Morgunblaðið - 05.06.1987, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987
fclk í
fréttum
Morgunblaðið/Árni
Eldri Hólmarar
vitja átthaganna
að er alltaf gaman og setur sinn svip á tilver-
una þegar gamlir og góðir Hólmarar birtast
í bænum. Sumir eru þannig gerðir að þeim fínnst
ekkert sumar ef þeir skoða ekki gamlar slóðir og
fylgjast með framförum þar. Þá er nú hótelið eftir-
sóknarvert. Vinsamlega og vel rekið og mikil stoð
í bæjarlífínu.
Fréttaritari hitti þessa gömlu og góðu Hólmara
fyrir utan hótelið um daginn og fannst ekk; koma
til mála annað en að taka mynd með kaupstaðinn
að baki. Margar minningar vöknuðu og það birti
í lofti. Gamlar glæður, það lifír lengi í þeim og
atvik liðinna tíma eru lífseig.
Hér í Hólminum var manndómstímanum eytt
og æskuárin stigin. Þau tóku þátt í því að gera
Hólminn að góðum bæ. Það er mikils virði að eiga
góða samferðamenn. ^
— Arni
Joey Tempest
sektaður
J oey Tempest, söngvari
sænsku hljómsveitarinnar
Éurope var á þriðjudag sektaður
af sænskum yfírvöldum fyrir
að hafa skotið sér undan her-
skyldu. Sektarupphæðin er af
hærra taginu, eða sem nemur
640.000 íslenskra króna.
Ofangreindur úrskurður var
kveðinn upp í héraði, en vana-
lega eru menn dæmdir í tveggja
vikna varðhald fyrir að gegna
ekki herkvaðningu. Fallið var
frá þeirri refsingu þar sem hann
ótti eiga sér nokkrar máls-
ætur. Thomas Erdtman,
umboðsmaður hljómsveitarinn-
ar, bar fyrir réttinum í Strangn-
as, skammt austur af
Stokkhólmi, að læknir nokkur
hefði gefíð í skyn við Tempest
að hann væri undanþeginn her-
skyldu vegna ofnæmis. Auk
þess benti hann á að Tempest
hefði verið á hljómleikaferðalagi
þegar hann var kvaddur til hinn-
ar sjö mánaða löngu herskyldu,
en með því væri hann að afla
Svíþjóð gjaldeyristekna. Þá
benti Erdtman á að Tempest
greiddi hærri skatta en flestir
Svíar á herskyldualdri og vænt-
anlega rynni eitthvað af þeim
til varnarmála. Því taldi hann
að rétturinn ætti að taka tillit
til hinnar sérstöku aðstæðna
Tempest og gefa honum færi á
gegna herþjónustu síðar, teldu
herlæknar hann færan um það.
Á þetta blés dómarinn.
Sektin þykir mjög há miðað
það sem gengur og gerist í
Svíþjóð, en var miðuð við himin-
háar tekjur Tempests. Þá kom
fram í dómsorðinu að hann
skyldi gegna herþjónustu síðar
Joey Tempest, söngvari Europe.
þó ekki væri kveðið nánar á um
hvenær það yrði.
Hljómsveitin Europe skaust
upp á stjömuhimininn í fyrra
með laginu „The Final Count-
down“ og hefur verið á hljóm-
leikaferðalagi um heiminn
síðan. Þá má þess geta að
hljómsveitin er væntanleg hing-
að til lands í sumar.
. . .W\ \ ol
Engu er líkara en að stúlkan sé með lífstykki um sig miðja, en svo
er ekki — aðeins undrafint silki.
Baðföt eða
nærföt?
að er ekk seinna vænna að
fara pæla í baðfatatískunni,
en þá þarf að meta hversu mikið
af holdi eigi að sýna, hvaða líkams-
hluta og hvaða ekki. Velta þarf
vöngum yfír því hvað skuli verða
brúnt og hvað ekki og síðast en
ekki síst þarf að hugsa um línumar
— hvort þær þarfnist ef til vill ein-
hverrar lagfæringar.
í Danmörku er kona sem heitir
Anne Lise Ravn og hefur að undanf-
ömu getið sér gott orð sem
hönnuður kvennærfata. Hún saum-
ar aðeins úr silki og öðm fíneríi,
enda verðið á fatnaðinum eftir því.
Fyrir nokkm datt henni í hug að
munurinn milli baðfata og nærfata
væri ekki ýkja mikill og tók sér það
þá fyrir hendur að gera hann enn
minni. Útkomuna má sjá hér á
síðunni, en fötin — hvort heldur em
nærföt eða baðföt em eingöngu úr
silki. Það mun vera helsta aðal fa-
tanna. Þau em fullkomlega nothæf
sem nærföt, en em einnig öldungis
stórkostleg baðstrandaklæði. Til
þess að auka á hin æsandi áhrif
fatanna vom meðfylgjandi myndir
teknar við kodda og sængurver.
Þetta bikini má hæglega nota sem nærföt, en myndi ekki vekja
minni aðdáun á ströndinni en í baðherberginu.