Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 41

Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 41
T’onr TA«>* ÍIP CTTTr\/CTTTT 'TfJrT /ITH A TfTT^T T^CT/VTfT MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 ni 41 Keuter Blindur og einn síns liðs yfirAtlantshafið Jim Dickson vonast til að verða fyrsti blindi maðurinn til að sigla yfir Atlantshafið einn síns liðs. Ætlar hann að sigla frá Bandaríkjun- um til Englands og leggja upp í ferðina 29. júní nk. Siglingatækin eru þannig úr garði gerð, að þau geta „talað“, sagt til um stefnuna og annað, sem nauðsynlegt er að vita. Fijieyjar: Uppreisnar- mönnum gefn- ar upp sakir Suva, Fý'ieyjum. London. Reuter. LANDSTJÓRI Fijieyja, Penaia Ganilau, gaf í gær Sitiveni Ra- buka, ofursta og öðrum uppreisnarmönnum upp sakir fyrir þátt þeirra í að bylta nýkjörinni ríkisstjórn landsins 14. maí sl. Stuðn- ingsmenn stjórnarinnar eru sagðir undirbúa friðsamleg mótmæli. Lögregla og her gerðu vopnale- eyja hélt áfram fundi sínum í gær it í gær og gerðu upptæk öll vopn er þeir fundu, en spenna fer nú vaxandi á eyjunum. Fyrsti fundur hins nýskipaða ráðgjafahóps Gani- lau landstjóra, er stjóma á landinu þar til nýjar þingkosningar fara fram, hélt sinn fyrsta fund í gær og sat landstjórinn í forsæti. Hann hefur skipað Kamisese Mara, fyrr- um forsætisráðherra, að fara með utanríkismál og Rabuka að fara með öryggismál. Bavadra, fyrrum forsætisráðherra, er tilnefndur var í ráðgjafahópinn, sagði í gær í Suva, höfuðborg Fiji, að hann myndi ekki taka þátt í störfum hans. Stuðningsmenn Bavadra ætla að loka fyrirtækjum sínum í dag og mótmæla þannig valdatöku hersins. Bavadra sagði við frétta- mann Reuterfréttastofunnar að hann hygðist sækja fund Suður- Kyrrahafsráðsins, sem halda á um næstu helgi í Apia á Vestur- Samoa. Höfðingjaráð frumbyggja Fiji- og fór hann fram fyrir luktum dyrum. Sagt er að rætt hafí verið um nauðsjmlegar breytingar á stjórnarskrá eyjanna og uppkast að bréfi til Elisabetar Bretadrottn- ingar, þar sem skýrt yrði hvers vegna byltingin var nauðsynleg. Aðstoðarutanríkisráðherra Breta, Young barónessa, sagði í London í gær ósennilegt að breska ríkisstjómin myndi grípa til við- skiptaþvingana gegn Fijieyjum. Hún staðfesti að stjóminni hefði borist bréf frá Rajiv Gandhi, for- sætisráðherra Indlands, vegna Fijieyja. Young vildi ekki segja hvers efnis það væri, en kvað rétt að minnst væri á efnahagsaðgerð- ir í bréfinu. Eins og kunnugt er beinast aðgerðir byltingarstjórnar- innar á Fijieyjum að því að tryggja völd frumbyggja eyjanna og koma í veg fyrir að menn af indverskum ættum nái meirihluta aðstöðu í ríkisstjóm. Sameinuðu furstadæmin: Úlfaldaeigandi sektaður vegna umferðarslyss Sharjah. Reuter. EIGANDA tveggja úlfalda, sem hlupu inn á akveg og ollu dauða- slysi, var gert að greiða 19.000 dollara (rúml. 730.000 ísl. kr.) í sekt samkvæmt dómsúrskurði, sem gekk í berhögg við alda- gamlar hefðir. Það hefur löngum tíðkast í Sam- einuðu furstadæmunum, að eigandi dýrs, sem drepst af völdum öku- tækja, hefur átt vísar bætur frá ökumanninum. En í þetta sinn var eigandi dýr- anna handtekinn og sektaður, að því er sagði í blaðinu al-Khaleej. Að sögn blaðsins lést ökumaður- inn, Abdullah Saeed Salem, sam- stundis, þegar bíll hans rakst á úlfaldana á hraðbrautinni. Bróðir hans, sem var farþegi í bílnum, slas- aðist nokkuð og bíllinn skemmdist mikið. Úlfaldarnir lifðu af. Kína: Eldar í norðri en vatnavextir í suðri Peking, Reuter. NOKKUÐ rigndi i fyrradag í Norður-Kína þar sem mestu skógareldar i mannaminnum hafa geisað í tæpar þijár vikur og varð það til að hefta aðeins framrás eldsins. Nú er hann hins vegar kominn að miklu, ósnertu og upprunalegu skógarflæmi og er voðinn vís ef í þvi kviknar. Rigningin á sunnudag var mjög lítil en samt næg til að deyfa eldinn aðeins og gafst þá slökkviliðsmönn- um ráðrúm til að slökkva alla elda á vestursvæðinu. Annars staðar geisa þeir enn og eru nú komnir inn í Innri-Mongólíu, í aðeins eins km fjarlægð frá mjög víðáttumiklu og upprunalegu skógarsvæði, sem aldrei hefur verið nytjað. Þar standa trén þétt og engir vegir þannig að nái eldamir þessum skógi verður ekkert við ráðið. í Suður-Kína, í Guangdon-hér- aði, eru það flóð og vatnavextir, sem hijá mannfólkið. Gífurlegt úr- helli hefur valið skemmdum á ökrum og engjum og eyðilagt 20.000 hús. Hafa 360.000 manns verið flutt á brott. Engin ein dýna er rétt fyrir alla. Óskir um verð og gerð eru margbreytilegar eftir efnum og ástæðum. En þar komum við inn í málið og hönnum þá einu réttu fyrir hvern og einn -fyriröll hugsanleg rúm og aðstæður. Og það er mesti misskilningur að slik persónuleg þjónusta sé dýrari. Verðið fer eftir gerðinni og gerðirnar eru margar- já allt niður í ótrúlega ódýrar. Rétt dýna í bílhýsið PETUR SNÆLAND HF SKEIFAN 8 SlMI 68 55 88 REYKJAVÍK it lE HRIN6DU in skuldfaerðá_______ greiðslukortareikninq SÍMINN ER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.