Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1987 73 í Reykjavík, þar sem hann var fast- ráðinn kennari 1944, en hafði þá kennt við skólann frá 1927. Auk þess kenndi hann við ýmsa aðra skóla og var skólastjóri Kvöldskóla KFUM í um það bil 25 ár. Sigurður var mjög góður kennari, látlaus, skemmtilegur og alúðlegur í allri framkomu. Sigurður var afkasta- mikill við ýms ritstörf, svo eftir hann liggja fjöldi rita og tímarits- greina. Nokkra bæklinga skrifaði hann 1933. Ljóðabókin, Til móður minnar, kom út eftir hann og Ragn- ar Jóhannesson 1945. Einnig þýddi Sigurður Qölda bóka og greinar úr erlendum blöðum og tímaritum. Ritstori tímaritsins Samtíðarinnar var Sigurður í fjölda ára. Kynni okkar Sigurðar eru orðin nokkuð löng, eða allt frá því að ég var nemandi hans í Iðnskólanum 1930—1932. Síðan lágu leiðir okkar aftur saman 1940, er ég hóf kennslu við sama skóla. Þar vorum við svo samkennarar í rúm 40 ár, eða þar til Sigurður lét af störfum við skólann fyrir aldurs sakir eftir 55 ára starf þar. En mér er kunn- ugt um það að margir leituðu til hans eftir kennslu í einkatímum, með góðum árangri, allt fram á hans síðustu daga. Minningamar frá þessum langa samstarfsferli okkar Sigurðar em allar á einn veg, eða þannig, að ég er þakklátur fyrir að hafa átt slíkan heiðursmann að samstarfsmanni svo lengi, og hafði margt af honum að læra, þó að kennslugreinar okk- ar væm mjög óskyldar. Nákvæmari eða reglusamari mann í starfí hef ég ekki þekkt. Ef hann vantaði í tíma, sem var mjög sjaldan, þá var Sigurður ömgglega talsvert veikur. Prófverkefni frá hans hendi lágu alltaf fyrir með góðum fyrirvara og vel frá gengin. Við vomm í mörg ár saman í stjóm Kennarafélags Iðnskólans og hann lengst af rit- ari. Ég minnist með aðdáun hins snyrtilega frágangs fundargerð- anna, sem hann skrifaði ávallt eftir framvindu fundarins og las upp í fundarlok. Þannig vom öll hans störf unnin, af alúð, án alls fums, en af sérstakri snyrtimennsku í hvívetna. Sigurður var glaðlyndur maður og orðheppinn og átti oft sérstaklega létt með að koma auga á hið skoplega er fyrir bar í dagsins önn. Við starfsfélagar hans nutum því oft góðrar skemmtunar við að hlýða á hann segja frá skemmtileg- um atvikum með sínum sérstaka framsagnarmáta. Áður fyrr var samvinnu verkmenntaskólanna á Norðurlöndum þannig háttað, að á fimm ára fresti vom svonefnd Yrk- isskólaþing haldin til skiptis í hverju landi, til að samræma kennsluna og að auka kynnin. Þessi þing vom mjög gagnleg á ýmsan hátt, en sem því miður lögðust þau niður. Hið síðasta var haldið hér á landi 1969. Oft vomm við Sigurður þátttakend- ur þessara þinga, ásamt eiginkon- um okkar. Við hjónin eigum því margra ánægjustunda að minnast frá þessum tímum, með þessum ágætu hjónum, því skemmtilegri ferðafélaga getur maður varla hugsað sér. Sigurður var afburða góður upplesari. Hljómaði því hans ágæta rödd oft í útvarpinu, sérstak- lega á fyrri ámm. Vildi fólk því ógjaman gleyma að opna útvarpið, ef nafn Sigurðar var á dagskránni. Sigurður kvæntist 1932, Þórdísi Daníelsdóttur, Þorsteinssonar skipsmíðameistara og konu hans, Guðrúnar Egilsdóttur. Hjónaband þeirra var með afbrigðum farsælt. Þau vom mjög samhent og bám gagnkvæma virðingu hvort fyrir öðm. Þau bjuggu lengst af á Hrann- arstíg 3 hér í borginni. Þar vom þeir bræður, Sigurður og Ámi, í sambýli, þar til Ámi lést. Heimili þeirra bar vott um að þar bjó fóik með fágaðan smekk og með þekk- ingu á innanstoksmunum. Hver hlutur auðsjáanlega valinn af yfir- vegun og alls samræmis gætt. Til