Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 70

Morgunblaðið - 26.05.1987, Page 70
vRRf tam .íts 5moAauiam<i .GiaAjanuoflOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 Sigurður Jónsson frá Efra-Lóni rr 70 Minning: Fæddur 29. október 1911 Dáinn 15. maí 1987 Leiðir okkar Sigurðar frá Efra- Lóni lágu fyrst saman á Þórshöfn 1939. Ég hafði um vorið gerst erind- reki Framsóknarflokksins, en fór um haustið í ferðalag og hélt fundi í flest- um hreppum þess kjördæmis, sem nú heitir Norðurlandskjördæmi eystra. Sérstöku hlutverki hafði ég að gegna í Norður-Þingeyjarsýslu, því Gísii Guðmundsson — hinn vin- sæli og virti þingmaður þeirra Norður-Þingeyinga um langt skeið — var þá sjúklingur í Vífilsstaðahæli. Á fundum flutti ég kveðjur og skilaboð frá Gísla um stöðu mála I kjördæm- inu, enda hafði ég rætt ítarlega við hann, áður en ég lagði upp í ferðina. Gísli kynnti mér rækilega menn og málefni í N-Þing. og hef ég búið að því síðan, þótt brátt sé hálf öld að baki. Meðal þeirra manna, sem hann sagði mér fra, var ungur og efnileg- ur sveitungi hans á Langanesi — Sigurður Jónsson á Ytra-Lóni. Þegar ég kom á Þórshafnarfundinn, en það var 5. nóv. 1939, var ég fljótur að hafa upp á Sigurði. Þótti mér hann strax ákaflega geðfelldur og skemmtilegur maður og hin fyrstu kynni í samræmi við ummæli Gísla. Seinna þennan sama vetur bað ég Sigurð um að koma á þjóðmálanám- skeið, sem Framsóknarflokkurinn hélt í Reykjavík. Lagði ég mikla áherslu á komu hans þangað, því einungis úrvalsmenn voru teknir á námskeið þetta, sem stóð í mánuð. Þá var flestum komið fyrir hjá flokksmönnum í Reykjavík og vistaði ég Sigurð á því heimili, sem mér fannst bera af öðrum. Þetta sýnir að ég hafði strax sérstakar mætur á honum. Að loknu námskeiði þessu vorum við tengdir vináttuböndum, sem aldrei rofnuðu, þótt við ættum heimili lengst af, sitt á hvorum enda landsins. Sigurður var á allan hátt mjög vel gerður maður. Greindur og viðmóts- þýður. Velviljaður og mikill félags- málamaður. Sá alltaf hinar bjartari hliðar á tilverunni. J góðra vina hópi var hann skemmtitegur og sagði vel frá, þótt hann væfi alvörumaður að eðlisfari. Með slíkum manni var gott að vera. Margt áttum við sameigin- legt og vorum bjartsýnir ungir menn, með fangið fullt af hugsjónum, þótt heimsstyijöldin væri í algleymingi. Það skyggði ekki á eitt né annað. Við heimsóttum hvor annan, eftir því sem kostur var á og bréfín gengu á milli. Hann var einlægur og traustur vinur okkar hjóna ævina út. Allir samfundir við Sigurð og fjölskyldu hans voru gleði og hamingjustundir. Sannkallaðir sólskinsblettir á lífsbrautinni. Þegar Sigurður er rúm- lega sextugur tekur ský að draga fyrir sólu. Hann hafði fengið hina seigdrepandi Parkinsonsveiki. Við hana hefur hann barist í ca. 15 ár. Hægt í fyrstu en síðustu árin hafa verið honum erfíð. Örlögum þessum mætti hann með karlmennsku og æðruleysi. Sigurður var fæddur að Fagranesi á Langanesi, þann 29. okt. 1911. