Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 69

Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 69 Minning: Fjóla Jónsdóttir Fædd 20. ágúst 1910 Dáin 16. maí 1987 Laugardaginn 16. maí lést í Landspítalanum Fjóla Jónsdóttir, en hún var fædd 20. ágúst 1910 á Einarsstöðum í Reykjarhreppi. Okkur langar til að minnast hennar með fáeinum kveðjuorðum. Hennar lífsins gangur var erfiður og strang- ur, vegna sjúkdóma sem hana hijáðu, sérstaklega hin síðari ár. En aldrei var æðrast; kjarkurinn var svo miki'.l og lífsviljinn sterkur. Eg og börnin mín eigum Fjólu mikið að þakka sem ekki verður gert með orðum. Hún bar hag þeirra fyrir btjósti, kom alltaf færandi hendi, með sitthvað í plastpoka. Engan þekki ég sem unni föður- landi sínu meir en Fjóla og bar allt sem íslenskt er fyrir bijósti, það var best og ekki hægt að hnika því. Fjóla giftist ekki, en ástúð henn- ar og umhyggja snerust um bróðursyni hennar og þeirra fjöl- skyldur, en hún og bróðir hennar, Jón, voru alla tíð mjög samrýnd, en hann lést á aðfangadag jóla árið '81. Það var mikill missir fyrir Fjólu þótt hún æðraðist ekki, heldur bar sorg sína með æðruleysi og kjarki. Hafi elsku Fjóla þökk fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Hvíl í friði og friður guðs þig blessi. „Legg ég nú bæði líf og önd. Ljúfi Jesú, í þína hönd. Síðast þegar sofna fer. Sitji guðs englar yfir mér.“ (H. Pétursson) Elfa Björns, Heiða Maddý, Björn Birgir. í dag er til moldar borin frænka okkar Fjóla Jónsdóttir Fannborg 1. Okkur bræðrum hér á Álfhóls- Björn Brynjar Gíslason - Kveðja Fæddur 14. apríl 1968 Dáinn 14. maí 1987 Hann Bubbi, eða Bjöm Brynjar Gíslason, var kátur og hress er ég hitti hann á Reykjavíkurflugvelli nú um páska. Tíminn var ekki lang- ur til samræðna, en samt tókst honum að segja mér frá því helsta er hafði drifið á daga hans síðastlið- ið ár og því sem framundan var. Hann var hamingjusamur og bjart var yfir framtíðaráformum hans. í júnímánuði ætlaði hann að útskrif- ast sem stúdent frá norskum skíðamenntaskóla, en þar hafði hann verið í þijú ár. Hugur hans stefndi á áframhaldandi nám. En skyndilega er hann hrifínn á brott í blóma lífsins. Eg kynntist Bubba er ég starfaði sem skíðaþjálfari hans um tíma. Hvar sem hann fór var tekið eftir honum. Hann var mjög áhugasam- ur, samviskusamur og duglegur drengur. Aðaláhugamál hans var skíðaíþróttin, og vann hann þar til margra verðlauna og titla. Hann skipaði sæti í unglingalandsliði og skíðalandsliði Islands. Tal okkar á Reykjavíkurflugvelli lauk. Hann fór til ísafjarðar til að keppa á Skíðalandsmóti Islands sem einn af keppendum Skíðaráðs Akur- eyrar, ég fór til Akureyrar. Þetta var í síðasta skipti er við hittumst. Bubba vil ég þakka fyrir allt sem hann kenndi mér, og að ég fékk tækifæri að kynnast honum, þau kynni voru gefandi. Ragga, systkini og aðstandend- ur: Það er mikil gæfa að hafa átt jafn góðan dreng og Bjöm Brynjar. Magga t Faöir okkar, HELGI HÓLM HALLDÓRSSON múrarameistari frá ísafirði, Skipholti 47, Reykjavfk, lést í Landakotsspítala föstudaginn 22. maí. Börn hins látna. t Konan mín KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Böðvarsgötu 10, Borgarnesi, lést í spítalanum á Akranesi sunnudaginn 24. maí sl. Haukur Kristinsson. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÓSKAR GUÐMUNDSSON frá Vestra-Fíflholti, Hvolsvegi 27, Hvolsvalli, andaöist í Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 23. maí. Ingibjörg Jónsdóttlr, börn, tengdabörn og barnabörn. vegi 43 langar til að senda henni nokkur kveðjuorð. Alltaf var hún svo góð við okkur, vildi í rauninni allt fyrir okkur gera, þrátt fyrir heilsuleysi sitt. Stundum þegar hún kom í heimsókn til okkar gat hún varla haldið á kaffibollanum fyrir handóstyrk. En þessi óstyrka hönd hennar var samt alltaf reiðubúin til að gefa okkur ýmist góðgæti eða þá eitthvað sem okkur vanhagaði um. Alltaf fengum við jólagjafir og afmælisgjafir frá henni. En það, sem ég vil allra mest þakka er bar- átta hennar ásamt fleirum fyrir lyftunni í skólann minn. Hvorki sparaði hún tíma né fyrirhöfn til að þetta mál skyldi vinnast. Og nú er lyftan komin og ég þarf ekki að kvíða komandi vetri. Oft talaði hún um Norðurland og hvað þar væri fallegt. Hún var alltaf Norðlendingur þó hún íleng- dist hér syðra en það var vegna bróður hennar, sem hún unni svo mjög. Þessi bróðir hennar var afi minn og vorum við mjög samrýmd- ir, ég ber nafn hans og er ég mjög stoltur af því. Og nú er Fjóla frænka horfin, og við Mummi bróðir minn erum enn svo ungir, við fáum aldrei tæki- færi til að sýna henni þakklæti okkar í verki. Við getum aðeins sent henni hlýjar hugsanir og látið fjólur á lága leiðið hennar hvert sumar. Jón Heiðar Jónsson, Guðmundur Einar Jónsson. t Eiginmaður minn, faöir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, EGGERT KLEMENZSON, Skógtjörn, Álftanesi, andaöist i Borgarspítalanum sunnudaglnn 24. maí. Lilja Óskarsdóttir, Auðbjörg Eggertsdóttir, Bragi Halldórsson, Klemenz Eggertsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Sigurður Eggertsson, Helga Sigurðardóttir, Erla Stringer, Gerald F. Stringer og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS JÓSEFSDÓTTIR, Bárugötu 4, Reykjavík, lést 23. maí í Landakotsspitala. Magnús V. Ágústsson, Edda Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir min, ÞÓRDÍS EINARSDÓTTIR STRAND, Stigahlið 22, lést 22. maí i Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Einar Strand. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Blömastofa Fnöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Laugavegi 61 Blóma- og gjafavöruverslun Kransar, kistuskreytingar, hvers konar skreytingar og gjafir. Gæfan fylgir blómum og gjöfum úr Stráinu. Opið um helgar. Sími 16650. Viljirðu eitthvaö vandlegafest veriu & f'ösiu mect Thorsmans þan-múrboltinn: Festing fyrir þunga hluti í steypu. Örugg festing. 3111 . . ’ í - ' | — Thorsmans naglatappinn: Plast- tappi meö skrúfunagla. (Þaö nýjasta í dag...) örugg festing í vikurplötur og steinsteypu. "• < ''Y' « Thorsmans sjökrækjan. Upp- hengja fyrir lampa, rör o.fl. í stein og plötur. Þægilegt — hentugt. Thorsmans múrtappinn meö þanvængjum. Betra toggildi. Til festingar fyrir þunga hluti Örugg festing. Thorsmans-monomax: Festing fyrir plötur 3-26 mm. Ath. aðrar gerðirfyrir þykkri plötur. Jtf RÖNNING SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/ SÍMI (91)84000 Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar SÚSÖNNU M. GRÍMS- DÓTTUR. Fatabúðin hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.