Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
DANS- OG LEIKSMIÐJAN
Fyrsta sýning Kramhússins veröur
„Ódysseifur"
laugardaginn 30. maf kl. 21.00 og
sunnudaginn 31. maí kl. 21.00
Flytjandi: Marfa Lexa
ws>&
PANTfx,
STH5ai'7860
15103 09
1.—6. JÚNÍ: Marfa Lexa, látbragðsleikari frá DECROUX í París.
1. námskeið: Látbragðsleikur, raddbeiting og spuni með texta
og hreyfingu.
1.-16. JÚNÍ: Adrianne Hawkins, dansari og listrænn ráðunautur
IMPULS DANCE COMPANY í Boston.
2. námskeið: Jassdans og nútímadans.
9,—14. JÚNÍ: Anna Haynes, dansari og dansahöfundur frá
Bretlandi. Hún hefur m.a. Masters gráðu frá ZABAN ART OF
MOVEMENT.
3. námskeið: Dansspuni byggður á hugmyndum Rudolf Zaban.
1S.-22. JÚNÍ: Charles Zenthold, tangókennari frá Sviss.
4. námskeið: Argentínskur tangó.
22.-30. JÚNÍ: Susi Villaverde, látbragðsleikari frá Spáni.
5. námskeið: Látbragðsleikur með áherslu á trúða- og
götuleikhúslist svo og japanska látbragðslist.
20.-30. JÚNÍ: Nanette Nelms, dansari frá JUBILATIONS
DANCECOMPANY í New York.
6. námskeið: Nútímadans fyrir framhaldsnemendur með
sýningu í huga í námskeiðslok.
dansari og dansahöfundur frá Sviss.
nútímadans.
NÝ
VIÐBÓT!
5.—20. JÚLÍ: Francois Zehmann,
7. námsKeið: Jassdans og
Nú sem endranær mun Kramhúsið halda uppi merki framfara og
framúrstefnu í dans- og leiklist.
Það verður heitt í kolunum í Kramhúsinu í júní! Sjö erlendir listamenn
koma til liðs við okkur og halda námskeið og sýningar.
Listunnendur, áhugafólk um dans- og leiklist:
Notið tækifærið og sækið námskeið og sýningar þessara athyglisverðu
listamanna - ykkar vegna!
Tom Cruise
á réttri leið
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Á réttri leið (All the Right Mo-
ves). Sýnd i Bíóhúsinu. Stjörnu-
gjöf: ☆
Bandarísk: Leikstjóri: Michael
Chapman. Aðalhlutverk: Tom
Cruise, Craig T. Nelson og Lea
Thompson.
Það þarf ekki nema að líta á
nöfn aðalleikararanna í þessari
amerísku unglingamynd til að
gruna hvað í vændum er. Cruise
er að sjáfsögðu sæti aðalgæinn,
Craig T. Nelson er hatrammur and-
stæðingur hans og Lea Thompson
er skotin í honum. Aðrir skipta
engu verulegu máli.
A réttri leið (All the Right Mo-
ves), sem sýnd er i Bíóhúsinu, er
mynd sem Cruise lék í áður en
hann fór að umgangast stórstjömur
eins og Paul Newman og Dustin
Hoffman en það getur hver maður
séð að titill myndarinnar er mjög
viðeigandi með tilliti til þess sem
framtíð Cruise bar í skauti sér.
Síðan myndin var gerð er efnilegi
unglingaleikarinn orðinn að stór-
stjömu sjálfur.
Annars er ekkert sérstakt við
þessa mynd nema kannski hrapal-
lega einföld lýsing á lífi ungling-
anna. Myndin gerist í stáliðnaðarbæ
þar sem engin framtíð er fyrir ung-
mennin nema stritið í stálvemnum.
Kynjamismunur unglinganna er
eins skýr og hann er skrítinn án
þess að honum sé endilega rétt lýst:
fátæku strákamir rembast í
amerískum fótbolta til að fá há-
skólastyrk á meðan fátæku stelp-
umar rembast við hið alameríska
klappstýruhopp til að komast ekki
neitt. í menntaskólanum hanga þær
Á réttri leið: Tom Cruise.
utan í sætu strákunum eins og úlp-
ur og franskir kossar koma í staðinn
fyrir einfalt „sjáumst" í lok
frímínútanna.
En það em margar góðar fót-
boltasenur í myndinni. Craig T.
Nelson, sem er svona fótboltaþjálf-
ari sem bendir á þann sem gerði
mistökin í leiknum og segir „það
var þér að kenna að við töpuðum",
þarf auðvitað að koma í veg fyrir
frama Cmise í fótboltanum og þar
með gera út um háleitar vonir hans
um að koma sér burtu frá stál-
krummaskuðinu.
En Cruise er uppreisnarmaður
með góðan málstað ólíkt James
heitnum Dean og óskaplega ljúfur,
hreinskiptinn piltur og þjálfi sér það
um síðir og bráðnar og líður heil-
miklu betur á eftir. Nelson er
miskunnarlaus þjálfí og Lea
Thompson reynir að koma svolitlum
kvenréttindasjónarmiðum að í
karlaveröldinni en með litlum ár-
angri.
Aðdáendur Cruise verða ekki
sviknir á þessari mynd en hún er
varla mikið spennandi fyrir t.d.
aðdáendaklúbb Marcel Proust.