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jón- asson og Sigríður Sigurðardóttir. Þau voru bæði Norður-Þingeyingar og höfðu foreldrar móður hans búið á Fagranesi. Þegar Sigurður var bam að aldri deyr móðir hans úr mislingum og nokkrum mánuðum áður hafði systir hans — 8 ára göm- ul — dáið úr sama sjúkdómi. Voru þetta hörmulegir atburðir, en ekki óalgengir á þeirri tíð. Siguður átti bróður, sem var yngstur systkin- anna. Var hann fárra ára, þegar móðir þeirra andaðist. Hann heitir Jón og er búsettur að Höfn í Homa- fírði. Jón í Fagranesi kvæntist nokkrum ámm síðar — Stefaníu Friðriksdóttur ljósmóður frá Svínadal í Keldu- hverfí. Gekk hún drengjunum í móðurstað með miklum ágætum. Þá ólu þau Jón upp þijú fósturböm á heimili sínu. Vorið 1930 flytur §öl- skyldan að Ytra-Lóni á Langanesi, sem var betri jörð og nær samgöngu- leiðum. Sigurður fór ungur að árum til náms í Flensborgarskóla í Hafnar- fírði og þaðan í Gagnfræðaskólann á Akureyri, þar sem hann lauk gagn- fræðaprófí 1930. Eftir það starfaði hann lengst af heima við bú föður síns, sem var gildur bóndi á sinni tíð. Um Jónsmessuleytið 1942 kvænt- ist Sigurður — Guðrúnu Ólafsdóttur frá Ytra-Álandi í Þistilfirði. Mikilli ágætis konu, sem verið hefur honum frábær lífsförunautur og styrk stoð í langvarandi veikindum hin síðari ár. Þau eignuðust 5 dætur, sem allar eiga maka og hafa stofnað heimili. Sigríður búsett í Reykjavík, Þóra á Akureyri, Jónína, Unnur og Anna Björk í Reykjavík. Allar hafa sys- tumar hlotið góða menntun og vinna hin fjölbreytilegustu störf. Sigurður byggði nýbýlið Efra-Lón í landi Ytra-Lóns og hóf þar búskap 1943. Tæpum 20 árum síðar brá faðir hans búi og flutti til Homafjarð- ar, enda var Jón sonur hans farinn þangað áður. Eftir það bjó Sigurður á báðum jörðunum. Hann hætti bú- skap 1980 og flutti til Reykjavíkur 1983, þá farinn að heilsu. Varla hef ég þekkt nokkum mann, sem unni sveit sinni og æskustöðvum af jafn mikilli einlægni, fómaði henni lífsstarfí sínu og gaf aldrei upp trúna á mikla framtíðarmöguleika hennar, þrátt fyrir andsnúinn tíðaranda. Það kom snemma í ljós að Sigurð- ur var vel til fomstu fallinn og mikill félagsmálamaður. Varla var það starf til í Sauðaneshreppi, sem honum var ekki falið að gegna. Ung- ur að ámm var hann fomstumaður í ungmennafélagi sveitarinnar. Fljót- lega var hann kjörinn í hreppsnefnd Sauðaneshrepps, einnig í sýslunefnd og stjóm kaupfélags Langnesinga þar sem hann var lengi formaður. Þá var hann skipaður hreppstjóri. Oddviti Sauðaneshrepps var Sigurð- ur í áratugi. Hann var lengi fulltrúi Norður-Þingeyinga á aðalfundum Stéttarsambands bænda og er þá margt ótalið. Framagreint sýnir bet- ur en allt annað það traust og vinsældir, sem hann naut hjá sveit- ungum sínum. Á fyrstu áratugum aldarinnar var Langanes fjölmenn sveit og byggðin þétt. Útgerð talsverð frá Skálum og margt fólk þar, bæði með fasta bú- setu og einnig sjómenn víðsvegar af landinu. Þaðan var stutt á afbragðs fískimið og oft mikil uppgrip. Þar var hinsvegar engin höfn, svo útgerð þar lagðist niður, þegar skipin stækkuðu og tæknin kom til sögunn- ar. Eftir stríðið fór einnig að bera á röskun byggðar á Langanesi, jafnvel umfram aðrar byggðir f N.