Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 26.05.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1987 -I Stykkishólmur fær kaupstaðarréttindi: Nýr kaupstaður með langa sögu og bjarta framtíð Rætt við Sturlu Böðvarsson bæj- arstjóra STYKKISHÓLMUR hlaut ný- verið kaupstaðarréttindi. Þrátt fyrir það, er bærinn enginn ný bóla, heldur á hann fjögurra alda sögu að baki sem verslun- arstaður og þar var amtmaður vesturamtsins staðsettur og síðar sýslumaðurinn. I tilefni af kaupstaðarréttindunum átti blaðamaður Morgunblaðsins samtal við bæjarstjórann, Sturlu Böðvarsson, áður sveit- arstjóra. Við útgáfu samþykktar um bæjarréttindi verða ýmsar breyt- ingar á stjómsýslu Stykkishólms, hreppsnefnd verður bæjarstjóm, hreppsráð verður bæjarráð og sveitarstjóri verður bæjarstjóri. „Breytingamar við kaupstaðar- réttindin em ekki mjög áþreifan- legar, en þó em þær nokkrar. Sveitarfélagið verður ekki lengur undir sýslunefnd, bærinn fær að- ild að að fulltrúaráði Bmnabótafé- lags íslands, við munum hafa sérstakt bæjarbókasafn og sér- stakt sjúkrasamlag. Umsvif sveitarstjómarinnar munu þó ekk- ert aukast við þetta.“ Enginn fólksflótti Að sögn Sturlu á Stykkishólm- ur ekki við neitt fólksflóttavanda- mála að stríða. „íbúar Stykkis- hólms em um 1300 talsins og á 10 ára tímabili hefur verið stöðug aukning, að tveimur ámm undan- skildum. Hér er næg atvinna og má reyndar segja að vanti fólk í vinnu.“ Atvinnulíf í Stykkishólmi er um margt frá bragðið því sem gengur og gerist í í íslenskum sjávarplássum. Fiskvinnsla skipar þar þó veigamikinn sess og þá fyrst og fremst skelvinnsla. Tog- araútgerð hefur þó aldrei náð að festa rætur á Stykkishólmi. „Sjáv- arútvegurinn stendur hér vel og em fískvinnslufyrirtækin stærstu fyrirtækin," sagði Sturla, „skip- Ungur Hólmari rennir fyrir fisk í höfninni. asmíðaiðnaðurinn er hér einnig blómlegur og er Skipavík h. f. með stærstu fyrirtækjum í bæn- um. Sömu sögu er að segja af byggingaiðnaðinum, en hér em tvær stórar trésmiðjur með 40 - 50 manns í vinnu.“ Vaxandi ferðamanna- þjónusta Stykkishólmur hefur löngum verið mikill ferðamannabær. Þar er rekið stórt hótel, Hótel Stykkis- hólmur. Það sér ferðamönnum og öðmm fyrir gistingu og ýmislegri aðstöðu og flóabáturinn Baldur og Eyjaferðir sjá til þess að menn kynnist hinni stórbrotnu náttúm Breiðafjarðareyja. Frá Stykkis- hólmi er síðan steinsnar til fegurstu staða á Snæfellsnesi. „Ferðamannaþjónustan er stór hluti af atvinnulífí bæjarins og er sífellt vaxandi." Stærsti vinnuveitandinn í bæn- Morgunblaðið/Sverrir um er hins vegar sjúkrahús Sankti Fransiskusystra, en þær reka einnig prentsmiðju og bamaheim- ili. „Sveitarstjórnin tekur þátt í rekstri heilsugæslunnar, svo og stækkun sjúkrahússins, sem nú er verið að vinna að,“ sagði Sturla. Menning- á gömlum merg Um menninguna á Stykkis- hólmi sagði Sturla: „Hér á Hólmarar fylgjast með fyrstu skóflustungnnni að nýju íþróttahúsi. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri: „Ákaflega bjartsýnn á framtíð Stykkishólms." ■ Buxur og peysur í skemmtilegum sumarlitum og góðir útigallar fást með 20% afslætti næstu daga. Við vekjum athygli á því að við höfum flutt okkur um set, nú er gengið inn frá Smiðjustíg. I1 MOTHERCARE, LAUGAVEGI 13, SÍMI 26560 mothercare iS i mumm m . j
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.