Morgunblaðið - 05.06.1987, Page 49

Morgunblaðið - 05.06.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 49 Gamalt kvæði - hver er höfundurinn? Margrét Helgadóttir í Botni lærði þessar vísur af gömlum manni þegar hún var 79 ára. Hún dó 1910. Kvæðið var svo skrifað upp eftir dóttur hennar, Guðrúnu í Hlöðutúni, af Ragn- heiði Brynjólfsdóttur. Ragnheiður leitaði til Velvak- anda og langar hana að vita hvort einhver kannast við kvæðið og viti hver sé höfundur þess. Vænt er að kunna vel að slá veiða fisk og róa á sjá, smíða tré og líka ljá lesa á bók og rita skrá. Vænt er að vera valmenni viljugur með iðninni, þolgóður í þrautinni þýðlyndur í umgengni. Sómi er að siðprúðum sæla fylgir dyggðugum, best er vit í bóknámum, búsæld eykst af hagleikum. Fallegt er að lesa lðg og læra fógur nótnadrög, byggja hús og beita sög, blessuð stýrir mundin hög. Gott er að eignast gæðin flest, góða jörð og sauðfé mest, góða konu, góðan prest, góða kú og vakran hest. Gott er hóf í gleðinni, geðugt þol í rauninni, sífelld bæn í sorginni og sönn guðhræðsla í meðlæti. Gott er að hafa hyggið þel, hugamæmi gott ég tel, en fátt er betra en fara vel og finna guð með ísrael. Ofullkomin neyðarþjónusta jafnframt hjartabilaður. Þegar á slysadeildina kom fékk hann skjótt lyfjameðferð í æð og leið honum mun betur eftir nokkrar mínútur. Að sögn heimilislæknis míns er það skaðlegt fyrir hjartasjúklinga að bíða lengi eftir fyrstu meðferð er léttir álaginu af hjartanu. Hann benti einnig á að neyðarbíllinn er einungis í gangi, þ.e.a.s. mannaður lækni, virka daga til miðnættis og þannig veruleg brotalöm í neyðar- þjónustu borgarbúa. Hann sagði það yfirlýstan vilja bæjarvaktar- lækna að neyðarbíllinn verði til taks allan sólarhringinn eins og önnur neyðarþjónusta. Mér skilst að borgarráð hafí ný- lega tekið afstöðu gegn því að lengja rekstrartíma neyðarbílsins á þeirri forsendu að það yrði mikill viðbótarkostnaður fyrir slökkviliðið. Slíkt skil ég engan veginn því varlr. fjölgar sjúkraflutningum við það, og fyrst hægt er að senda þijá sjúkraflutningamenn í vitjanir þeg- ar neyðarbíllinn er ekki í gangi þá hlýtur að sparast einn maður ef lækni er bætt við eins og á daginn. Á sama hátt á ég bágt með að skilja röksemdafærslu sem að baki slíkri ákvörðun liggur. Þetta er hið sama og segja að einungis skuli reka slysadeild í dagvinnu. Eftir að hafa lent í þessu ævintýri skynjaði ég mikla óöryggistilfinningu föður míns, manns á besta aldri, enda er svo að það hlýtur að vera óskemmti- leg reynsla að liggja við köfnun í um klukkustund. Nú er svo að ég dvelst mikið úti á landi og þar er neyðarþjónusta betri að þessu leyti þannig að ávallt er hægt að fá lækni heim ef mikið liggur við. í raun held ég að hér sé verið að horfa í aurana en kasta krónunni að íslenskum sið. Kæri Velvakandi. Ég á föður á sextugsaldri sem í vetur leið greindist með kransæða- sjúkdóm. Fram að þessu höfðum við ekki þurft á mikilli þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda. Ný- lega fékk hann þó slæma kransæða- stíflu. Þetta var að kvöldi frídags. Ég hringdi á bæjarvaktina en reyndist læknirinn þá staddur í vitj- un í hinum enda borgarinnar. Var mér ráðlagt að hringja á neyðar- bílinn. Og viti menn, nokkru síðar kom sjúkrabíll og með honum þrír sjúkraflutningamenn en enginn læknir! Sögðu þeir að það yrði að fara með hann upp á slysadeild til fyrstu meðferðar og skoðunar. Fað- ir minn býr ofarlega í gömlu fjölbýl- ishúsi með þröngum stigagangi og því fór eðlilega mjög langur tími í að koma honum út í bíl og upp