-Þing. Það vora Sigurði mikil vonbrigði, þegar nágrannamir, einn af öðmm hættu búskap og fluttu á Þórshöfn eða suður. Eftir stóðu eyðibýlin — þögul og mæðuleg — sem minning hins liðna. Aldrei hvarlaði það að Sigurði að gefast upp. Þvert á móti var það draumur hans, að þetta fagra, gróð- ursæla og víðáttumikla hérað — Langanesið — byggðist aftur dug- andi athafnamönnum, sem nýttu gæði landsins og sæktu gull í greip- ar Ægis, eins og á ámm áður. Svo heitt unni hann Langanesinu svo sannfærður var hann um framtíðar- möguleika þess og landgæði. Hann viðurkenndi aldrei að hin mikla byggðaröskun, sem orðin var í Sauðaneshreppi væri af nauðsyn. Sjálfur stóð hann meðan stætt var og lét engan bilbug á sér fínna, þótt á móti blési. Davíð frá Fagraskógi hefur gert snjallt kvæði um dalabóndann, sem flutti á mölina. Mér fínnst það túlka hugsanir Sigurðar ákaflega vel, svo oft ræddi hann þessi mál. „að enginn ber þess bætur, sem burt úr dalnum fer. Þeir festa fæstir yndi við prur eða sker.“ Og alveg sérstaklega þetta frá- bæra erindi: „Það finnur margur best hve hann átti mikinn auð, þegar ánægjan er dauð. Þó sumir eigi silfur getur sálin verið snauð. Hjartað heimtar meira en húsnæði og brauð." Gísla Guðmundssonar alþm. mun lengi minnst fyrir harðsnúna bar- áttu á Alþingi fyrir málstað hinna Súsanna M. Gríms- dóttir - Minning Fædd 6. febrúar 1906 Dáin 14. maí 1987 í dag fer fram frá Dómkirkjunni útför Súsönnu Maríu Grímsdóttur, húsmóður, en hún lézt þann 14. maí sl. Súsanna var fædd í Reykjavík 6. febrúar 1906 og var hún eitt níu bama þeirra hjóna, Stefaníu Stef- ánsdóttur og Gríms Ólafssonar, bakarameistara. Súsanna var næzt- yngst þeirra, en sú yngsta, Gyða Stefánsdóttir, er ein systkinanna sem lifir og býr hún á Egilsstöðum á Seltjamamesi. Móðir Súsönnu hét fullu nafni Þorgerður Stefanía Ól- afía og var frá Miklaholti í Hnappa- dalssýslu, dóttir Stefáns Ólafs Bachmann (Geirssonar prests Bach- mann) og konu hans, Súsönnu Maríu Backmann (fæddrar Clausen). Faðir Súsönnu var Grímur Ólafs- son, bakarameistari, en hann varð fyrstur íslenzkra manna til að ljúka sveinsprófi í bakaraiðn árið 1884 og fyrsti heiðursfélagi Bakarasveinafé- lags fslands varð hann árið 1918. Foreldrar hans vom Ólafur Ólafsson, umsjónarmaður Lærða-skólans í Reykjavík, og Guðbjörg Guðmunds- dóttir. Súsanna var fædd við Laufásveg- inn og átti heima við þá götu fyrstu ár ævi sinnar, en í Reykjavík átti hún heima alla áina ævi og var hún sannur og góður Reykvíkingur, sem unni borg sinni mikið og vildi ætíð sóma hennar og veg sem mestan. Þar bar Vesturbærinn hæst þar sem hún átti heimili sitt í nær 60 ár og þar sló hjarta hennar. Tómas Guðmundsson, skáld Reykjavtkur, orti í kvæði sínu Vest- urbærinn: Hér gnæfir hin gotneska kirkja. Hér ganga skáldin og yrkja ástaljóð úti við sæinn. Og ungir elskendur mætast og óskir hjartans rætast, er húmið hnígur á bæinn. Svo kvað Tómas og svo lifðu þeir sem völdu Vesturbæinn til lífstíðar með ástkæmm lífsfömnaut sínum. Eins og títt var um ungt fólk í æsku Súsönnu þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér og þótti sá heppinn sem hreppti fasta vinnu á góðum vinnustað. Súsanna hóf verzlunarstörf hjá Haraldi í Harald- arbúð við Austurstræti og vann þar um nokkurra ára skeið, frá árinu 1927 til 1931, eða þar til hún giftist 30. maí 