að undirstrika það hve hjónin vom samhent fínnst mér við hæfí að geta þess hér, að sumarið 1954 hófu þau nám í frönsku á sumar- námskeiði við Sorbonne-háskólann í París og stunduðu þau þessi nám- skeið samfleytt til sumarsins 1960. Eftir þessi námskeið hafði Sigurður prófgráðu, sem veitti honum rétt til að kenna frönsku við hvaða há- skóla sem var. Frakkland náði þannig tökum á þeim hjónum, að þau hafa dvalið þar suður við Mið- jarðarhafið flest sumur síðan. Og enn höfðu þau ákveðið að halda á hinar suðlægu slóðir og sennilega allt til reiðu þeirri ferð viðvíkjandi, ef að líkum lætur, er forlögin gripu svo hastarlega inn í. Fyrir störf sín hefur Sigurður hlotið margvíslegar þakkir og heið- ur. M.a. var hann sæmdur hinni íslensku fálkaorðu. Einnig hlaut hann heiðursmerki Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík og heiðurs- félagi í Kennarafélagi Iðnskólans í Reykjavík var hann búinn að vera í mörg ár. Frá samkennurum og öðm starfsfólki við Iðnskólann í Reykjavík leyfí ég mér að flytja Sigurði kveðju og þakklæti fyrir mjög gott samstarf og ljúfmennsku á liðnum ámm. Kæra Þórdís, við hjónin vottum þér og fjölskyldu þinni okkar inni- legustu samúð. Megi minningin um góðan dreng lengi lifa. Helgi Hallgrímsson Við kveðjum nú hinstu kveðju Sigurð Skúlason magister, Hrann- arstíg 3 hér í borg. Sigurður var fæddur í Skálholti 2. febrúar 1903 og var því 84 ára er hann lést hinn 16. maí síðastliðinn. Að stúdents- námi loknu 1922 lagði hann stund á íslensk fræði við Háskóla íslands og lauk þaðan meistaranámi 1927. Ævistarf Sigurðar varð kennsla þótt mikið liggi eftir hann í rituðu máli því hann gaf út tímritið Sam- tíðina og skrifaði greinar um íslensk fræði bæði í sitt tímarit og önnur. í dagblöðum hafa birst ljóð eftir hann og vitað er að í handraðanum átti hann talsvert safn fmmsam- inna kvæða. Sigurður var einstakur kennari, ljúfur og nærgætinn og er það lán hverrar skólastofnunar að hafa menn á borð við Sigurð í sinni þjón- ustu. Minni Sigurðar á nöfn og andlit var með slíkum ágætum að er hann var búinn að lesa „kladd- ann“ tvisvar mundi hann öll nöfn í bekknum og heilsaði hverjum nem- anda með nafni jafnvel mörgum áram síðar. Sú saga gekk meðal nema að Sigurður gæti heilsað tug þúsunda manna með nafni. Þegar Sigurður hætti kennslu við Iðnskól- ann í Reykjavík hafði hann kennt þar í 52 ár og em því margar kyn- slóðir iðnaðarmanna sem áttu því láni að fagna að nema hjá Sigurði. Á hinum síðari ámm Sigurðar sem kennara við Iðnskólann kom það oft fyrir að er hann las upp úr bekkj- arskrá í fyrsta skipti á námsönn, nafn manna, spurði hann um nafn föður og móður og sagði síðan: „Jú, ég kenndi honum afa þínum.“ Sigurður var einn af stofnendum Kennarafélags Iðnskólans í Reykjavík og var ritari þess um árabil. Sigurður hélt aldrei fram eigin ágæti og vildi helst vera laus við allt hrós og viðurkenningar sér til handa. Þrátt fyrir það var honum veitt fálkaorðan fyrir embættisstörf og hann hlaut einnig margvíslega viðurkenningu frá iðnaðarmönnum og samkennumm. Þegar Sigurður hætti kennslu við Iðnskólann vegna aldursmarka, sem ríkisstarfsmönnum era sett, var andleg og líkamleg heilsa hans enn með ágætum og starfsþrekið hvergi bugað. Tók hann sér þá fyr- ir hendur að aðstoða framhalds- skólanema sem stuðningskennslu þurftu og varð hann einnig mjög vinsæll kennari á þessu sviði og stundaði hann þessa starfsemi fram til hins síðasta. Sigurður var kvæntur Þórdísi Daníelsdóttur og lifír hún mann sinn. Við kennarar við Iðnskólann í Reykjavík þökkum