Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 43

Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 43 Tölvukennsla i Oddeyrarskóla. 1. Einkaskólar. Tölvuskólar hafa verið reknir hér á landi frá 1978, en þá stofnaði Reynir Huga- son, verkfræðingur, fyrsta tölvu- skólann hér á landi. Aðrir skólar sem hafa rekið blómlega starfsemi eru Tölvuskóli Stjórnunarfélags Is- lands, Tölvuskólinn Framsýn, Tölvufræðslan og Tölvuskóli Gísla J. Johnsen. Skólar þessir hafa kennt grundvallaratriði við notkun einka- tölva, forritun og notkun á algeng- um hugbúnaðarkerfum. Gróskumikið starf einkaskólanna hér á landi á sér enga hliðstæðu erlendis. Um 25.000 manns hafa sótt þessi námskeið og þáttur þess- ara skóla í hinum stórstígu fram- förum á tölvusviðinu er ómetanleg- ur. 2. Mikið framboð af tölvum og hugbúnaði. Mikil samkeppni í sölu tölva og hugbúnaðar hefur haft jákvæð áhrif, aukið gæðin og úrvalið og lækkað verðið. 3. Jákvæðar aðgerðir stjórn- valda. Ekki má gleyma aðgerðum stjórnvalda í þessu máli. Ragnar Arnalds, fyrrverandi menntamála- ráðherra, felldi niður vörugjald af tölvum, Albert Guðmundsson, eftir- maður Ragnars í embættinu, felldi niður bæði söluskatt og toll af þess- um tækjum. Þessar aðgerðir hafa flýtt mikið fyrir tölvuvæðingu fyrir- tækja hér á landi. PC-tölvuvæðing á skrifstofum er komin lengra á veg hér en í öðrum löndum. Einnig er viðurkennt að Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, hefur lagt þessum málum gott lið. 4. Kostir smæðarinnar. Vegna smæðar landsins er upplýsinga- streymi mun greiðara og áhrifa- máttur ijölmiðla meiri en almennt er meðal stærri þjóða. Notkun tölva og kunnátta í að nota þær hefur orðið að nokkurs konar þjóðarvakn- ingu og árangurinn er stórkostleg- ur. 5. Vel menntuð þjóð. Síðast en ekki síst: Þjóðin er vel menntuð og stórhuga og þorir að fara nýjar leið- ir. Skólakerfið sefur djúp- um þyrnirósarsvefni Hin mikla gróska sem á sér stað í notkun tölva hjá almenningi og í fyrirtækjum landsins nær ekki inn í opinbera skólakerfið. Þar hefur verið ákveðið að sofa sem fastast, ekki þó í heila öld, en að minnsta kosti tvö næstu ár til að byija með. Þar á bæ ríkir stöðnun, úreltur gamaldagshugsunarháttur og framkvæmdaleysi. í grunnskólun- um, mikilvægustu menntastofnun- um landsins, eru aðeins til örfáar úreltar heimilistölvur til kennslu. Gamlar leikfangatölvur, sem venju- legt fólk hefur lagt til hliðar fyrir löngu. Þjálfun kennara og námsefn- ið til kennslunnar er í miklum ólestri. Þessi sorgarsaga á þó ekki við um Verzlunarskólann, en þar ger- ast nú margir góðir hlutir. Hinn málglaði og vígfimi mennta- málaráðherra landsins, Sverrir Hermannsson, skipaði sl. haust fjöl- menna nefnd opinberra starfs- manna til að gera úttekt á tölvufræðslu í grunnskólum lands- ins. Eftir margra mánaða starf og miklar vangaveltur skilaði nefndin áliti og komst að þeirri stónnerki- legu niðurstöðu, að nú sé tímabært að kaupa tölvur á kennarastofurn- ar! Þessa víðsýnu ákvörðun á síðan að athuga og endurskoða. eftir tvö ár og tvö ár er löng stund á bylting- artímum. Þó vita allir skólamenn að börn eiga afar auðvelt með að tileinka sér þessa tækni og skáka þeim full- orðnu algerlega á þessu sviði. Skólakerfið — hornsteinn vei- f erðarþj óðf élags Flestir geta verið sammála um að íslensk menning standi