1931 eftirlifandi eiginmanni sínum, Sveinbimi K. Ámasyni, kaupmanni í Fatabúðinni, en þau störfuðu saman í Haraldarbúð og kynntust þar. Þau Súsanna og Sveinbjöm höfðu því verið gift í nær 56 ár þegar kallið kom. Samheldni þeirra var einstök og heimilisbragur til fyrirmyndar svo aldrei bar skugga á. Gagnkvæm virðing, kærleikur og trygglyndi, sem lýsti sér svo vel í hlýju þeirrar umhyggju, sem Svein- bjöm veitti Súsönnu í veikindum hennar síðustu árin og hún mat svo mikils. Fyrstu hjúskaparárin leigðu þau sér íbúð á Seljaveginum en hófust fljótt handa af miklum dugnaði að byggja hús sitt á Hávallagötu 35, þar sem þau bjuggu svo í 51 ár og Sveinbjöm býr enn. Súsanna og Sveinbjöm eignuðust 3 dætur, þær Stefaníu, Emu Ingi- björgu og Karólínu Björgu, en bamabömin og bamabamabömin vom orðin 16, svo það er stór hópur sem nú við hlið afa kveður ástkæra ömmu í dag. Jafnframt húsinu á Hávallagötu 35 réðust þau Súsanna og Svein- bjöm árið 1944 að _ byggja sér sumarbústað við Álftavatn í Grímsnesi og frá því urðu þessir tveir staðir þeirra tryggða heimili. Oft var margt manna á heimilinu á Hávallagötu 35. Þar bjuggu t.d. um langt skeið foreldrar Súsönnu og móðir Sveinbjamar og var umönnun hvergi spömð svo öllum mætti líða sem bezt. Súsanna vildi ætíð að öllum liði vel og lét aldrei sitt eftir liggja í þeim efnum. Mörg- um rétti hún hjálparhönd, bæði vinum og vandalausum, en hvergi tíundaði hún það. Hún var með hjart- að á réttum stað og hafði stórt hjarta. Súsanna var fríð, látlaus og yfír- veguð kona en jafnframt glaðvær og leitaði ætíð þess að sjá jákvæðu hliðamar á mönnum og málefnum og jafnframt lagði hún sitt góða til. Hún fylgdist jafnan vel með þjóðmál- um og hafði sínar fastmótuðu grundvallarskoðanir en var jafn- framt opin fyrir öllu sem mátti vera til bóta og þá gleymdist aldrei hvorki unga fólkið né lítilmagninn. Það var unun að sjá til hennar meðal unga fólksins því þar átti hún sannarlega vinsældum að fagna og þar leið henni vel. Þær hafa vafalítið verið margar einkaviðræðumar, sem unga kyn- slóðin átti við ömmu sína, til að leita ráða en aldrei hafði hún hátt um slíka hluti enda átti hún trúnað þeirra óskiptan. Ég, sem þessar línur skrifa, átti þá gæfu að koma inn í fjölskyldu Súsönnu og Sveinbjamar ungur að ámm, þegar við Ema, dóttir þeirra, giftum okkur og þá eignaðist ég vináttu Súsönnu og á þá vináttu bar aldrei skugga. Súsanna var sú kona sem með reisn sinni, lagni og ástúð kom mörgum góðum hlutum til leið- ar. Vestur í Kaliforníu býr frænka Súsönnu, Lára Horstmann, en þær frænkur vom mjög góðar vinkonur og samrýmdar og þó fjarlægðin væri mikil skiptust þær á heimsókn- um, símtölum og bréfum gegnum dreifðu byggða og skyldum þjóð- félagsins við þær. Kjörorð hans van Landið allt í byggð. Baráttu þessa háði Gísli til æviloka og lét aldrei deigan síga. í kjördæmi sínu átti hann fjölmennan hóp vaskra drengja, sem stóðu þétt að baki honum fyrir málstað hinna af- skekktu byggða og hvöttu hann af einurð og festu. I þeim hópi stóð Sigurður á Efra-Lóni í fremstu röð, glaðbeittur, rökfastur og traustur, en án hávaða og stóryrða. Þannig var málflutningur hans jafnan. Hinsvegar var