Morgunblaðið - 26.05.1987, Side 74
74
i
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
fclk f
fréttum
Morgunblaðið/Einar Falur
Hér var áður Austurbæjarbíó, en húsið skartar nú nýju nafni og klæðum: Bíóborgln.
Hjónin Guðný Ásberg Björnsdóttir og Árni Samúelsson taka á móti
boðsgestum við opnunina.
Bíóborgin
opnuð
Síðstliðinn miðvikudag var opn-
að nýtt kvikmyndahús í
Reykjavík, Bíóborgin. Það er til
húsa þar sem áður var Austurbæj-
arbíó, en búið er að breyta salnum
töluvert þannig að öll aðstaða er
nú eins og best verður á kosið. Eig-
andi Bíóborgarinnar er Árni
Samúelsson, en hann á einnig og
rekur kvikmyndahúsin Bíóhöllina
og Bíóhúsið sem og eitt í Keflavík.
Húsið var opnað með pompi og
pragt, eins og vera ber, og var saka-
málamyndin „Morguninn eftir" með
þeim Jane Fonda og Jeff Bridges í
aðalhlutverkum frumsýnd við tæki-
færið. Hljómflutningur í húsinu er
eins og hann verður fullkomnastur
og auk annarra þæginda má nefna
nýja stóla, mun vandaðri en þá sem
fýrir voru.
í framtíðinni mun ætlunin að
frumsýna allar helstu stórmyndir í
Bíóborginni, en þær síðan fluttar
milli sala eftir því sem þurfa þykir.
í Bíóhúsinu mun hins vegar stefnan
vera að sýna myndir af listrænni
toga en gengur og gerist.
Fjölskyldan sem stendur á bak við Bíóborgina: Alfreð Árnason, Hanna Rut Friðriksdóttir, Björn Árna-
son, Elisabet Árnadóttir, Guðný Ásberg Björnsdóttir og Árni Samúelsson.
Sem sjá má var fjölmenni við opnunina.
COSPER
— Mamma, ég held það hafi bitið á hjá pabba.
\o'b2í
Jn
COSPER. sai