á slysadeild. Allan þann tíma var hann illa haldinn af verkjum og HEILRÆÐI Ferðamenn: Klæðist hlýjum fatn- aði og hafíð meðferðis létt hlífðarföt í áberandi lit. Foreldrar: Leiðbeinið bömum ykkar um klæðnað og allan nauðsynlegan búnað til ferðalaga og útivistar. . . . og fer voöur V versnandi með rigningu og hvassviðri... ^ ’P'w* Skjótt skipast veður í lofti Þessir hringdu . . Sýningin á Yermu er mikið lista- verk Svanur Karlsson hringdi: „Það er stórkostlegt það sem er að gerast í Þjóðleikhúsinu núna. Sýningin á Yermu er mikið lista- verk þar sem leikur Tinnu rís hátt yfir allt en enginn fellur í skuggann. Sviðið í sínum tignar- lega einfaldleika í töfrabirtu ljósameistarans. Konumar við ána köldu, mágkonurnar, María, kamevalinn, söngkonan, tónlistin — allt jafn heilsteypt og fágað, hvergi brotalöm. Maður situr bergnuminn allan tímann. Magn- þrungin er spenna orðanna milli Yremu og Victors. Það má næst- um sjá neistana hrökkva. Það er gott að eiga leikstjóra eins og Þórhildi Þorleifsdóttir sem gerir hvert stórvirkið af öðru. Kannski hún komi einhveiju lagi á leikarana við Austurvöll.“ Veiðitaska Veiðitaska var tekin við Hlíðar- vatn í Selvogi fyrir skömmu. Tapið er tilfínnanlegt í upphafi veiðitímans. Síminn er 10191. Kettlingur Fallegan og stálpaðan kettling vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 75692. Armband Armband tapaðist í mars í Þjóð- leikhúskjallaranum eða þar í grennd. Armbandið er mjög breitt, það er gyllt og með upphleyptu mynstri af nauti. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 35103. Fundarlaun. Rangt að fækka ferðum strætisvagna H.M. hringdi: „Ég vil taka und- ir grein Ágústu Ragnars sem birtist í Velvakanda hinn 3. júní og bar fyrirsögnina Afturför að fækka ferðum strætisvagna. Ég tel að full ástæða hefði verið að fjölga ferðum. Kvartað hefur ver- ið undan auknum umferðarþunga í Reykjavík og mun umferð einka- bíla sjálfsagt aukast enn þegar dregið er úr úr ferðum strætis- vagnanna. Það væri nær að fjölga ferðum og hvetja fólk til að nota fremur strætisvagninn en einka- bílinn.“ Afturföraðfækka líerðumstrætsvagl 2ju„ SUwV*r*g<» W IsSSVSSSiítf: I ótngg. » Z. Tfert. A* Ak. .* h-r a fynnlittur. Raf lagnaefni í úrvali! Dósir — rör — vír — tenglar - rofar — og allt sem þarf í töfluna. Lampar — heimilistæki! Loftljós — kastarar — fluorisent lampar. Ryksugur—kaffivélar — brauðristar o.fl. Rafvélar — Handverkfæri! Mótorla alternatorar — Fam ryksugur. Hobart rafsuðuvélar og vír - borvélar - slípirokkar - jpilá bíla og ýmis handverkfæri í úrvali. HaukurogÓlafurhf., Ármúla32, 108 Reykjavík, sími 37700. Málmiðnaður Námskeið í tilboðsgerð Félag málmiðnaðarfyrirtækja efnir til nám- skeiðs um tilboð í málmiðnaðarverk dagana 11. og 12. júní í aðsetri félagsins á Hverfis- götu 105, Reykjavík. Námskeiðið hefst kl. 13.00 fyrri daginn og lýkur kl. 16.00 þann síðari. Fjallað verður í fyrirlestrum og með verklegum æfingum m.a. um útboðslýsingar, undirbún- ing og söfnun gagna, tilboðgerðina sjálfa, gerð verk- og greiðslusamninga, framkvæmd verksins og eftirlit með niðurstöðum og hvernig þær eru nýttar til söfnunar kennitalna. Námskeiðsgjald er kr. 5.200.- fyrir hvern þátttakanda frá aðildarfyrirtækjum FMF|/en kr. 5.800.- fyrir aðra. Innifalin eru ítarleg nám- skeiðsgögn og kaffi. Þátttöku ber að tilkynna eigi síðar en 9. júní á skrifstofu félagsins ísíma 91-621755. frábœrir í fríitf! H E I L DS A L A : sportvöruþjónustan EIKJUVOGUR 29 -104 REYKJAVÍK - SÍMI 687084 Aðstandandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.