Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 42

Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 íslendingar og tölvubyltingin fltegtiiiltfftfetíÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. i iausasölu 50 kr. eintakiö. Ekki samið um varnir og öryggi Umræðurnar um stjórnar- myndun hafa til þessa einkum snúist um efnahags-, launa- og félagsmál. Eftir fund fulltrúa Sjálf- stæðisflokks, Kvennalista og Alþýðuflokks á laugardag kom hins vegar fram, að þar hefðu varnar- og öryggismál borið á góma. Mátti jafnvel skilja orð Frið- riks Sophussonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um þennan málaflokk á þann veg, að til þess að ná samkomulagi yrðu bæði Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti að slá af stefnu sinni. Ef tekið er mið af kosningabar- áttu Kvennalistans kemur það í sjálfu sér á óvart, að þær skuli gera varnar- og öryggismál að úrslitaatriði varðandi aðild að ríkis- stjóm. Fyrir kosningar reyndu talsmenn samtakanna að vefja við- horf sín til þessa viðkvæma málaflokks inn í slíkar skrautum- búðir, að helst enginn kæmi auga á innihaldið. Þegar umbúðimar em teknar utan af kemur í ljós bull- andi ágreiningur við þá, sem vilja óbreytta stefnu í vamar- og örygg- ismálum. Það er fráleitt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að ganga til stjómar- myndunar, ef hann þarf að sveigja af leið í utanríkismálum. Þótt lesa megi margt út úr úrslitum kosn- inganna er ógerlegt að halda því fram með nokkrum rökum, að háttvirtir kjósendur hafi verið að biðja um nýja stefnu í öryggis- og vamarmálum. Kvennalistinn efndi til langra funda í vikunni eftir kosningar. Þar var ætlunin að draga fram þau málefni, sem setja skyldi á oddinn í viðræðum við aðra flokka. í könn- unarviðræðunum, sem voru að- dragandi þess, að Þorsteinn Pálsson boðaði flokkana þrjá til formlegra viðræðna, sýnist ekkert hafa komið fram í öryggis- og vamarmálum, sem yrði fleygur á milli flokkanna. Það væri í hróp- legri andstöðu við grundvallarsjón- armið Sjálfstæðisflokksins að ganga til viðræðna við flokka um frávik frá stefnu flokksins í örygg- is- og vamarmálum. Ef fulltrúar Kvennalistans setja þessi mál fyrir sig, eftir að formlegar viðræður eru komnar á skrið, er ekki unnt að jafna því við annað en hrygg- brot. í mörgu tilliti er ástæða til að setja spurningarmerki við Kvenna- listann, þegar einstök og sérgreind málefni ber á góma. Kvennalista- konur hafa einkum viljað skapa sér þá ímynd, að þær bæm hag þeirra, sem minna mega sín, fyrir bijósti. Sjálfstæðismenn og alþýðuflokks- menn hafa ljáð máls á viðræðum við þær um að þessum hugmyndum þeirra verði hmndið í framkvæmd. Sérfræðingar hafa setið við að reikna út, hvað tillögumar kosta. Eigi varnarmálin að verða að eins- konar skiptimynt í þessum viðræð- um hljóta sjálfstæðismenn að hugsa sinn gang og endurmeta stöðuna. Sagan sýnir, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki einu sinni þurft að vera í ríkisstjórn til að veita viðnám gegn varnarleysis- stefnu vinstri flokka. Því síður þarf hann að fara í ríkisstjóm upp á önnur býti en þau, að viðmælend- ur hans lýsi yfír stuðningi við óbreytta stefnu í utanríkis- og vamarmálum. Urgangur ogum- hverfis- vernd * Adögunum vakti það vemlega athygli um heim allan, þegar stjórnendur sorppramma, sem lagði upp frá New York, gátu hvergi komist að landi til að losna við farm sinn. í nágrannalöndum okkar í Evrópu vex þeim fiskur um hrygg, sem leggja áherslu á verndun umhverfis. Smituð af hin- um alþjóðlegu umræðum beinist athygli okkar mjög að Atlantshafi og nágrannalöndum, þegar um- hverfísvernd ber á góma. í sjálfu sér er góðra gjalda vert að gera kröfur til annarra í þessu efni. Hér eins og endranær mundi þó marg- ur vandi lagast, ef menn og þjóðir ræktuðu garðinn sinn með sóma. Frá því hefur verið skýrt, að síðastliðinn fimmtudag hætti Sindra-stál að taka við brotajámi nema frá þeim, sem samið hafa um slíka þjónustu við fyrirtækið. Síðan 1950 hefur Sindra-stál stundað endurvinnslu af þessu tagi, en telur sér ekki lengur fært að standa undir þessari starfsemi óstutt. Asgeir Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sindra-stáls, segir að ekki hafi tekist samvinna milli fyrirtækisins og Samtaka sveitar- félaga um hreinsun landsins og endurvinnslu. Morgunblaðið ætlar ekki að taka afstöðu til viðræðna Sindra-stáls og sveitarstjómamanna. Hitt er ljóst, að hér á landi eins og annars staðar þarf að standa skipulega að því að hirða úrgang, brotajám eins og annað, nýta það sem nýti- legt er og velja hinu hæfilegan stað. Gerðar eru vaxandi kröfur til opinberra aðila í þessu efni. Geti þeir nýtt krafta einstaklinga til að vinna verkið fyrir sig skilar það áreiðanlega bestum árangri. eftir Ellert Ólafsson „íslendingar em fremstir allra þjóða í notkun einkatölva." Þessi fullyrðing virðist fáránleg við fyrstu sýn. Hvernig getur fámenn fiski- mannaþjóð við ysta haf skákað háþróuðum iðnríkjum eins og Bandaríkjamönnum og Japönum á þessu sviði? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt, frekar en að skýra í fáum orðum frá því hvers vegna grísk menning og vísindi sem lýstu heiminum í tvö þúsund ár urðu til á tiltölulega stuttum tíma. Venjuleg rökfræðileg þrætulist eða hagfræðilegir talna- leikir sem nú em í tísku duga skammt til að skýra þetta fyrir- brigði frekar en annað sem snýr að mannskepnunni. Heljarstökkið inn í nútímann Eftir stutta hveitibrauðsdaga í landi elds og ísa, þar sem skógur óx milli fjalls og fjöm, tóku við margar dimmar aldir hungurs, eld- gosa, hafíss og drepsptta fyrir landnema þessa lands. I ofanálag bættist við erlend áþján og kúgun. Teiknaðar myndir og frásagnir er- lendra ferðamanna sem gistu þetta land fyrr á öldum sýna ljóslega hvemig hin vægðarlausa lífsbarátta mótaði fólkið. En ferðamenn sáu einnig óvenjulegt líkamsþrek og baráttuvilja sem einkenndi þetta dulúðlega fólk. En svo fer að rofa til á himni tímans, menn eins og Jón Vídalín, Skúli Magnússon og Jón Sigurðsson marka brautina til framfara og frelsis. A þessari öld kemur svo stóra framfarastökkið. Þjóðin skríður úr moldarkofunum inn í vélvæddan nútímann fullan af tækjum og tólum þar sem raf- eindatæki og kjarnorkuver eru hversdagsleg fyrirbrigði. Fyrir þessa heijuðu þjóð var þetta heljar- stökk eins hversdagslegt og áreynslulaust eins og að gömul flík hefði verið lögð til hliðar og ný tek- in í staðinn. Þjóð Snorra, Jónasar og Laxness Frá fornu fari hafa íslendingar dundað við skáldskap sér til gam- ans og upplyftingar og þótt vel liðtækir við slíka iðju. Skömmu eft- ir landnám Islands þurftu Noregs- konungar að sækja hirðskáld sín til íslands og enginn skilur hvers vegna skáldskapurinn dafnaði svo vel á íslandi en visnaði og kulnaði í gamla heimalandinu. Kalt veður- far og klæðaskortur kom ekki í veg fyrir að fornsögurnar, frumlegustu skáldverk Norðurlanda voru stung- in á íslensk skinn. í kulda og myrkri miðaldanna hefur lestur þessara bóka vafalaust átt stóran þátt í því að þjóðin fraus ekki í hel í andlegum skilningi. Fyrir þjóð sem hefur skemmt sér við kveðskap frá alda öðli er tölvutækni og hvers kyns leikaraskapur með tölvur kærkomin tilbreyting frá ferskeytlunni og ólíkt auðveldari viðfangs en sléttubönd og aðrir dýrir bragarhættir. Einn er sá hæfileiki sem einkenn- ir þessa afskekktu eyþjóð í miklum mæli en það er forvitni, nýjunga- gimi og lifandi áhugi á framförum og nýjungum sem eiga sér stað hjá öðmm þjóðum. Þessi forvitni og gleðin af að klífa nýja tinda er það afl sem hvetur einstaklinga til dáða í atvinnulífi og vísindum. Islenska tölvuundrið Á íslandi eru til fleiri tölvur á íbúa en í öðrum löndum. Þetta gild- ir sérstaklega um þær tölvur sem skipta mestu máli í dag, þ.e.a.s. IBM-PC og eftirlíkingar af henni og Apple Macintosh. Miklu mikilvægara er þó að þekking al- mennings og færni í að nota þessi tæki eru í algjörum sérflokki hér á landi. Á stuttum tíma hafa risið íjölmörg tölvufyrirtæki sem hanna hugbúnað og veita fyrirtækjum þjónustu og ráðgjöf á tölvusviðinu. Innan þessara fyrirtækja er mikið af frábærlega færum tölvumönnum og sum þessara fyrirtækja hafa þegar hafið útflutning á hugbúnaði. I samkeppni er smáforskot ómet- Ellert Ólafsson „I samkeppni er smá- forskot ómetanlega dýrmætt. Það forskot sem Islendingar hafa á þessu sviði býður upp á stórkostlega mögnleika til arðvænlegs útf lutn- ings á íslensku hugviti ef rétt er á málum hald- ið.“ anlega dýrmætt. Það forskot sem Islendingar hafa á þessu sviði býður upp á stórkostlega möguleika til arðvænlegs útflutnings á íslensku hugviti ef rétt er á málum haldið. Sennilega er hvergi meiri gróska í atvinnuvegum hér á landi en ein- mitt á tölvusviðinu, t.d. má nefna að heildarvelta hjá Tölvufræðslunni verður sennilega 20 sinnum meiri árið 1987 en hún var á fyrsta starfs- árinu, 1984. Eftirfarandi þættir virðast hafa haft mikil áhrif á þá framúrstefnu sem hér á sér stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.