Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 28

Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1987 -I Stykkishólmur fær kaupstaðarréttindi: Nýr kaupstaður með langa sögu og bjarta framtíð Rætt við Sturlu Böðvarsson bæj- arstjóra STYKKISHÓLMUR hlaut ný- verið kaupstaðarréttindi. Þrátt fyrir það, er bærinn enginn ný bóla, heldur á hann fjögurra alda sögu að baki sem verslun- arstaður og þar var amtmaður vesturamtsins staðsettur og síðar sýslumaðurinn. I tilefni af kaupstaðarréttindunum átti blaðamaður Morgunblaðsins samtal við bæjarstjórann, Sturlu Böðvarsson, áður sveit- arstjóra. Við útgáfu samþykktar um bæjarréttindi verða ýmsar breyt- ingar á stjómsýslu Stykkishólms, hreppsnefnd verður bæjarstjóm, hreppsráð verður bæjarráð og sveitarstjóri verður bæjarstjóri. „Breytingamar við kaupstaðar- réttindin em ekki mjög áþreifan- legar, en þó em þær nokkrar. Sveitarfélagið verður ekki lengur undir sýslunefnd, bærinn fær að- ild að að fulltrúaráði Bmnabótafé- lags íslands, við munum hafa sérstakt bæjarbókasafn og sér- stakt sjúkrasamlag. Umsvif sveitarstjómarinnar munu þó ekk- ert aukast við þetta.“ Enginn fólksflótti Að sögn Sturlu á Stykkishólm- ur ekki við neitt fólksflóttavanda- mála að stríða. „íbúar Stykkis- hólms em um 1300 talsins og á 10 ára tímabili hefur verið stöðug aukning, að tveimur ámm undan- skildum. Hér er næg atvinna og má reyndar segja að vanti fólk í vinnu.“ Atvinnulíf í Stykkishólmi er um margt frá bragðið því sem gengur og gerist í í íslenskum sjávarplássum. Fiskvinnsla skipar þar þó veigamikinn sess og þá fyrst og fremst skelvinnsla. Tog- araútgerð hefur þó aldrei náð að festa rætur á Stykkishólmi. „Sjáv- arútvegurinn stendur hér vel og em fískvinnslufyrirtækin stærstu fyrirtækin," sagði Sturla, „skip- Ungur Hólmari rennir fyrir fisk í höfninni. asmíðaiðnaðurinn er hér einnig blómlegur og er Skipavík h. f. með stærstu fyrirtækjum í bæn- um. Sömu sögu er að segja af byggingaiðnaðinum, en hér em tvær stórar trésmiðjur með 40 - 50 manns í vinnu.“ Vaxandi ferðamanna- þjónusta Stykkishólmur hefur löngum verið mikill ferðamannabær. Þar er rekið stórt hótel, Hótel Stykkis- hólmur. Það sér ferðamönnum og öðmm fyrir gistingu og ýmislegri aðstöðu og flóabáturinn Baldur og Eyjaferðir sjá til þess að menn kynnist hinni stórbrotnu náttúm Breiðafjarðareyja. Frá Stykkis- hólmi er síðan steinsnar til fegurstu staða á Snæfellsnesi. „Ferðamannaþjónustan er stór hluti af atvinnulífí bæjarins og er sífellt vaxandi." Stærsti vinnuveitandinn í bæn- Morgunblaðið/Sverrir um er hins vegar sjúkrahús Sankti Fransiskusystra, en þær reka einnig prentsmiðju og bamaheim- ili. „Sveitarstjórnin tekur þátt í rekstri heilsugæslunnar, svo og stækkun sjúkrahússins, sem nú er verið að vinna að,“ sagði Sturla. Menning- á gömlum merg Um menninguna á Stykkis- hólmi sagði Sturla: „Hér á Hólmarar fylgjast með fyrstu skóflustungnnni að nýju íþróttahúsi. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri: „Ákaflega bjartsýnn á framtíð Stykkishólms." ■ Buxur og peysur í skemmtilegum sumarlitum og góðir útigallar fást með 20% afslætti næstu daga. Við vekjum athygli á því að við höfum flutt okkur um set, nú er gengið inn frá Smiðjustíg. I1 MOTHERCARE, LAUGAVEGI 13, SÍMI 26560 mothercare iS i mumm m . j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.