traustum fótum. Hin sterka menningararf- leifð þjóðarinnar verkar eins og brynvöm á móti þeirri andlegu lág- kúru og eymd sem berst hingað frá bandaríska kvikmynda- og skemmtanaiðnaðinum. Þessi and- lausa sykurleðja, klædd í smóking og krydduð með fríðleiksfólki, skammbyssum og framhjáhaldi, er almennt álitin algjört rusl í augum íslenskrar alþýðu. Flestir Islendingar eru sennilega tiltölulega ánægðir með skólakerfið hér á landi þótt skoðanir um ein- stök atriði séu nokkuð skiptar. Sá sem þessar línur krotar á blað hefur áreiðanlega efast meira um ágæti skólakerfisins og þjáðst meira af leiðindum í skóla en al- mennt gerist. Ekki er þó sanngjarnt að kenna skólakerfinu um þennan kvilla heldur virðist skýringin frek- ar vera óvenjulegur veikleiki undirritaðs fyrir fölleitum og döpr- um kennurum, en af þeim er enginn skortur í ríkisgeiranum. A langri skólagöngu eru mér lang eftirminnilegastir tveir skólamenn og hafa þeir gert mér meira gott en staglið í tugum skólabóka. Ann- ar þessara heiðursmanna var séra Eiríkur J. Eiríksson, skólastjóri á Núpi og síðar þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en hann gerði Núps- skóla að miklu menningarsetri með lýðháskólahugsjón Grundtvigs að leiðarljósi. A sunnudögum las Eirík- ur húslestra, sem voru áminningar og hvatningarorð til nemenda blönduð með upplestri úr sígildum, íslenskum bókum. Svo var andagift- in og innblásturinn mikill að engu var líkara en að sjálfur Jón Vídalín væri kominn í pontuna. Hinn öndvegismaðurinn í skóla- kerfinu var Þórarinn Bjömsson, skólameistari Menntaskólans á Ak- ureyri. Þórarinn var stórkostleg persóna, fullur af lífi og fyöri, geisl- andi gáfum og hafði þann stórkost- léga hæfileika að þora að vera hann sjálfur hvernig sem á stóð. Hann hafði undravert næma tilfinningu fyrir íslensku máli og tungutak hans var svo blæbrigðaríkt og glæsilegt að eftir var tekið. Þýðing- ar hans á frönsku skáldsögunni um Jóhann Kristófer eftir Romain Rol- land er skínandi dæmi um afburða- fæmi hans á þessu sviði. Þórarinn kenndi undirrituðum latínu og af hverri kcnnslustund, sem stóð yfir í 45 mínútur, fóru aldrei meira en 10 mínútur í kennsluna, obbinn af tímanum fór í frásagnir úr menn- ingarsögu og bókmenntum heims- ins. Karlinn var kraftaverkamaður og gat komið því til leiðar að sá sem þetta ritar og aldrei hafði get- að lært tungumál að neinu gagni, rétt klórað sig upp í þriðju einkunn með mikill yfirlegu og hóflegu svindli, hætti að geispa og fór að taka eftir í tímum. Nú bregður svo við að málfræði verður allt í einu opin bók og einkunnirnar tóku stór- an fjörkipp og urðu síst verri en hjá öðmm. Nú eru báðir þessir heiðursmenn horfnir til feðra sinna, en þeir lifa áfram í verkum sínum. Skólakerfíð í dag vantar sárlega menn af þess- ari stærð. I kennarastéttinni virðist vanta meira af kraftmiklu fólki með hugsjónir og dirfsku, sjálfstæðu fólki sem samþykkir ekki orðalaust alla vitleysuna sem þeim er rétt ofan. Ljós er það sem koma skal Stærstu tölvu- og símafyrirtæki heims eyða nú þúsundum milljarða íslenskra króna á ári við að þróa betri tækni við framleiðslu á raf- eindabúnaði. Framfarirnar á þessu sviði eru nú ævintýri líkastar. Stór- merkilegar upgötvanir hafa verið gerðar í notkun ljóss í staðinn fyrir rafstraum. Hugmyndin er að fótón- an komi í stað elektrónunnar