Morgunblaðið - 05.06.1987, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987
Morgunblaðið/Ól. K. M.
Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða virðir fyrir sér málverkið sem Gunnar Ragnars afhenti
félaginu fyrir hönd Akureyrarbæjar.
Akureyrarbær færði Flug-
leiðum málverk að gjöf
Brekkuhlaupið
haldið á morgun
HIÐ árlega Brekkuhlaup, sem er fastur liður í lífi Akureyringa,
fer fram næstkomandi laugardag, 6. júní og hefst það kl. 13.
Það er verslunin Garðshorn sem stendur fyrir hlaupinu og hefur
einnig gert það síðastliðin tvö ár. Auðunn Þorsteinsson verslunar-
eigandi sagðist búast við allt að 500 þátttakendum eins og í fyrra.
Skráning er í versluninni
Garðshomi og verða allir sem
ætla að vera með að láta skrá sig
fyrir kl. 12 á laugardag. Þá strax
verða rásnúmer afhent. Númerin
eru líka happdrættismiðar og
verður hjól, sem Skíðaþjónustan
gefur, í vinning. Sem fyrr verða
átján bikarar í verðlaun handa
þremur efstu í hverjum flokki.
Flokkar verða þrír, 0 til 8 ára, 9
til 11 ára og 12 til 14 ára, skipt
í drengja- og stúlknaflokka. Allir
keppendur fá svo gos frá Sana
og sælgæti frá Lindu að loknu
hlaupi.
A meðan á hlaupinu stendur
mun Jóhann Hjartarson stór-
meistari tefla fjöltefli við alla þá
sem áhuga hafa. Taflið hefst kl.
13 og verður telft á túninu við
Garðshom. Skráning fer fram á
staðnum. Einnig munu fallhlífa-
stökkvarar dreifa karamellum yfir
túnið og skemmtidagskrá verður
fyrir yngsta fólkið sem María
Axfjörð frá Leikfélagi Húsavíkur
mun sjá um.
í KVÖLDVERÐARBOÐI Flug-
leiða á Hótel KEA í fyrrakvöld,
Norræn
heimilis-
iðnaðar-
sýning í
Amtsbóka-
safninu
NORRÆN heimilisiðnaðar-
sýning verður haldin í
Amtsbókasafninu á Akur-
eyri dagana 6.-15. júni.
Þetta er farandsýning
norrænu heimilisiðnaðar-
samtakanna, sem fyrst var
sett upp í Kuopio í Finn-
landi I júlí á síðasta ári og
hefur síðan farið um öll
Norðurlöndin.
Sýningin kemur til Akur-
eyrar frá Reykjavík. Yfírskrift
hennar er vöruþróun í heimilis-
iðnaði frá hugmynd til fullmót-
aðs hlutar. Sýningin verður
opnuð kl. 17,00 á morgun, laug-
ardag, og er það félagið
Nytjalist sem hefur tekið að sér
að sjá um sýninguna á Akur-
eyri. Hún verður opin alla virka
rídaga frá kl. 14.00 til 20.00 og
kl. 14.00 til 22.00 um helgar.
þar sem minnst var fimmtíu ára
afmælis atvinnuflugs á íslandi
færði Gunnar Ragnars forseti
bæjarstjómar Akureyrar félag-
inu málverk að gjöf. Sýnir það
Waco-sjóflugvél Flugfélags Ak-
ureyrar, TF-ÖRN, á Pollinum
með þá Agnar Koefoed Hansen
flugmann og Gunnar Jónasson
flugvirkja innanborðs. Þeir
flugu vélinni til Akureyrar 15.
maí 1938, ári eftir að flugfélagið
var stofnað.
Öm Ingi málaði myndina og hafði
til hliðsjónar ljósmynd af atburðin-
um. Þá em húsin í baksýn máluð
í þeim litum sem þau em talin hafa
borið á þessum tíma eftir bestu vit-
und manna. „Það eina sem við
vomm ekki vissir um var himininn,
en eins og sjá má er hann á mik-
illi hrejrfingu. Ég leit út um
gluggann áðan og sá að það var
að birta til eftir heldur þungbúinn
morgun. Má það heita táknrænt að
strax þegar afmælisgestimir vom
komnir til Akureyrar fór að létta
til,“ sagði Gunnar þegar hann af-
henti Sigurði Helgasyni stjómar-
formanni málverkið.
Sveinn Ævar Stefánsson, Elín Kjartansdóttir og Baldvin Hreinn
Eiðsson í hlutverkum sínum í leikriti Jónasar og Jóns Múla Árna-
sona, Allra meina bót.
Starf smannaf élag sambands verksmiðjanna:
Sýnir „Allra meina bót“ í Félagsborg
- eftir þá bræöur Jónas og Jón Múla Árnasyni
Starfsmannafélag verksmiðja
Sambandsins á Akureyri hefur
að undanförnu æft leikritið
„AUra meina bót“ eftir þá bræð-
ur Jónas og Jón Múla Arnasyni
og frumsýnir það annað kvöld,
laugardagskvöld, i Félagsborg.
