Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 44

Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 44
Morgunblaðið/Benedikt Verkamenn standa á stefni hálfkaraðs bátsins. Hallgrímur Skapta- son er í miðið. Smíða 9,9 tonna trébát Skipasmíðastöðin Vör hefur nú í smiðum tæplega 10 tonna trébát með ályfirbyggingu. Þetta er fyrsti trébáturinn sem smíðað- ur er í Vör síðan árið 1983. Hallgrímur Skaptason fram- kvæmdastjóri sagði að eftirspurn eftir bátum þessarar stærðar væri mikil og margir hefðu auga- stað á tré sem smíðaefni. „Þetta er kaupandanum síst ódýrara en stál. Frágangur er sá sami en að baki liggur mun meiri vinna," sagði Hallgrímur. „Stálið er því er mun algengara efni en tréð. Ég er þeirri þróun mótfallinn. Stálið gefur tvímælalaust verri sjó- hæfni, það þarf ákveðna stærð af öskju úr svo eðlisþungu efni til þess að hún fari vel í vatni." Kaupandi bátsins er Armann Herbertsson á Neskaupstað. Hallg- rímur sagði að ekki væri búið að semja um smíði fleiri trébáta, en margir hefðu kynnt sér málið. Aðalfundur Slysavarnafélags íslands: Landhelgisgæslan hafi úr- slitavald komi upp ágrein- ingur við björgunarstörf Slysavarnafélag íslands telur r.ð tillögur þær sem komnar eru fram um að sameiginleg yfir- stjórn sjóbjörgunarstjórnstöðvar skuli vera í höndum SVFÍ, Land- helgisgæslunnar og Pósts og síma. Á aðalfundi SVFÍ, sem haldinn var í Hrafnagili í Eyja- firði um helgina, var stjórninni falið að vinna áfram að sameigin- legri stjórnstöð þessara aðila. Þriggja manna nefnd, sem dóms- málaráðherra skipaði í febrúar sl., hefur skilað af sér tillögum. í þeim er að mati stjómar SVFÍ byggt á þeim grundvallarsjónarmiðum, sem félagið hefur lagt áherslu á í við- ræðum um þessi mál, að hér eigi hin frjálsu félagasamtök og þeir opinberu aðilar, sem hlut eiga að máli, að vinna saman á jafnréttis- grundvelli. Mikið var rætt um Slysavama- skóla sjómanna og útgerð Sæbjarg- ar. Stjóm félagsins var falið að kanna hvernig hægt yrði að tryggja Haraldur Henrýsson, formaöur Slysavarnarfélags íslands. tekjuöflun svo hægt væri að halda áfram því starfi, sem nú er hafið um borð í skipinu. Stjórnin mun ræða við stjómvöld og hagsmuna- aðila sjávarútvegsins um hugsan- legan stuðning, en til þessa hefur útgerð skipsins verið rekin með fijálsum framlögum. Námskeiða- haldið hefur hinsvegar fengið styrk frá ríkinu. Fundurinn lýsti yfir þungum áhyggjum af öryggismálum smá- báta, sérstaklega nú með aukinni útgerð þeirra. Samþykkt var að fela stjóminni að skipa nefnd til að huga að þeim málum. Þá var farið fram á að tækjakostur Land- helgisgæslunnar yrði tekinn til gagngerrar endurskoðunar. Ánægja ríkti með þyrlu Landhelgis- gæslunnar og þátt hennar í hinum ýmsu björgunarstörfum. Rætt var um kaup á fleiri og stærri þyrlum auk þess sem rætt var um hvort tímabært væri að huga að endumýj- un sumra varðskipanna. Til álita komu kaup á smærri varðskipum, sem gættu öryggis á grunnmiðum, sérstaklega með tilliti til aukinnar smábátaútgerðar. Fundurinn lýsti áhyggjum yfir því að loftskeyta- Tveir nýir ritsljórar á Degi Hermann Sveinbjörnsson verður blaðafulltrúi SÍS Morgunblaðið/Benedikt Stefánsson Volkswagen-bifreiðin þar sem hún stendur fyrir utan heimili Hallgríms. Fjögur egg í hreiðri á þaki bifreiðar Áskell Þórisson og Bragi Bergmann hafa verið ráðnir ritstjórar dagblaðsins Dags á Fiskmarkaður Norðurlands hf: Framkvæmda- sljóri ráðinn SIGURÐUR P. Sigmundsson, hagfræðingur, hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Fisk- markaðar Norðurlands hf. Ákvörðun um ráðninguna var tekin á stjórnarfundi nýja fyrir- tækisins í gær og tekur Sigurður til starfa 10. júlí. Fram að þeim tíma mun stjómin vinna áfram að undirbúningi. Sigurður er 30 ára gamall og hefur starfað sem deild- arstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu