Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞP ÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 38______________ Réttarhöldin í Lyon: Barbie neyddur fyrirrétt? Lyon. Reuter. KLAUS Barbie, sem nú er fyrir rétti í Lyon í Frakklandi fyrir glæpi gegn mannkyninu í heims- styrjöldinni síðari, verður e.t.v. fluttur með valdi í réttarsalinn í dag. Barbie gekk út úr réttar- salnum 13. maí, sagði að hann hefði verið fluttur nauðugur til Frakklands og hefur neitað að mæta fyrir réttinum siðan. Andre Cerdini, dómari, getur lát- ið flytja sakbominginn í réttarsal- inn með valdi, en hefur hingað til neitað að gera slíkt. í gær bar Luci- en Margaine, er barðist í and- spymuhreyfíngunni gegn Þjóðveij- um, vitni. Sagði hann að Barbie hefði pyntað hann og sent í fanga- búðir. Hann hefði ekki hitt Barbie augliti til auglitis síðan, en kvaðst sannfærður eftir að hafa séð mynd- ir af sakbomingi að þar færi „Slátrarinn frá Lyon“. Cerdini bað Margaine að mæta aftur fyrir rétt- inum í dag og er því búist við að Barbie verði færður þangað nauð- ugur, viljugur. Hvalveiðar: Grænfriðungar fagna ákvörð- un Sovétmanna Washington, Reuter. GRÆNFRIÐUNGAR hafa fagn- að þeirri ákvörðun Sovétstjóm- arinnar að hætta hvalveiðum í ágóðaskyni. Talsmaður samtak- anna sagði á sunnudag að þetta myndi þýsta frekar á aðrar þjóð- ir til að fara að fordæmi þeirra. Sovétmenn tilkynntu á laugardag að hvalskipafloti þeirra væri á leið til hafnar og að hvalveiðum í ágóða- skyni hefði verið hætt. Var enn- fremur tilkynnt að flaggskipi flotans yrði breytt í venjulegt fiski- skip. Talsmaður Grænfriðunga í Was- hington kvaðst fagna þessari ákvörðun og sagði að spamaðar- sjónarmið hefðu ráðið miklu um ákvörðun Sovétmanna. Sagði hann flota þeirra gamlan og úr sér geng- inn. Bætti hann við að íslendingar, japanir, Norðmenn og Suður- Kórebúar hefðu nýtt sér ákvæði sem heimilaði hvalveiðar í vísinda- skyni til að tryggja áframhaldandi sölu á hvalkjöti. Sagði hann einnig að Grænfriðungar hygðust beita sér fyrir afnámi þessa ákvæðis þegar Alþjóða hvalveiðiráðið kæmi saman til fundar í næsta mánuði. Sovét- menn neituðu að hætta hvalveiðum í ágóðaskyni þegar Alþjóða hval- veiðiráðið lagði við þeim bann árið 1986. Indland: Reuter. Hjól af kappaksturs- bíl varð manni að bana Hjól af kappakstursbfl varð manni að bana sl. sunnudag í Indiana í Bandaríkjunum. Atburður þessi var festur á filmu. Á fyrstu mynd- inni sést hvar hjólið hefur dottið af bíl nr. 16 er ökumaður að nafni Tony Bettenhaus ók. Síðan þeyttist það yfir ökumann í bíl nr.4 og yfir vamargirðingu er reist hafði verið umhverfís völlinn. Hjólið sveif svo yfir áhorfendaskarann og skall á einn áhorfandann og lést hann þegar í stað. Við sjáum viðbrögð þeirra er næstir stóðu og er einn viðstaddra að benda sjúkraliðum á hvar slysið hafði orðið. Á síðustu myndinni er verið að bera lík fómarlambsins, Lyle Kurtenbach, á braut. Kosningar á Grænlandi: Einkarekstur fyrirtækja eitt helsta kosningamálið Ágreining’ur um bandaríska ratsjárstöð í Thule Frá Nils Jörgen Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgunblaðains. KOSIÐ verður til grænlenska landsþingsins í dag, þriðjudag. 