Morgunblaðið - 05.06.1987, Page 1
88 SÍÐUR B
STOFNAÐ 19ia
125. tbl. 75. árg.
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sri Lanka:
Tamílum ber-
ast hjálpargögn
Varpað úr indverskum flugvél-
um yfir Jaffna-skaga
Nýju Delhí, Colombo, Reuter.
INDVERSKA ríkisstjórnin sendi
í gær flugvélar, í fylgd orustu-
véla, með vistir og lyf sem varpað
var niður yfir Jaffna-skaga á Sri
Lanka. Gefið var til kynna að
framhald gæti orðið á þessum
aðgerðum. Yfirvöld á Sri Lanka,
sem snúið höfðu indverskri
skipalest frá eyjunni í fyrradag,
mótmæltu tiltækinu harðlega og
sögðu það íhlutun í innanríkismál
sem rætt yrði á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna.
Indversk stjómvöld sendu skila-
boð til ríkisstjómar Sri Lanka
rúmlega hálfri klukkustund áður
en flugvélamar lögðu af stað. Þar
sagði að 25 tonnum af matvælum
og lyfjum yrði varpað niður á svæði
sem byggt er tamílum og væri þetta
gert af mannúðarástæðum. Parið
var fram á að her Sri Lanka skyti
ekki á vélamar, þar sem flugmenn
þeirra hefðu skipanir um að svara
í sömu mynt ef á þá yrði ráðist.
35 erlendum og indverskum
fréttamönnum var boðið að skoða
farangur vélanna og fylgjast með
þegar birgðunum var varpað niður.
Talsmaður stjómar Sri Lanka,
sagði í gær að Junius Jayewardene,
forseti eyjarinnar, hefði seint í
fyrrakvöld sent Rajiv Gandhi, for-
sætisráðherra Indlands, boð um
viðræður til þess að finna leiðir, er
báðir aðilar gætu sætt sig við, til
þess að koma bágstöddum tamílum
til hjálpar. Ekki hefði borist neitt
svar við þessu boði. Talsmaðurinn
gaf ekki skýringu á því hvers vegna
her eyjarinnar lét ekki á sér kræla
á meðan aðgerðir Indverjanna stóðu
yfir.
Indverska sendiráðið í Colombo
fyrirskipaði í gær öllum Indveijum
sem búsettir em í borginni að leita
hælis á hótelum í eign Indveija, þar
sem búast mætti við hefndarað-
gerðum eyjarskeggja. Var því hlýtt,
en ekki hefur frést um nein átök.
í Nýju Delhí, höfuðborg Ind-
lands, vom reistar hindranir
umhverfís sendiráð Sri Lanka, þar
sem boðað hefur verið til mótmæla-
fundar við sendiráðið í dag, en ekki
hefur heldur frést um nein átök þar.
Sjá „Hvergi hillir undir lausn“
á bls 27.
Reuter.
Pyntuð
afBarbie
Réttarhöldunum yfir Klaus
Barbie, sem sakaður er um
glæpi gegn mannkyninu í
síðari heimsstyrjöld, er hann
var Gestapoforingi í Lyon í
Frakklandi, er haldið áJfram
að honum fjarstöddum. í
gær kom konan er sést á
þessari mynd, Francine Gud-
efin, fyrir réttinn og sagði
að Barbie hefði sjáifur veitt
henni fyrsta höggið er hún
var beitt ofbeldi við yfir-
heyrslur Gestapo. Gudefin
var misþyrmt hrottalega og
neydd til að horfa á er bróð-
ir hennar fékk svipaða
meðferð. Veijandi Barbie,
Jacques Verges, hélt því
fram í gær að Gudefin hefði
orðið tvisaga því hún hefði
áður haldið því fram að Þjóð-
veijar hefðu ekki yfirheyrt
hana á stríðsárunum.
Sambandsþingið í Bonn:
Uppræting Evrópu-
flauganna samþykkt
72 Pershing-flaugar í Vestur-
Þýskalandi verði undanskildar
Bonn, Feneyjum, Moskvu, Reuter.
VESTUR-þýskir þingmenn hafa
lagt blessun sína yfir þá afstöðu
ríkisstjórnarinnar að undanskilja
beri 72 skammdrægar kjarn-
orkuflaugar af gerðinni Persh-
ing 1A frá hugsanlegu
Japanir með í að-
gerðum á Persaflóa?
Tókýó, Feneyjar. Reuler.
YASUHIRO Nakasone, forsætis-
ráðherra Japan, útilokaði i gær
ekki þann möguleika að stjórn
sín myndi leggja til fjármuni til
aðgerða er miðuðu að því að
tryggja öryggi skipa á Persaflóa.
Hann sagðist vilja biða eftir nið-
urstöðum leiðtogafundaríns i
Feneyjum sem haldinn verður
8.-10. júni nk. áður en hann tjáði
sig frekar um málið.
