Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞP ÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
38______________
Réttarhöldin í
Lyon:
Barbie
neyddur
fyrirrétt?
Lyon. Reuter.
KLAUS Barbie, sem nú er fyrir
rétti í Lyon í Frakklandi fyrir
glæpi gegn mannkyninu í heims-
styrjöldinni síðari, verður e.t.v.
fluttur með valdi í réttarsalinn í
dag. Barbie gekk út úr réttar-
salnum 13. maí, sagði að hann
hefði verið fluttur nauðugur til
Frakklands og hefur neitað að
mæta fyrir réttinum siðan.
Andre Cerdini, dómari, getur lát-
ið flytja sakbominginn í réttarsal-
inn með valdi, en hefur hingað til
neitað að gera slíkt. í gær bar Luci-
en Margaine, er barðist í and-
spymuhreyfíngunni gegn Þjóðveij-
um, vitni. Sagði hann að Barbie
hefði pyntað hann og sent í fanga-
búðir. Hann hefði ekki hitt Barbie
augliti til auglitis síðan, en kvaðst
sannfærður eftir að hafa séð mynd-
ir af sakbomingi að þar færi
„Slátrarinn frá Lyon“. Cerdini bað
Margaine að mæta aftur fyrir rétt-
inum í dag og er því búist við að
Barbie verði færður þangað nauð-
ugur, viljugur.
Hvalveiðar:
Grænfriðungar
fagna ákvörð-
un Sovétmanna
Washington, Reuter.
GRÆNFRIÐUNGAR hafa fagn-
að þeirri ákvörðun Sovétstjóm-
arinnar að hætta hvalveiðum í
ágóðaskyni. Talsmaður samtak-
anna sagði á sunnudag að þetta
myndi þýsta frekar á aðrar þjóð-
ir til að fara að fordæmi þeirra.
Sovétmenn tilkynntu á laugardag
að hvalskipafloti þeirra væri á leið
til hafnar og að hvalveiðum í ágóða-
skyni hefði verið hætt. Var enn-
fremur tilkynnt að flaggskipi
flotans yrði breytt í venjulegt fiski-
skip.
Talsmaður Grænfriðunga í Was-
hington kvaðst fagna þessari
ákvörðun og sagði að spamaðar-
sjónarmið hefðu ráðið miklu um
ákvörðun Sovétmanna. Sagði hann
flota þeirra gamlan og úr sér geng-
inn. Bætti hann við að íslendingar,
japanir, Norðmenn og Suður-
Kórebúar hefðu nýtt sér ákvæði
sem heimilaði hvalveiðar í vísinda-
skyni til að tryggja áframhaldandi
sölu á hvalkjöti. Sagði hann einnig
að Grænfriðungar hygðust beita sér
fyrir afnámi þessa ákvæðis þegar
Alþjóða hvalveiðiráðið kæmi saman
til fundar í næsta mánuði. Sovét-
menn neituðu að hætta hvalveiðum
í ágóðaskyni þegar Alþjóða hval-
veiðiráðið lagði við þeim bann árið
1986.
Indland:
Reuter.
Hjól af kappaksturs-
bíl varð manni að bana
Hjól af kappakstursbfl varð manni að bana sl. sunnudag í Indiana
í Bandaríkjunum. Atburður þessi var festur á filmu. Á fyrstu mynd-
inni sést hvar hjólið hefur dottið af bíl nr. 16 er ökumaður að nafni
Tony Bettenhaus ók. Síðan þeyttist það yfir ökumann í bíl nr.4 og
yfir vamargirðingu er reist hafði verið umhverfís völlinn. Hjólið sveif
svo yfir áhorfendaskarann og skall á einn áhorfandann og lést hann
þegar í stað. Við sjáum viðbrögð þeirra er næstir stóðu og er einn
viðstaddra að benda sjúkraliðum á hvar slysið hafði orðið. Á síðustu
myndinni er verið að bera lík fómarlambsins, Lyle Kurtenbach, á braut.
Kosningar á Grænlandi:
Einkarekstur fyrirtækja
eitt helsta kosningamálið
Ágreining’ur um bandaríska ratsjárstöð í Thule
Frá Nils Jörgen Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgunblaðains.
KOSIÐ verður til grænlenska
landsþingsins í dag, þriðjudag.
154 menn keppa um 27 sæti á
þingi. Rúmlega 37.000 manns eru
á kjörskra en þetta er í fjórða
skipti sem kosið er til lands-
þingsins frá því Grænlendingar
fengu heimastjórn.