Leikstjóri er Skúli Gautason. Sjö
leikarar taka þátt í sýningunni.
Það má telja næsta sjaldgæft að
starfsmannafélög fyrirtækja setji
upp leikþætti, hvað þá Ieiksýningar
í fullri lengd. Þetta var tíðkað áður
fyrr hjá sambandsverksmiðjunum á
Akureyri en lagðist af fyrir nær
fjörutíu ámm.
Starfsmannafélag verksmiðja
Sambandsins ákvað í vetur að efna
til leiklistarnámskeiðs fyrir félags-
menn. Þetta gafst vel og var
ákveðið í framhaldi af því að setja
upp leiksýningu. Fyrir valinu varð
gamanleikritið „Allra meina bót“.
Leikurinn gerist á ríkisspítalan-
um hjá konungi íslenskra skurð-
lækna, dr. Svendsen, sem lætur
engan mann óskorinn frá sér fara.
Inn á sjúkrastofuna berst meðal
annars eltingaleikur rannsóknar-
lögreglunnar við forhertan fjár-
glæframann og ástin er aldrei langt
undan. Fjöldi söngva er í verkinu
og em margir þeirra landsmönnum
að góðu kunnir, svo sem „Augun
þfn blá“ og „Það er meðal annars
það sem ekki má“. Ámi Ingimund-
arson leikur undir á píanó.
Skúli útskrifáðist úr Leiklistar-
skóla íslands vorið 1986 og hefur
verið fastráðinn hjá Leikfélagi Ak-
ureyrar síðan. Auk þess setti hann
upp leikritið „Pæld’í’ðí" sem leik-
klúbburinn Saga sýndi í Dynheim-
Akureyri's
Museum
Minjasaínið á
Akurcyri
Minjasafnið á Akureyri,
Aðalstræti 58,
hóf sumarstarfsemi sína 1. júní.
Opið daglega frá kl. 13.30. - 17.00.
Ljósmyndasýning í tilefni af 25 ára af-
mæli safnins, opnar laugardaginn 6. júní
kl. 15.00. og er opin í sumar.
Forstöðumaður.
Tónleikar í
tónlistarskól-
anum í kvöld
PÍANÓNÁMSKEIÐI Martins
Berkofsky við tónlistarskólann á
Akureyri lýkur með þvi að sjö
þátttakendur á námskeiðinu
leika á tónleikum i sal tónlistar-
skólans í kvöld. Tónleikamir
hefjast kl. 20.00
Þetta er Qórða námskeiðið þar
sem Martin Berkofsky leiðbeinir og
hafa nemendur komið víða að, með-
al annars erlendis frá. Allt bendir
til þess að hlé geti orðið á þessum
árlegu námskeiðum um sinn þar
sem þau Martin Berkofsky og Anna
Málfríður Sigurðardóttir, píanóleik-
ari og eiginkona hans, eru að
flytjast til útlanda.
Martin Berkofsky.
um í vetur. Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið að það gerði fólki
gott að taka þátt í slíkum sýning-
um. Það bæði þroskaði málkennd
manna og færði þeim aukna trú á
sjálfa sig. Þá hefðu verkstjórar ver-
ið afar liðlegir við leikarana vegna
æfíngatíma og eins væri til allt af
öllu í verksmiðjum Sambandsins,
hvort sem það væri skófatnaður,
leikmynd eða búningar. Skúli sagð-
ist ganga með þann draum í
maganum að endurvekja áhugaleik- •
listarstarf starfsmannafélagsins.
„Slík starfsemi er aðeins af hinu
góða og lyftir atvinnumennskunni
heilmikið upp á við. Því meiri sem
áhuginn er á leiklist, því traustari
verður uppbygging atvinnuleikhúsa
í landinu."
Persónur og leikendur í verkinu
eru: Dr. Svenson: Sveinn Ævar
Stefánsson, Andrés ofskomi: Amar
Pétursson, Halla hjúkrunarkona:
Elín Kjartansdóttir, Stórólfur rann-
sóknarlögreglumaður: Eiður Stef-
ánsson, Pétur: Baldvin Hreinn
Eiðsson, hjúkranarkonur: Sigríður
Þórðardóttir og Hólmfríður Mar-
grét Hauksdóttir. Sýningar verða
flórar nú í Félagsborg, en hug-
myndin er að taka leikritið aftur
til sýninga að hausti. Frumsýningin
á laugardagskvöld hefst kl. 20.30.
Onnur sýning verður þriðjudaginn
9. júní kl. 20.30, þriðja sýning laug-
ardaginn 13. júní kl. 20.30 og fjórða
sýning sunnudaginn 14. júní kl.
15.00.