og verði þar með þarfasti þjónninn á tölvusviðinu. Fótónan verður notuð til þess að tengja saman rásir, flytja boð og geyma upplýsingar. Nú þeg- ar hafa ljósleiðarar verið teknir í notkun í símakerfum og valda þeir mikilli byltingu þar. Ameríska stór- fyrirtækið AT&T hefur þegar framleitt fyrsta ljóssmárann og eytt í þetta verkefni rúmlega 20 mill- jörðum íslenskra króna. Þegar ljósleiðararnir komast inn í tölvurn- ar verða þær hundrað til þúsund sinnum hraðvirkari, eyða nánst engri orku, eru ekki viðkvæmar fyrir truflunum af rafsviði og hægt er að flytja tölvutæk gögn langar leiðir með litlum tilkostnaði. Nú þegar eru geisladiskar komnir á markaðinn. Einn lítill diskur getur geymt innihaldið úr 250 þúsund blaðsíðum og bandarísku alfræði- orðabækurnar eru þegar komnar á slíka diska. Þessi tækni veldur gjör- byltingu við geymslu ogríeit gagna. Miklar framfarir hafa átt sér stað við framleiðslu á fullkcmnari hálf- leiðurum en kísil, sem nú er notaður. A þessu ári munu koma á markaðinn allmargar 32 bita örtölv- ur. Byltingarkenndar framfarir eiga sér nú stað í hönnun á öflugum hugbúnaðarkerfum, t.d. teiknifor- ritum og reynslukerfum (Expert Systems). Líftími framleiðsluvara verður stöðugt styttri og samkeppnin er meiri en nokkru sinni fyrr, t.d. má nefna að 90% af framleiðsluvörum tölvufyrirtækisins Digital í Banda- ríkjunum hafa verið settar á markaðinn á síðastliðnum 36 mán- uðum. Þetta sýnir og sannar að menn verða að hafa augun opin og fylgjast vel með á þessu sviði. Tölvutæknin er orðin stór hluti af umhverfi nútímafólks og þessi nýja tækni mun eflaust auka framfarir og velmegun í heiminum á næstu árum. Lokaorð Framundan eru skemmtilegir tímar, miklar framfarir eiga sér nú stað í sjávanítvegi, ferðaþjónustu og fískeldi. Ómengað land, hreint loft og vatn eru dýrmætar auðlind- ir í dag. íslendingar eiga stórkostlega möguleika á því að hagnst vel á hinni miklu þekkingu í notkun ör- tölva sem hér er til staðar. Ef stjórnvöld og aðilar á vinnumark- aðnum vinna vel saman er þama um stórkostlega spennandi verkefni að ræða. Þjóðin er vel menntuð og nú loksins fer bókvitið beint í askana. I þeirri stórsókn til bættra kjara og framfara sem framundan er mun tölvutæknin og þekking í notkun þessara tækja skipta miklu máli. Höfundur er forstjóri Tölvu- fræðslunnar í Reykjavík. Reykjanes: Upplyfting í prófunum Revlganesi. DJUPBÁTURINN hf. bauð á nemend- um og starfsfólki Héraðsskólans í Reykjanesi í skemmtisiglingu um Djúp- ið á MS Fagranesi og var það vel þegin tilbreyting í miðjum prófönnunum. Fyrst var siglt í Vigur. Þar var farið í land og gengið um eyjuna, myllan skoðuð ásamt fleiru markverðu og kýr og hænsni heimsótt. Þá var hópnum boðið í kaffi og heitar kleinur og voru veitingunum gerð góð skil. Frá Vigur var farið í Æðey. Var þá komin rigning og kuldanæðingur svo lítið varð úr landkönnun þar. Síðan var haldið heimleiðis. Ferð þessi var hin ánægjulegasta og mjög fróðleg, sérstak- lega fyrir þá sem aldrei hafa komið í Reykjanes nema fljúgandi. Áttu þeir nú mun betra með að átta sig á hvemig landið liggur. Vilja allir þeir er fóru þessa ferð flytja Djúpbátnum hf. bestu þakkir fyrir höfðinglegt boð og sömuleiðis bænd- um í Vigur og Æðey fyrír móttökurnar. — Björg fáisiii :iT|íp iLjtel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.