Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987 ©1967 UnlvefMl Pres» Syndlote tAér hafa. lcksfns venfc tolln lykla. völdin c& -(Torsyom-klQSettinLi." ji Af hveiju spyijið þið allar sömu spumingarinnar: Er ég sú fyrsta? Auðvitað ertu það ...! Með morgunkaffinu Meðan fótboltinn er á skjánum þarftu ekkert að vera hrædd, mamma ... HÖGNI HREKKVlSI Göngnm vel um landið okkar Hættum að útbía umhverf i okkar með allskyns óþverra Til Velvakanda Jóna E. Jónsdóttir, leiðsögu- maður skrifar: Mikið er ég hjartanlega sammála forsvarsmönnum Sindra-Stáls um skilningsleysi yfírvalda á umhverf- isvemd. Það fer illa fyrir bijóstið á mér að sjá hvemig við göngum um landið okkar. Fólk losar sig við msl ogjafnvel heilu bílskrokkana á ótrú- legustu stöðum. Þetta er óþolandi. Ég skora á ykkur, þessa sem hlutdeild eigið í því að útbía um- hverfi okkar með allskyns óþverra, takið ykkur tak og Iátið skynsemina ráða, göngum vel um landið okkar. Andrés Magnússon skrifar: Að undanfomu hafa sjónvarps- stöðvamar tvær í auknum mæli notað orðskrípin áhorf eða horfun þegar þær metast um hvor njóti meiri almenningshylli. Orðin eiga líklega að vera samsvarandi orðinu hlustun, sem m.a. er notað þegar rætt er um vinsældir hljóðvarps- stöðva. Vissulega er nauðsynlegt að eiga orð um það hversu mikið eða margir horfa á sjónvarp. Hins vegar er alger óþarfi að vera að Ég hef oft hugsað eftir göngu- ferð í íjörunni á Seltjamamesi, auðvitað á Seltjamamesi, því Reyk- víkingar eiga enga fjöru sem hægt er að nýta til gönguferða, en það er nú annar sálmur! Ég hef sem sé oft hugsað eftir góða gönguferð, þegar á vegi mínum varð rusla- haugur, sem nýbúið var að koma fyrir af mannavöldum. Ég hugsa hvernig skyldi honum líða heimilis- föðurnum sem var að enda við að losa sig við sorpið þarna úti í nátt- úrunni. Skyldi honum líða ofsalega vel heima í fínu stofunni með ný tekið til í fina bílskúrnum og fína hnoða saman jafntilgerðarlegum orðum þegar íslenskan á orð fyrir. Um daginn heyrði ég óvitlausa tillögu. Hví ekki að nota orðið gláp? Orðið er fólki tamt og hveiju mannsbarni er ljóst um hvað ræðir. Sú gagnrýni á e.t.v. rétt á sér að orðið hafi yfir sér neikvæðan blæ, en ég fæ nú ekki séð að það sé miklu verra fyrir vikið. Altjent er það ekki verra en „áhorf“ og „horf- un“. Gláp er orðið. garðinum, sitjandi að loknu dags- verki með fínu konunni sinni og fínu börnin sér við hlið, sem öll hjálpuðust að við að setja heimilis- sorpið í fínu kerruna sem hengd var aftaní fína bílinn og flutti það út í ljótu náttúruna og var losað þar. Hvernig hugsar svona fólk ég bara spyr? Þetta er óþolandi. En aftur að aðgerðum eða öllu heldur aðgerðarleysi yfirvalda. Það er skylda ykkar að uppfræða fólk um hættuna sem stafar af gömlum bílrafgeymum og rafhlöðum. Maður sér þessa hluti á víð og dreif um allt land, fólk hendir þessu frá sér hvar sem er, mjög sennilega vegna fáfræði. Meira að segja má oft sjá smáböm vera að leika sér með gamlar rafhlöður inni á heimilum, sleikjandi þær og sjúgandi. Það vantar fræðslu um þessa hluti, ykkur ber skylda til að vara fólk við þessum óþverra með dag- legum viðvömnum í fjölmiðlum. Þá sakar ekki að láta fylgja með beiðni og viðvömn til allra Islendinga um skaðsemi loftmengunar. Því þar em þeir líka frekar illa upplýstir. Mig minnir að hafa heyrt að mælingar sem gerðar vom á loftmengun í Reykjavík sýndu að höfuðborgin okkar væri