Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
35
Stór hópur afkomenda Odds Hallbjörnssonar á Akranesi.
Morgunblaðið/Jens Alexandersson/Kópfa
IIAl.f .BJOii.X 1 ODDSSON
Sigrún og Þuríður Hallbjörnsdætur með yngsta gestinn á niðjamót-
inu á dögunum, óskírða 7 vikna stúlku, einn afkomenda Kristeyjar
tvíburasystur Þuríðar.
UÚHíOOl IK\
OSS ESD A 1/62
OÐÐUR SIGVALDA SOKJ ELIKl SVEIMS DÖTTIR
VÖRSABÆ ÖLFUSI HÖPI GRIKICAVÍK
DöTTIR DEIRRA.GUDROM R1761 D.I862 GIFTIST AGLI RIKA
SVDMWÖRNSSYMIFRA MDARÐV'lK INNRl NOARÐV'lK. DAUATTUTVÖ
BDRM'. • SVEIWBDÖRKl EGllSSON.SEM SIÐARVARD FYRSTI REKTOR
LÆRÐA SKÖLANS A ’ISLANDI OGGUÐRÚKIU.SEM GITTIST StRA
HALLGRiMI PRESTl AD GÖRDUMA AKR.AKiESI.
SONUU DEIRRA VAR SERA ODDUR HALLGRIMSSON PRESTUR 1
GUFUDAL. KOMA HANS VALGERDUR BEKOAMÍMSÐÖTTIR, OG SOHUR DEIRRA.’
HALLBGÖRM EÐVARD ODDSSON.
8ARNAKEMMARI AKRANESI.
Skólaslit í Stóru-V og’askóla
Hluti nemenda, kennara og gesta við skólaslit Stóru-Vogaskóla.
Margrét Stefánsdóttir með bikarinn, sem Stefán faðir hennar aflienti.
Vogum.
SKOLASLIT Stóru-Vogaskóla í
Vogum fóru fram laugardaginn
16. maí. Bergsveinn Auðunsson
skólastjóri vék að málefnum
skólans i skólaslitaræðu sinni.
Hann sagði 150 nemendur hafa
verið í skólanum í vetur og kenn-
arar voru 10. Hann sagði skóla-
starfið hafa gengið vel. Einnig
vék hann að húsnæðismálum
skólans og sagði mjög brýnt að
ráðist yrði í stækkun skólans og
kvaðst bjartsýnn á að þau mál
yrðu leyst. Skólastjóri þakkaði
sérstaklega Foreldra- og kenn-
arafélagi skólans góðan stuðning
í vetur.
Við skólaslit afhenti skólastjóri
gjafir þeim nemendum er sýndu
bestan námsárangur í hverjum
bekk. Guðni Óskarsson dönsku-
kennari afhendi gjafir fyrir bestan
árangur í dönsku, en gjafimar gaf
danska sendiráðið. Sæunn Guðjóns-
dóttir, varaformaður Kvenfélagsins
Fjólunnar, afhenti gjafír fyrir
handavinnu stúlkna og Stefán
Steingrímsson frá Lionsklúbbnum
Keili afhenti dóttur sinni, Margréti
Stefánsdóttur, bikar fyrir bestu
meðaleinkunn í skólanum á þessu
skólaári, en það er í fjórða sinn í
röð sem Margrét hlýtur þessi verð-
laun.
Við skólaslit voru skólanum af-
hentar gjafir til minningar um
Hrein heitinn Ásgrímsson, sem var
skólastjóri frá 1972—1985. Það var
Jón Ingi Baldvinsson, kennari, sem
afhenti gjöf frá íbúum Vatnsleysu-
strandarhrepps sem er sýningar-
skápur og María Gunnarsdóttir
afhenti gjöf frá Foreldra- og kenn-
arafélagi Stóru-Vogaskóla, sem er
innrömmuð mynd af Hreini heitnum
Ásgrímssyni.