Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
H0VIK LÍNAN
frá Ofnasmiðjunni
BRETTAREKKAR
Hæð: 2-6 m.
Dýpt: 80 eða 105 cm.
Breiddir: 95 cm, 137 cm,
185 cm, 225 cm og 275
cm.
* H0VIK STÁL
Hafið samband við sölumenn okkar
UF.OFNASMIÐJAN
Háteigsvegi 7, s. 21220, 105 Reykjavík.
HRINGDU
in skuldfærðá
greiðslukortareikning
þinn mánaðarlega.
SÍMINN ER
691140 691141
Morgunblaðið/Sigurgeir
Kvenfélagskonur úr Líkn gáfu Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra,
sérhannað baðkar með lyftustól.
Vestmannaeyjar:
Rausnarlegar gjaf-
ir Líknarkvenna
Vestmannaeyjum.
KVENFÉLAGSKONUR úr Líkn
komu færandi hendi i Hraun-
búðir, dvalarheimili aldraðra,
fyrir skömmu. Færðu þær heim-
ilinu að gjöf sérhannað baðkar
með lyftustól sem er að verð-
mæti rúmlega 475 þús. krónur.
I fyrra gáfu Líknarkonur tvö
sjúkrarúm í Hraunbúðir og þær
hafa ákveðið að það fé sem félag-
ið aflar á þessu ári fari til kaupa
á tækjum og öðru sem dvalar-
heimilið vanhagar um.
Sólveig Guðnadóttir, forstöðu-
kona Hraunbúða, veitti gjöfinni
viðtöku og lýsti hún yfir mikilli
ánægju með þetta framtak Líknar
og þakkaði þeim velvilja í garð
heimilsins og íbúa þess. Sagði hún
gjöf þessa mjög kærkomna bæði
fyrir íbúa og starfsfólk.
í Kvenfélaginu Líkn starfa nú
143 konur. Félagið hefur í áraraðir
starfað af miklum þrótti og með
ötulu starfí safnað miklum fjármun-
um sem þær hafa síðan veitt til
margskonar líknarmála í bænum. A
síðasta ári voru fjárgjafir félagsins
um ein milljón krónur. Má þar til
nefna kaup á hjartamonitor fyrir
Sjúkrahús Vestmannaeyja en verð
hans var 454 þús. krónur, tvö
sjúkrarúm í Hraunbúðir sem kost-
uðu 129 þús. krónur. 115 þús.
krónum var veitt til aðstoðar heimil-
um og einstaklingum og 173 þús.
krónum var varið til leikskóla,
barnaheimila og skóladagheimilis.
Formaður Líknar er Ása Ingi-
bergsdóttir, en hún tók við for-
mennskunni fyrr á þessu ári af
Önnu Þorsteinsdóttur sem gegnt
hafði formennsku í Líkn síðastliðin
20 ár.
— hkj.