Morgunblaðið - 05.06.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1987
5
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Á þessari mynd er verið að hlaða áburðarvélina Pál Sveinsson með áburði á Reykjavíkurflugvelli, en
vélin tekur um 4 tonn af áburði.
Áburðarflug á Reykjanesskaga
ÁBURÐARFLUGIÐ með flugvélinni Páli Sveinssyni hófst síðastliðinn
þriðjudag og hefur dreifingin undanfarna daga verið á landgræðslu-
svæðinu á Reykjanesskaganum.
„Við dreifum þama samtals um
100 tonnum af áburði og grasfræi
og er þetta landgræðslustarf hluti
af landgræðslu- og landvemdará-
ætlun, sem samþykkt var á Alþingi
í byijun þessa árs, og er miðuð við
fimm ára tímabil, til ársins 1991,"
sagði Sveinn Runólfsson, land-
græðslustjóri, í samtali við Morgun-
blaðið. „Sveitarfélögin á Suðumesj-
um taka virkan þátt í kostnaði við
þessa framkvæmd auk þess sem
verktakar í Keflavík hafa lagt mál-
inu lið,“ sagði hann ennfremur.
Landgræðsulstjóri sagði að
áburðarvélin Páll Sveinsson hefði
dreift á þetta landgræðslusvæði frá
Reykjavík síðan árið 1979 og væri
þessi landgræðslustarfsemi í sam-
ræmi við þá meginstefnu að dreifa
sem mest í nágrenni við þéttbýlis-
svæði á landinu. Hann gat þess
einnig að þetta svæði væri alfriðað
fyrir búfjárbeit. „Við teljum að
þetta starf á Suðumesjum hafi ver-
ið mjög árangursríkt, enda veitti
ekki af þar sem gróðurfarslega séð
hefur Reykjanesskagi verið í slæmu
ástandi um langt skeið," sagði
Sveinn Runólfsson, landgræðslu-
stjóri.
0
Fegurðarsamkeppni Islands hefst í kvöld:
Keppendur leystir
út með góðum gjöfum
FEGURÐARSAMKEPPNI Is-
lands 1987 hefst í kvöld í veit-
ingaliúsinu Broadway með
kynningu á keppendunum tiu.
Auk þess verður valin vinsælasta
stúlkan, sem þáttakendur velja
sjálfar úr sínum hópi og blaða-
ljósmyndarar útnefna ^ bestu
ljósmyndafyrirsætuna. Úrslita-
keppnin fer svo fram á mánu-
dagskvöld og verða þá krýndar
Fegurðardrottning Islands og
Fegurðardrottning Reykjavíkur.
Undirbúningur fyrir keppnina
hefur staðið í um það bil tvo mán-
uði og hafa keppendur stundað
þjálfun í líkams- og heilsurækt,
framkomu og tjáningu enda er til
mikils að vinna. Fyrir utan þá veg-
semd sem titlunum fylgja gefst
sigurvegurum kostur á þáttöku í
fegurðarsamkeppnum á alþjóða-
vettvangi og með því geta opnast
möguleikar fyrir sýningarstörf úti
í heimi.
Fegurðardísimar verða auk þess
leystar út með góðum gjöfum og
má nefna að sigurvegari keppninn-
ar fær að gjöf frá fyrirtækinu Gull
og silfur á Laugavegi, hring úr
hvítagfulli, skreyttan átján demönt-
um sem hver um sig er eitt karat.
Þetta er módelgripur að verðmæti
um 150 þúsund krónur. Þá mun
Eggert Jóhannsson feldskeri gefa
fegurstu stúlkunni blárefsjakka,
Seiko-umboðið gefur fegurðar-
drottningum íslands og Reykjavík-
ur gull- og silfurúr, Markus
Tískuhús gefur fegurðardrottningu
íslands samkvæmiskjól frá þýska
fyrirtækinu Amarotico og Ferða-
skrifstofan Útsýn gefur öllum
stúlkunum tíu sólarlandaferð að
verðmæti 35 þúsund krónur hver.
Að auki fá þáttakendur gjafir frá
15 öðrum fyrirtækjum.
Sjá nánar um undirbúning
stúlknanna fyrir keppnina á bls.
20 og 21.
Morgunblaðið/Bjami
Mikill undirbúningur Hggur að baki þáttöku í Fegurðarsamkeppni
íslands. Hér eru tvær stúlknanna í talkennslu hjá Gunnari Eyjóifs-
syni leikara.