Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 68
o»
68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
Kaupir ríkið og
Hafnarfjarðarbær
St. Jósefspítala ?
RAGNHILDUR Helgadóttir heil-
brigðisráðherra hefur lagt til að
ríkið og Hafnarfjarðarbær kaupi
St. Jósefspítala i Hafnarfirði. Að
sögn Guðmundar Arna Stefáns-
sonar bæjarstjóra er gert ráð
fyrir að eignarhluti bæjarins
verði 15% en ríkið hefur boðið
130 milljónir króna i sjúkrahúsið.
Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur
ekki tekið afstöðu til erindis heil-
brigðisráðherra um að spítalinn
verði gerður að bæjarsjúkrahúsi að
sögn Guðmundar Arna, enda hefur
það ekki legið fyrir fyrr en síðustu
daga. „Kostnaðarskiptingin miðar
að því að spítalinn verði gerður að
bæjarsjúkrahúsi og að bærinn beri
ábirgð á rekstrinum en spítalinn
verður settur inn á fjárlög eins og
önnur bæjarsjúkrahús. Aðalatriðið
af hálfu bæjayfirvalda er að tryggt
sé að spítalinn verði áfram rekinn
sem alhliða sjúkrahús en ekki breytt
í langlegudeil eða elliheimili en
Hafnarfjarðarbær stendur all sæmi-
lega að vígi hvað þær stofnanir
varðar. Ég á því frekar von á að
gengið verði að þessum samningi,"
sagði Guðmundur.
Morg^unblaðið/EG
Framkvæmdir eru komnar lengst í Brekkugötu. Þar er búið að grafa
rafmagn í jörð, ný götulýsing og byijað á gangstéttum. Á myndinni
eru starfsmenn frá Margeiri Elentínussyni að vinna við gangstéttir.
Vogar:
Kjalarneshreppur:
Ottast niengun vegna
urðunar á sorpi
„ÞAÐ er fyrst og fremst vegna
hræðslu við mengun af rusli sem
Leiðrétting
í grein Halldórs Þorsteinssonar
í Morgunblaðinu miðvikudaginn 20.
maí sl. var meinleg prentvilla. Þar
sagði m.a.: „Ef þið talið eins og þið
skrifíð sumir hvetjir, þá held ég,
að ég yrði að taka að mér túlk,
jafnvel þótt ég kunni nú talsvert í
tungumálum." :Þessi setning átti
að vera svohljóðandi: „Ef þið talið
eins og þið skrifið sumir hveijir,
þá held ég, að ég yrði að taka
meðmér túlk, jafnvel þótt ég kunni
nú talsvert í tungumálum."
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á þessum mistökum.
við erum á móti urðun í landi
Álfsnes og Saltvíkur," sagði Pet-
ur Þórðarson sveitastjóri Kjalar-
neshrepps en í lokaskýrslu um
sorpeyðingu á höfuðborgarsvæð-
inu eru þessir staðir taldir
vænlegastir til sorpurðunar í
framtíðinni.
Pétur sagði að við Saltvík væri
kjúklingabú og sláturhús og óttast
menn að urðun á sorpi gæti spillt
fyrir þeirri starfsemi. „Fyrir nú utan
það að þarna er um ákjósanlegt
byggingarland að ræða,“ sagði Pét-
ur. „Staðurinn er skemmtilegur og
alls ekki fýsilegur til að urða þar
sorp þó ekki sé nema frá náttúvern-
ar sjónarmiði. Hvað Álfsnesið
varðar eru íbúar hræddir við meng-
un og er mikil andstaða meðal
þeirra við urðun á sorpi þar.“ Vegna
misviðris á Kjalarnesi sagðist Pétur
óttast að ruslið kæmi til með að
fjúka um allt áður en næðist að
urða það. Hann bendir einnig á að
stutt sé á milli fjalls og íjöru og
hætta á að mengun komist í grunn-
vatnið af þeim sökum.
„Það hefur alltaf verið rætt um
þessa tvo staði í Kjalarneshreppi,
sem hugsanlega urðunarstaði án
þess að skoða aðra möguleika en
við erum landsárir og viljum ekki
spilla landi. Engar formlegar við-
ræður hafa farið fram við hreppinn
og verður trúlega ekki gert þvi
herppsnefndin hefur lýst sig mót-
fallna urðun í hreppnum," sagði
Pétur. Kjalameshreppur er í sam-
starfi við Reykjavíkurborg, sem sér
um að urða þeirra rusl á sorphaug-
unum í Gufunesi.
Stórátak í um-
hverfismálum
Vogum.
í VOGUM stendur yfir stórátak
í umhverfismálum. Er þar fyrst
að nefna að svo til allt gatna-
kerfi byggðarlagsins verður lagt
varanlegu slitlagi, gangstéttir
lagðar, götulýsing endurnýjuð
og rafmagn grafið í jörð. Þá
hefur Vilhjálmur Grímsson sveit-
arsijóri ritað hreppsbúum bréf
og tilkynnt síðustu vikuna í maí
sem hreinsunarviku að tillögu
fegrunarnefndar.
Á síðastliðnu sumri hófust fram-
kvæmdir við lagningu bundins
slitlags á götur byggðarlagsins, en
þar sem ekki tókst að ljúka þeim
framkvæmdum á því ári vegna veð-
urs verður þeim haldið áfram í
sumar.
Nýlega hófust framkvæmdir við
lagningu gangstétta og verða fyrstu
gangstéttir steyptar í þessari viku.
Alls verða lagðir 6000 fermetrar
af gangstéttum. Verktaki við gang-
stéttir er Margeir Elentínusson
Keflavik, en verktaki við gatna-
gerðina er Loftorka hf.
Á vegum Hitaveitu Suðurnesja
er unnið að því að leggja rafmagn
í jörð, og að setja upp nýja götulýs-
ingu. Jafnframt eru gömlu raf-
magnsstauramir og loftlínurnar
rifnar niður.
- EG
1NNLENTV
Skorið úr skrúfu
á „Hanipiðjutorg-i“
SKIPVERJAR á varðskipinu
Óðni voru fengnir til að skera
net út skrúfu skuttogarans
Hegraness í síðustu viku þar
sem skipið var statt um 80
sjómílur vestur af landi á
Víkurál.
Þar sem skipið var er kallað
Hampiðjutorg og dregur svæðið
nafn sitt af því að sjávarbotninn
er svo ósléttur að veiðarfærin vilja
rifna og netabútarnir lenda síðan
í skrúfum skipanna.
Samkvæmt upplýsingum frá
stjómstöð Landhelgisgæslunnar
er ekki mikið um að svona hjálpar-
beiðnir berist þótt það komi fyrir.
Landhelgisgæslumennirnir Benedikt Svavarsson 2. vélstjóri, Halldór Nellet 2. stýrimaður og Haf-
steinn Jensson háseti náðu netinu úr skrúfi Hegranessins.
Kafari af Óðni kemur upp með netadræsu úr skrúfu Hegranessins.
Sjórinn va» spegilsléttur á Hampiðjutorginu. í baksýn sést varð-
skipið Óðinn.