Morgunblaðið - 05.06.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987
31
Fulltrúar Man-
ville heimsækja
Kísiliðjuna hf.
ÆÐSTU stjómendur Manville
Corporation ásamt stjómendum
Evrópudeildar fyrirtækisins eru
væntanlegir til landsins í tílefni
aðalfundar Kisiliðjunnar hf., sem
haldinn verður í dag.
Kísiliðjan er sameign íslenska
ríkisins og nokkurra sveitarfélaga
á norðausturlandi og bandaríska
Skógardagnr í Hafnar-
firði og Garðabæ:
Jón í Skuld
gefur 120
birkiplöntur
SKÓGARDAGURINN í Hafnar-
firði er á morgun, laugardaginn
6. júní, og um þessar mundir em
einnig 40 ár liðin, frá þvi að
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
gróðursetti sínar fyrsta plöntur.
Af þessu tilefni hefur Jón Magn-
ússon í Skuld, sá kunni skógræktar-
maður í Hafnarfírði, gefið 120
birkiplöntur og verður þeim valið
framtíðarheimili á Blábeijahæð fyr-
ir ofan Hafnarfjörð. Verður lagt upp
frá íþróttahúsinu við Strandgötu
kl. 9.30 á laugardagsmorgni, og
hvetur Skógræktarfélag Hafnar-
fjarðar og Garðabæjar alla félaga
sína og áhugafólk til að slást með
í för.
(Fréttatilkynning)
stórfyrirtækisins Manville Corpor-
ation. Meðal fulltrúa fyrirtækisins
sem koma til landsins eru G.C. Dill-
on stjómarformaður, W.F. Step-
hens forstjóri, A.B. Gogh deildar-
forstjóri og J.P. Guibert yfírmaður
Evrópudeildar fyrirtækisins ásamt
fylgdarliði. Þeir munu eiga viðræð-
ur við Þorstein Pálsson iðnaðarráð-
herra og embættismenn í
ráðuneytinu á meðan á dvöl þeirra
stendur. Þá er á dagskrá heimsókn
í Mývatnssveit og Húsavík þar sem
starfsemi Kísiliðjunnar hf. verður
kynnt.
í frétt frá Kísiliðjunni segir að
samstarf hluthafa hafi verið með
miklum ágætum. Þrátt fyrir tækni-
lega örðugleika í upphafi reksturs,
og baráttu við óblíð náttúruöfl, hef-
ur fyrirtækið verið byggt upp með
góðu samstarfi hluthafa og góðu
starfsfólki.
Mynd sem tekin var á sjóstangaveiðimótinu í fyrra. Morgunbiaðið/Sigurg. Jónasson
Vestmannaeyjar:
Fjölmenni á hvítasunnu-
mót sjóstangaveiðimanna
Veatmannaeyjum.
MJÖG mildl þátttaka er í hinu
árlega hvitasunnumóti Sjó-
stangaveiðifélags Vestmanna-
eyja. 108 keppendur víðsvegar
að af landinu höfðu tilkynnt þátt-
töku, frá Akureyri, ísafirði,
Fríkirkjan í Reykjavík:
Utimark-
aður í dag
KVENFÉLAG Fríkirkjunnar í
Reykjavik heldur sinn árlega
útimarkað í dag, föstudaginn 5.
júní, fyrir utan kirkjuna.
Allur ágóði af útimarkaðinum
verður notaður til framkvæmda fyr-
ir kirkjuna.
Reykjavík, Sauðárkróki og Vest-
mannaeyjum. Mót þetta verður
því fjölmennasta sjóstangaveiði-
mót sem haldið hefur verið á
íslandi. Þetta verður sérstakt
afmælismót, en SJÓVE er 25 ára
á þessu ári og verður sérlega
vandað til mótsins af þessu til-
efni.
Magnús Magnússon mótsstjóri
var inntur eftir undirbúningi móts-
ins.
„Við erum komin með 108 skráða
keppendur og því má sjá að báta-
nefndin hefur ekki verið öfundsverð
af því að útvega báta fyrir allan
þennan fjölda. Við létum konumar
um að ræða málin við skipstjóra
Eyjaflotans og tókst þeim að leysa
þetta verkefni farsællega því allir
sem leitað var til voru tilbúnir að
veita okkur lið í þessu máli — eins
og raunar ævinlega.
Hvítasunnumót SJÓVE er orðið
landsþekkt og mönnum finnst það
orðið að föstum pósti í tilverunni
hér í Eyjum. Vegna afmælisins
höfum við ákveðið að vanda sérlega
til verðlauna á mótinu og fengið til
þess góðan stuðning frá mörgum
fyrirtækjum í bænum. Félagið hefur
látið slá nýja verðlaunapeninga úr
gulli og silfri og völundarsmiðurinn
Amar Ingólfsson hefur smíðað fyr-
ir okkur stórglæsilega verðlauna-
gripi. Þessir gripir Amars em
hreinustu listmunir og munu vafa-
laust vekja mikla athygli,“ sagði
Magnús mótsstjóri.
Magnús sagði ennfremur að mót-
inu lyki með veglegri veislu og
balli. Þá sagðist hann hafa fyrir
því góð orð Veðurstofunnar að gott
veður verði í Eyjum mótsdagana.
Annars er það þjóðsaga í Eyjum
að sjóstangaveiðimótinu fylgi ávallt
slæmt veður, en stangaveiðimenn
þræta harðlega fyrir þetta og kenna
gjaman golfmönnum um veðrið, en
þeir em einmitt með stórmót þessa
sömu helgi. Vonandi aflast vel.
— hkj.
BORGARSKRÁIN í NÝJUM BÚNINGI
í ÁR KYNNUM VIÐ EFTIRTALDAR NÝJUNGAR!
Götukort og fyrirtæki á Suðurnesjum,
Selfossi, Hveragerði, Akranesi, Akureyri
og nágrenni.
Öll fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og
á ofantöldum þéttbýlisstöðum verða
skráð.
Fyrirtæki skráð í götu- og númeraskrá.
Götunúmer sett inn á kort.
Auknar millivísanir.
Betri upplýsingar til ferðamanna.
Notandinn sparar tíma, fé og fyrirhöfn
vegna þess að í GULU BÓKINNI er hann
fljótari að finna fyrirtæki og þá þjón-
ustu sem hann þarf á að halda.
Fyrirtæki fá hér einstakt tækifæri til að
kynna betur starfsemi sína og um leið
auka þjónustuna við notendur.
Eintaki af GULU BÓKINNI verður dreift
ókeypis á hvert heimili í landinu, af
Pósti og síma fljótt og vel.
Aukaeintök verða seld.
VVví ' , v nlé' V41
^ ,M\0
"’.V
v>-‘"
BE
HUN
ER
el!Li LieLvLL
5\wt á ínátu