ein sú mengaðasta í Evrópu. Það kom mér ekki á óvart, við emm nefnilega alltaf með bílana í gangi. Vömbílar, sendiferðabílar og rútubílar að ferma og afferma em skildir eftir í gangi tímum sam- an. Fólk á einkabílum skilur bílana eftir í gangi við öll tækifæri, jafn- vel á meðan það gerir stórinnkaup í stórmarkaði. Þetta er óþolandi. Yfirvöld í sumum löndum Evrópu hafa sett bann við því að skilja bíla eftir í lausagangi og beita jafnvel sektum. Annars er reynsla mín er- lendis frá sú að fólkið á götunni, hinn almenni hugsandi maður, sér um að þessum reglum sé fylgt með því einfaldlega að biðja bílstjórana að slökkva á vélinni. En minnist maður á slíkt hér er maður álitinn skrítinn og þetta sé óþarfa afskipta- semi, sú er nú klikkuð! Kæm landar, tökum okkur tak, stöndum saman svo einkunnarorð- in: Hreint land — fagurt land. Hrein torg — fögur borg, standi fyrir sínu. „Eg skora á ykkur, þessa sem hlutdeild eigið í því að útbía um- hverfi okkar með allskyns óþverra: Takið ykkur tak og látið skynsemina ráða.“ Gláp í stað áhorfs Víkveiji skrifar Víkveiji átti leið um Þjóð- leikhúsið um helgina. Af tilviljun voru gluggatjöld dreg- in frá glugga í Kristalssal. Við blasti slík vanhirða í viðhaldi húss, að með ólíkindum er og fátítt að sjá slíkt í húseign í eigu opinberra aðila. Draga verður í efa, ef marka má ástand þessa eina glugga, að eðlilegt viðhald hafi farið fram á þessum hluta Þjóðleikhússins árum saman. Þetta er auðvitað til skamm- ar. Fyrir nokkrum mánuðum var vakin athygli á því opin- berlega, að Þjóðleikhúsið væri í mikilli niðurníðslu og mennta- málaráðherra hafði góð orð um að breyting yrði á. Umsjónar- menn ijármuna og eigna almennings geta ekki verið þekktir fyrir að láta Þjóðleik- húsið grotna niður. Þetta er ein helzta menningarstofnun þjóðarinnar. Hvaða „rök“ eru fyrir því, að láta þetta hús fara í slíka vanhirðu. Er talið að fjárveitingar til viðhalds þessa húss muni auka svo á ríkis- sjóðshallann að við ekkert verði ráðið?! Það væri fróðlegt að heyra skýringar fjármálaráð- herra og fjárveitingarnefndar Alþingis á þessari skömm. XXX Góða veðrið, sem við búum við þessa dagana, hefur tvenns konar áhrif á skaps- muni þjóðarinnar - að mati Víkverja. Hún kemst í betra skap, sem er ágætt því að ekki veitir af. En þjóðin verður líka löt! Það er eftirtektarvert, að fólki finnst ekki ástæða til að leggja jafn mikið að sér við vinnu í góðu veðri eins og þeg- ar veður er vont. Raunar eru margir þeirrar skoðunar, að helzt eigi ekki að vinna í góðu veðri. Talað er með velþóknun um fyrirtæki, sem veiti „sól- arfrí“! Það væri þokkalegt ástandið í þessari evrópsku verstöð, sem Island er, ef veður af þessu tagi væri hér allt árið um kring. XXX að eru ekki nema nokkur misseri frá því að Margeir Pétursson, stórmeistari, skrif- aði grein hér í Morgunblaðið, þar sem hann vakti athygli á nokkrum kornungum drengj- um, sem vert væri að veita athygli í skáklistinni. Fremstur í flokki þeirra, sem Margeir benti á í þeirri grein var Hann- es Hlífar Stefánsson, sem nú er orðinn heimsmeistari sveina í skák. Frábær árangur þessa unga manns sýnir, að það mikla ræktunarstarf, sem hér er unnið á vegum skáklistar- innar ber nýjan og nýjan ávöxt. Frumkvöðlarnir geta borið höf- uðið hátt. Þar _er fremstur í flokki Friðrik Ólafsson, sem með fordæmi sínu ruddi braut- ina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.