Sigurður fastur fyrir og enginn veifískati, ef hann mætti ósanngimi og yfirgangi gagnvart málefnum sveitarfélagsins. Vinátta Sigurðar við Gísla Guð- mundsson alþm. og Margréti konu hans var einlæg og sönn. Hann mat mikils varðstöðu þeirra hjóna fyrir hag og velferð Norður-Þingey- inga í áratugi og einstaka tryggð þeirra við æskustöðvar Gísla á Langanesi, sem kom fram með ýmsum hætti og átti sinn þátt í að létta Sigurði róðurinn fyrir hags- munum sveitarinnar. Sigurður var aldrei í neinum vafa um það, að þjóðmálastörf Framsóknarflokksins var eini stuðningurinn, sem hinar afskekktu byggðir gátu treyst. Saga Sigurðar á Efra-Lóni er öll. Líf hans var enginn dans á rós- um. Hann barðist harðri baráttu fyrir sig og fjölskyldu sína og þess byggðalags, sem honum var falin fomsta fyrir. Hann átti sér stóra drauma og vildi láta margt gott af verkum sínum leiða. Þjóðlífsbreyt- ingamar vom honum andsnúnar og vonin um gróskuríkt mannlíf á Langanesi lætur á sér standa. En með fjölgun þjóðarinnar getur sú tíð komið að fögur hémð og kost- arík, til lands og sjávar, þyki eftir- sóknarverð á ný. Allir sem þekktu Sigurð á Efra- Lóni og einkum þeir, sem með honum störfuðu, eiga um hann ljúf- ar endurminningar. Hans verður því jafnan minnst með þakklæti og virðingu. Þar er svo sannarlega góður maður genginn. „Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf er endurminning um göfugt starf.“ (D.St.) Við Anna flytjum Guðrúnu, dætr- unum fimm, mönnum þeirra og bamabömum innilegar samúðar- kveðjur og þakklæti fyrir liðna tíð. Blessuð sé minning Sigurðar frá Efra-Lóni. Daníel Ágústínusson árin af miklu trygglyndi þeirra beggja. Lára sendir nú á þessari stundu kveðjur til Sveinbjörns og ættingja með þakklæti til Súsönnu fyrir vináttuna gegnum árin. Nú að leiðarlokum er svo margs að minnast, sem ekki er rúm til að skrifa hér, en þær minningar geym- um við í hjörtum okkar með þakklæti til hennar sem veitti okkur hinum svo mikið og við biðjum henni bless- unar Guðs á landi lifenda með þökk fyrir allt og allt. Ég bið Guð að styrkja og vemda Sveinbjöm í sorg sinni. Guð blessi minningu Súsönnu Maríu Grímsdóttur. Einar Þ. Mathiesen Það var um jólin 1964 sem ég kom fyrst í heimsókn til hjónanna Súsönnu Grímsdóttur og Sveinbjöms Ámasonar, kaupmanns á Hávalla- götu 35, með unnusta mínum og tilvonandi tengdafólki. Við lát Súsönnu leita fram minn- ingar um þessa heimsókn og marga aðra fundi með þeim hjónum og dætmm þeirra, oftast við hátíðleg tækifæri hjá fjölskyldunum. Síðasta samtal okkar Súsönnu var snemma í marz, þegar hún tjáði mér huggun- arorð sín við fráfall pabba míns. Hún treysti sér ekki til að vera viðstödd jarðarför hans vegna heilsu sinnar. Skömmu síðar varð hún fyrir miklu áfalli og ljóst var að um batavon var ekki að ræða. Súsanna var dóttir hjónanna Gríms Ólafssonar bakara og Stef- aníu Stefánsdóttur Bachmann. Bar hún nafn móðurömmu sinnar, Súsönnu Maríu Bachmann fæddrar Clausen, sem varð ekkja eftir Stefán Bachmann þegar hann dmkknaði ásamt 11 mönnum öðmm frá Akra- nesi í svokölluðum Hoffmannsbyl 8. janúar 1884. Súsanna og Gyða, tengdamóðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.