Sigurði sam- fylgdina og vottum eiginkonu hans okkar dýpstu samúð. Megi minning hans lifa. Stjóm KFIR. t Faöir okkar, LEIFUR JÓHANNESSON frá Þingeyrí, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 27. maí kl. 15.00. Ragna Leifsdóttir, Helga Leifsdóttir. t Útför bróöur míns, SIGURBERGS E. GUÐJÓNSSONAR, Hátúni 12, fer fram frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 26. maí kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaöra. Fyrir hönd vandamanna, Ragnheiöur Guðjónsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og jaröarför BRYNJÓLFS ODDSSONAR fyrrverandi bónda á Þykkvabæjarklaustri, Álftaveri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi. Guömunda Oddsdóttir, Gísli Brynjólfsson, Þóranna Brynjólfsdóttir, Halldóra Brynjólfsdóttir, Hilmar Jón Brynjólfsson, Katrfn Brynjólfsdóttir, Bárður Brynjólfsson, Oddur Brynjólfsson, Þurfður Báröardóttlr, Guðjón Báröarson, Þórhlldur Bárðardóttlr, Guðrfður Jónsdóttir, Jón Hannesson, Brynja Bjarnadóttir, Guðgelr Guðmundsson, Rósa Magnúsdóttir, Elfn Jakobsdóttlr, Stefán Nikulásson, BJÖrg Krlstjánsdóttir, Jón Ragnar Sœvarsson, Engilbert Sigurðsson, Helga Magnúsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. + Þakkir flyt óg ættingjum og vinum á fslandi sem sýnt hafa mór samúö og kærleika vegna andlóts eiginmanns mfns, CARTERS BUNDY, 9. mars sl. Krfstfn Þór Bundy. Eiginmaður minn, + SIGURÐUR SKÚLASON magister, Hrannarstfg 3, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 26. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuö. Þórdfs Danfelsdóttir. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir mfn og amma okkar, SÚSANNA MARÍA GRÍMSDÓTTIR, Hávallagötu 35, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. maí kl. 13.30. Sveinbjörn K. Árnason, Stefanfa Sveinbjörnsdóttir, Karólfna B. Sveinbjörnsdóttir, Erna S. Mathiesen, Einar Þ. Mathlesen, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa, langafa, bróður og mágs, SR. GfSLA BRYNJÓLFSSONAR, fyrrv. prófasts. Viljum einnig þakka góða hjúkrun og hlýtt viömót síöustu daga hans á Landakotssptíala. Ásta Valdimarsdóttlr, synir, tengdadætur, börn og barnabörn, Katrfn Brynjólfsdóttir, Guðrún Guömundsdóttir, Ásta Jóhannesdóttir. + Þökkum innilega sýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför son- ar okkar og bróður, INGVA STEINS. Sérstakar þakkir til starfsfólks barnadeildar Landakotsspítala fyrir góða umönnun og vinsemd á liönum ámm. Ólafur Bjömsson, Lilja Gunnarsdóttlr, Snjólaug Ólafsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, RÓSANTS SKÚLASONAR, Faxabraut 7, Keflavfk. Sérstakar þakkir sendum viö læknum og öðru starfsfólki á hjarta- deild Landspítalans. Sofffa Gunnlaugsdóttir, Guðrún Rósantsdóttir, Per Kærsgaard, Skúll Rósantsson, Guðrún Lára Brynjarsdóttir og barnabörn. V. + Þökkum hjartanlega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinar- hug við andlát og útför fööur okkar, VÍGLUNDAR MÖLLER, Kleppsvegi 26. Guð blessi ykkur öll. Anna Hersklnd, Marfa Möller Sfvertsen, Ragna Möller. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug vegna andláts og útfarar mannsins míns, fööur og tengdaföður, ZOPHONIAS AR ZOPHONf ASSONAR, Aðalgötu 3, Blönduósi. Guðrún Einarsdóttir, Zophonfas Zophonfasson, Gróta Arelfusdóttir, Sigrfður Zophonfasdóttir, Einar Þ. Þorstelnsson, Kolbrún Zophonfasdóttir, Guðjón Ragnarsson. Lokað Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar SÚSÖNNU M. GRÍMSDÓTTUR. E. Th. Mathiesen hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.