undanfarin ár. Hann er ókvæntur. Fiskmarkaður Norðurlands verður til húsa þar sem BSA- verkstæðið var lengi vel. DRÖFN Fríðfinnsdóttir opnaði sýningu á verkum sinum í Dyn- heimum síðastliðinn laugardag. Á sýningunni eru 25 klippi- myndir og átta málverk sem Dröfn hefur unnið á þessu ári og síðasta. Dröfn stundaði nám í einn vetur í Myndlista- og handíðaskólanum auk þess sem hún var í fjögur ár í Myndlistarskólanum á Akureyri. Akureyri. Hermann Svein- björnsson, sem verið hefur ritstjóri Dags síðan 1980, lætur af störfum í byrjun júní og flyt- ur suður til að taka við starfi blaðafulltrúa SÍS, sem Helgi Pétursson gegndi áður. í kjölfar ritstjóraskiptanna munu stöður fréttastjóra og rit- stjómarfulltrúa verða felldar niður, en ritstjórar munu skipta með sér verkum þannig að Bragi mun hafa umsjón með pólitískum skrifum blaðsins og Áskell hefur NÁMSSTEFNA um sorg og sorgarviðbrögð verður haldin á fimmtudag, uppstigningardag, í Glerárkirkju og hefst hún klukkan 19.00. Þar flytja erindi Páll Eiríksson geðlæknir, séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkra- húsprestur, Sigrún Proppé listmeðferðarfræðingur og Hún tók þátt í samsýningum norð- lenskra kvenna árin 1983 og 1985. Einnig tók Dröfn þátt í samsýn- ingu í tengslum við M-daga í fyrra og samsýningu á vegum Lions- manna á þessu ári. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 17.00 til 20.00. Um næstu helgi verður hún opin frá kl. 14.00 til 22.00 og lýkur henni á sunnu- dagskvöld. umsjón með öðmm skrifum blaðs- ins. Áskell hefur undanfarið verið blaðafulltrúi hjá KEA á Akureyri, en áður var hann blaðamaður á Degi og á Tímanum. Bragi hefur undanfarið ár verið ritstjórnarfull- trúi á Degi. Áður var hann kennari og síðar blaðamaður á Degi. Fréttastjóri Dags var Gylfi Kristj- ánsson, en hann mun taka við Akureyrardeild DV af Jóni G. Haukssyni, sem flytur sig suður. Þóra Karlsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Eftir erindi þeirra verða pall- borðsumræður þar sem fyrirspum- um verður svarað. Námsstefna þessi er öllum opin og eru Norð- lendingar hvattir til þess að sækja hana. Námsskeiðsgjald er 500 krónur og einnig verða seldar veit- ingar á 100 krónur. Námsstefna lík þessari var fyrir skömmu hald- in í Reykjavík. í fréttatilkynningu frá undir- búningsnefndinni segir að sorg þurfi ekki að vera bundin ástvina- missi eingöngu. Hún geti verið vegna skilnaðar, vonbrigða eða sjúkdóma. Þá geta fósturlát, fóstureyðing eða sjálfsvíg vakið djúpa sorg, segir ennfremur. í framhaldi af námsstefnunni er í ráði að koma á umræðuhópum þar sem fólk getur komið saman, skipst á skoðunum og deilt reynslu sinni með öðrum. FLJÓTLEGA eftir að Hallgrím- ur Hallgrímsson á Akureyri tók Volkswagen-bifreið sína út úr skúr eftir vetrargeymslu nú í vor gerði þröstur hreiður á þaki bifreiðarinnar. Hallgrímur veitti því þó enga eftirtekt fyrst um sinn. „Það var ekki fyrr en frænka mín hríngdi og sagði: þú ert góður, keyrír um allan bæ með hreiður á þakinu! Þá fór ég út og tók eftir þessu,“ sagði Hallgrímur í samtali við Morgunblaðið. Hallgrímur á einnig jeppa, sem hann notar alla jafna aðeins á vetrum, og þegar hann tók sumar- bílinn út lagði hann númeraplöt- urnar af jeppanum inn til geymslu. „En um leið og ég tók eftir hreiðr- inu lagði ég fólksbílnum, náði aftur í númeraplöturnar og keyri því um á jeppanum nú,“ sagði hann. Nú eru komin fjögur egg í hreiðrið og Hallgrímur reiknar með ungar komi úr eggjunum fljótlega. Til að vemda hreiðrið setti Hallgrímur kassa utan um það og þrösturinn sér ekkert athugavert við það. Hann liggur á og er nokk- uð gæfur að sögn Hallgríms. Dröfn Friðfinnsdóttir sýn- ir verk sín í Dynheimum Námsstefna um sorg og sorgarviðbrögð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.