Grænlenskir námsmenn í Dan-
mörku fá nú að kjósa í fyrsta skipti
en þeir eru um 200 talsins. Nýr
flokkur býður nú einnig fram í
fyrsta skipti en hann nefist „Polar-
flokkurinn" og hefur aukið sjálf-
stæði grænlensks atvinnulífs,
einkum sjávarútvegs, á stefnuskrá
sinni. Auk hans bjóða eldri flokk-
amir Siumut, Inuit Ataqatigiit og
Adasut, sem hægri flokkur og hefur
verið í stjómarandstöðu, fram að
þessu sinni. Sú breyting hefur verið
gerð á kosningalögunum að nú velja
kjósendur flokk en áður stóð valið
á milli einstakra frambjóðenda.
Siumut-flokkurinn, sem lýtur
forsæti séra Jonatans Motzfeldt,
hefur sætt gagnrýni bæði frá hægri
og vinstri. Vinstri menn hafa gagn-
rýnt flokkinn vegna framgöngu
hans í deilum sem upp em komnar
vegna fyrirhugaðra breytinga á rat-
sjárstöð Bandaríkjamanna í Thule.
Stjóm Motzfeldts neyddist til að
fara frá í mars vegna þess að vinstri
menn gátu ekki fellt sig við afstöðu
hans í því máli. Motzfeldt lýsti því
þráfaldlega yfir að Bandaríkjastjóm
hefði gefíð fullnægjandi tryggingu
fyrir því að notkun stöðvarinnar
bryti ekki í bága við samskomulag
stórveldanna frá árinu 1972 um
Ofgamenn handteknir
Meerut, Indlandi, Reuter.
LÖGREGLUMENN gerðu í gær
húsleit á þúsundum heimila í
Meerut og nágrenni til að fyrir-
byggja frekari óeirðir og of-
beldisverk múslima og hindúa
sem kostað hafa tæplega 90
manns lífið i borgunum Delhí og
Meerut undanfarna daga. Eru
þetta ein mannskæðustu átök
sem orðið hafa á Indlandi allt frá
því landið fékk sjálfstæði frá
Bretum árið 1947. Að sögn hátt-
settra embættismanna innan
lögTeglurnar eru átök fylking-
anna tveggja af efnahagslegum
rótum spunnin.
Lögreglumenn sögðu að múslim-
um og hindúum hefði lent saman
þar sem aukinnar samkeppni gætti
í verslun og hefði múgurinn einkum
beint kröftum sínum að því að eyði-
leggja verslanir andstæðingana.
Talsmenn hindúa segja öfgamenn
í röðum múslima vinna að þvf leynt
og ljóst að viðhalda fátækt meðal
þeirra sem ekki játa trú þeirra.
Leiðtogar múslima fullyrða á hinn
bóginn að múslimum sé mismunað
vegna trúar þeirra og að hindúar
vilji uppræta menningu þeirra og
siði. Átök blossuðu upp á síðasta
ári þegar hindúar fengu aftur að-
gang að hofi einu, sem múslimir
telja fæðingarstað guðsins Ram.
Fáir voru á ferli í gær f Meerut
og Gömlu-Delhí. Lögreglumenn
leituðu að vopnum í híbýium manna
og fjöldi manna var handtekinn.
Talið er að 2.500 manns hafí verið
teknir höndum í Meerut, sem er
skammt norðaustur af Delhí, und-
anfarna daga. Tvær sprengjur
sprungu í Hapur og Modinagar
skammt frá Meerut og þykir það
gefa til kynna að átökin kunni að
breiðast út. Hersveitir voru kallaðar
út og hjúkrunarfólk var í viðbragðs-
stöðu. Á sunnudag birtu yfírvöld
tilskipun þar sem lagt er bann við
Qöldasamkomum í Uttar Pradesh-
fylki en þar búa um 120 milljónir
manna.
takmörkun gagneldflaugakerfa og
að rekstur hennar þjónaði friðsam-
legum tilgangi. Heimastjórnin
gagnrýndi Motzfeldt vegna þessa
og lýsti hann því loks yfir að útséð
væri um frekara stjómarsamstarf.
Hægri menn innan Siumut-
flokksins hafa gagnrýnt flokkinn
fyrir að hafa staðið í vegi fyrir
auknu sjálfstæði grænlenskra fyrir-
tækja einkum þeirra sem starfa í
sjávarútvegi. Heimastjómin hefur
haft það á stefnuskrá sinni að at-
vinnufyrirtæki skuli vera í eigu hins
opinbera en hægri menn telja að
frumkvæði einstaklinga fái ekki
notið sín sem skyldi og hafa hvatt
til þess að tekinn verði upp sjálf-
stæður rekstur vinnslustöðva og
útgerðarfyrirtækja.