vest- mannaeyjum. Guðmundur Pálmason jarðeðlis- fræðingur og einn nefndarmann- anna sagði við Morgunblaðið að ef þessar forsendur reyndust réttar væri þetta langhagkvæmasti kostur FJAVE því viðbótarkostnaður væri tiltölulega lítill. Guðmundur sagði þó að vel gætu verið ófyrirséðir erfiðleikar við að bora í hraunið sem væri um 800-1000° heitt á vissu dýptarbili en slíkt ætti ekki að vera óyfirstíganlegt ef rétt er að staðið. Nefndin bendir á fleiri möguleika til orkuöflunar ef þessi reynist ekki raunhæfur. Lagt er til að könnuð verði hagkvæmni þess að raforka og varmi fyrir Vestmannaeyjakaup- stað verði framleidd í sambyggðu orkuveri í Vestmannaeyjum. Þá er lagt til að FJAVE taki upp viðræð- ur við fiskiðnaðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum um athugun á hagkvæmni á nýtingu afgangs- varma. Að lokum leggur nefndin til að kannað verði hugsanlegt form á samstarfi bæjarsjóðs Vestmanna- eyja og FJAVE um byggingu og rekstur sorpbrennsluvers þar sem varminn yrði nýttur inn á kerfi FJAVE. Jafnframt verði gerð úttekt á magni og gerð brennanlegs sorps í Vestmannaeyjum og möguleikum þess að flytja sorp úr landi til brennslu í Eyjum. Nefndin var skipuð Guðmundi Pálmasyni, Eiríki Bogasyni, Sig- mund Jóhannssyni, Sveinbirni Björnssyni, Wilhelm V. Steindórs- syni og Erni Helgasyni. Borgin kaupir lóð í Hafnarstræti Istak hf. reisir bifreiða- geymslu í Færeyjum BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa lóðina við Hafnar- stræti 21, þar sem verslunin Zimsen er til húsa. Lóðin er 1328 fermetrar að stærð og er í eigu Olíuverslunar íslands hf. Kaupverðið er 30 milljónir króna sem greiðist á 15 árum. Samkvæmt nýjum skipulagstil- lögum í miðbænum er gert ráð fyrir að á mótum Hafnarstrætis og Tryggvagötu verði miðstöð Strætisvagna Reykjavíkur, Kópa- vogs og Hafnarfjarðar, en aðstaða þeirra er nú við Lækjartorg og í Lækjargötu. Fyrirhugað er að miðstöðin verði undir glerþaki í tengslum við göngugötur í Hafn- arstræti og Austurstræti. Þorvald- ur S. Þorvaldsson forstöðumaður borgarskipulagsins, sagði að með þessum breytingum færðist um- ferðarþunginn úr Tryggvagötu og Hafnarstræti, yfir á fyrirhugaða Geirsgötu, sem verður meðfram hafnarbakkanum í gömlu höfn- inni. NÝTT MIÐBÆJARSKIPULAG Breytt fyrirkomulag gatna. Við breytinguna tengist Skúlagata nýrri götu, Geirsgötu. Lækjargata og Hverfisgata tengjast gatna- mótum Skúlagötu og Geirsgötu. Hafnar- stræti og Tryggvagata lokast í austur-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.