í síðustu viku sagði Nakasone
að Japanir myndu hvorki leggja til
fé né mannafla til að halda siglinga-
leiðum á Persaflóa opnum. En í
stjómarskrá Japan eru ákvæði er
banna landsmönnum að veita öðr-
um hemaðaraðstoð. Hefur hann
sætt harðri gagnrýni fyrir þessa
yfirlýsingu, sérstaklega í Banda-
ríkjunum, en Japanir fá um 60%
af þeirri olíu sem þeir nota frá
Persaflóaríkjum.
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti hefur lýst því yfir að hann
muni fara fram á það á fundinum
í Feneyjum að fleiri ríki taki þátt
í því að veija fijálsar siglingar um
Persaflóa. Bretar og Frakkar eru
með herskip á flóanum og Sovét-
menn hafa aukið flotastyrk sinn
þar.
samkomulagi risaveldanna um
upprætingu kjarnorkuflauga í
Evrópu. Tillaga Helmuts Kohl
kanslara þessa efnis var sam-
þykkt í neðrí deild sambands-
þingsins í gær eftir rúmlega
fjögurra klukkustunda umræð-
ur. Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti fagnaði þessum
málalokum, en sovéska frétta-
stofan Tass sagði Kohl kanslara
ríghalda i úrelta hugmyndafræði
um fælingarmátt kjarnorku-
vopna.
Flaugar þessar eru í eigu vestur-
þýska flughersins, en þær er unnt
að búa bandarískum kjamaoddum.
Eftir harðar deilur hefur vestur-
þýska ríkisstjórnin náð samkomu-
lagi um að kreíjast þess að þær
verði undanskildar í hugsanlegu
afvopnunarsamkomulagi stórveld-
Flugvél Rust á Rauða torginu.
Réð pólitík
ferð Rust?
Bonn, Reuter.
V-þýska dagblaðið Die Welt sendi
í gær frá sér orðsendingu þess
efnis, að það hefði áreiðanlegar
heimildir fyrir því, að flugmaður-
inn Mathias Rust, sem lenti á
Rauða torginu í Moskvu á fimmtu-
dag, hafi flogið til Sovétríkjanna
af pólitískum ástæðum. Sagðist
blaðið birta frétt um málið í dag.
Sjá „Sovésk hermálayfir-
völd...“ bls. 23.
anna. Kohl kanslari bar upp form-
lega tillögu þessa efnis og var hún
samþykkt með 232 atkvæðum gegn
189. Tillaga jafnaðarmanna,
stærsta stjómarandstöðuflokksins,
um hið gagnstæða var felld með
239 atkvæðum gegn 163.
Helmut Kohl kvað ríkisstjómina
fylgjandi útrýmingu annarra
skammdrægra flauga í Evrópu og
hinna meðaldrægu svo framarlega
sem stórveldin gengju að þessu
skilyrði Vestur-Þjóðveija. íhalds-
menn innan flokks Kohls em ekki
alls kostar ánægðir með þessi mála-
lok. Telja þeir að stjóminni hafi
verið þröngvað til að samþykkja
samkomulagsdrög fulltrúa risaveld-
anna, sem þeir segja að ógni
öryggishagsmunum Vestur-Þýska-
lands. Jafnaðarmenn gagnrýndu
stjómina einnig fyrir að vilja undan-
skilja Pershing-flaugamar. Willy
Brandt, fyirum kanslari, sagði
Pershing-flaugarnar heyra undir
Bandaríkjastjóm og sakaði Kohl um
að vilja „bjarga andlitinu" með því
að leggja slíka áherslu á áfram-
haldandi vem þeirra í Vestur-
Þýskalandi.
Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seti fagnaði samþykkt þingsins og
sagði að með henni hefði verið stig-
ið mikilvægt skref í átt til sameigin-
legrar afstöðu aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins. Sovét-
stjómin hefur áður lýst yfir því að
hún vilji að samkomulag um
Evrópuflaugarnar taki einnig til
Pershing lA-flauganna og sagði
fréttastofan Tass að afstaða Kohls
sýndi greinilega að hann væri mót-
fallinn því að kjamorkuvopn yrðu
upprætt í Evrópu. Erich Honecker,
leiðtogi austur-þýska kommúnista-
breitt er WiIIy Brandt gagnrýndi
afstöðu hans á þingi í gær.
flokksins, kvaðst geta fallist á að
flaugamar yrðu áfram í Vestur-
Þýskalandi, en kjamaoddana yrði á
hinn bóginn að fjarlægja.
London:
Drukku vín
fyrir 3,6 millj.
London. Reuter.
FJÓRIR starfsmenn vínverslun-
ar i London gerðu sér lítið fyrír
nýlega og drukku kampavín og
léttvín fyrir 60.000 sterlingspund
(3,6 millj.isl.kr.).
Upp komst um drykkjuna þegar
vömtalning leiddi í ljós að birgðir
Fortnum og Mason-verslunarinnar
vom minni en þær áttu að vera.
Lögreglunni var þá tilkynnt um
málið og var það upplýst í gær.
Talsmaður lögreglunnar sagði að
mennimir hefðu valið dýmstu teg-
undimar og dmkkið veigamar úr
pappaboxum. Þeir hefðu greinilega
ekki verið að hugsa um peninga
því hægt hefði verið að selja vínið
og hafa gott upp úr krafsinu.