154 menn keppa um 27 sæti á þingi. Rúmlega 37.000 manns eru á kjörskra en þetta er í fjórða skipti sem kosið er til lands- þingsins frá því Grænlendingar fengu heimastjórn. Grænlenskir námsmenn í Dan- mörku fá nú að kjósa í fyrsta skipti en þeir eru um 200 talsins. Nýr flokkur býður nú einnig fram í fyrsta skipti en hann nefist „Polar- flokkurinn" og hefur aukið sjálf- stæði grænlensks atvinnulífs, einkum sjávarútvegs, á stefnuskrá sinni. Auk hans bjóða eldri flokk- amir Siumut, Inuit Ataqatigiit og Adasut, sem hægri flokkur og hefur verið í stjómarandstöðu, fram að þessu sinni. Sú breyting hefur verið gerð á kosningalögunum að nú velja kjósendur flokk en áður stóð valið á milli einstakra frambjóðenda. Siumut-flokkurinn, sem lýtur forsæti séra Jonatans Motzfeldt, hefur sætt gagnrýni bæði frá hægri og vinstri. Vinstri menn hafa gagn- rýnt flokkinn vegna framgöngu hans í deilum sem upp em komnar vegna fyrirhugaðra breytinga á rat- sjárstöð Bandaríkjamanna í Thule. Stjóm Motzfeldts neyddist til að fara frá í mars vegna þess að vinstri menn gátu ekki fellt sig við afstöðu hans í því máli. Motzfeldt lýsti því þráfaldlega yfir að Bandaríkjastjóm hefði gefíð fullnægjandi tryggingu fyrir því að notkun stöðvarinnar bryti ekki í bága við samskomulag stórveldanna frá árinu 1972 um Ofgamenn handteknir Meerut, Indlandi, Reuter. LÖGREGLUMENN gerðu í gær húsleit á þúsundum heimila í Meerut og nágrenni til að fyrir- byggja frekari óeirðir og of- beldisverk múslima og hindúa sem kostað hafa tæplega 90 manns lífið i borgunum Delhí og Meerut undanfarna daga. Eru þetta ein mannskæðustu átök sem orðið hafa á Indlandi allt frá því landið fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1947. Að sögn hátt- settra embættismanna innan lögTeglurnar eru átök fylking- anna tveggja af efnahagslegum rótum spunnin. Lögreglumenn sögðu að múslim- um og hindúum hefði lent saman þar sem aukinnar samkeppni gætti í verslun og hefði múgurinn einkum beint kröftum sínum að því að eyði- leggja verslanir andstæðingana. Talsmenn hindúa segja öfgamenn í röðum múslima vinna að þvf leynt og ljóst að viðhalda fátækt meðal þeirra sem ekki játa trú þeirra. Leiðtogar múslima fullyrða á hinn bóginn að múslimum sé mismunað vegna trúar þeirra og að hindúar vilji uppræta menningu þeirra og siði. Átök blossuðu upp á síðasta ári þegar hindúar fengu aftur að- gang að hofi einu, sem múslimir telja fæðingarstað guðsins Ram. Fáir voru á ferli í gær f Meerut og Gömlu-Delhí. Lögreglumenn leituðu að vopnum í híbýium manna og fjöldi manna var handtekinn. Talið er að 2.500 manns hafí verið teknir höndum í Meerut, sem er skammt norðaustur af Delhí, und- anfarna daga. Tvær sprengjur sprungu í Hapur og Modinagar skammt frá Meerut og þykir það gefa til kynna að átökin kunni að breiðast út. Hersveitir voru kallaðar út og hjúkrunarfólk var í viðbragðs- stöðu. Á sunnudag birtu yfírvöld tilskipun þar sem lagt er bann við Qöldasamkomum í Uttar Pradesh- fylki en þar búa um 120 milljónir manna. takmörkun gagneldflaugakerfa og að rekstur hennar þjónaði friðsam- legum tilgangi. Heimastjórnin gagnrýndi Motzfeldt vegna þessa og lýsti hann því loks yfir að útséð væri um frekara stjómarsamstarf. Hægri menn innan Siumut- flokksins hafa gagnrýnt flokkinn fyrir að hafa staðið í vegi fyrir auknu sjálfstæði grænlenskra fyrir- tækja einkum þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Heimastjómin hefur haft það á stefnuskrá sinni að at- vinnufyrirtæki skuli vera í eigu hins opinbera en hægri menn telja að frumkvæði einstaklinga fái ekki notið sín sem skyldi og hafa hvatt til þess að tekinn verði upp sjálf- stæður rekstur vinnslustöðva og útgerðarfyrirtækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.