Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 21

Morgunblaðið - 20.06.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20, JÚNÍ 1987 21 ríkjamanna. íranir voru hins vegar nógu skynsamir til að láta slíkt ógert. Stuðningur við írak Á hinn bóginn var það framferði írana sem leiddi til þess að Banda- ríkjamenn ákváðu að veita írökum upplýsingar frá gervihnöttum um liðsflutninga og umsvif írana. Þá hvöttu Bandaríkjamenn til þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að ríki heims sameinuðust um algert bann á vopnasölu til íran. Tillaga þessi beindist einkum gegn Kínveij- um sem hafa selt írönum flugskeyti af gerðinni „Silikiormur" (Silkworm) en í krafti þeirra gætu íranir hindr- að allar siglingar um Hormuz-sund inn á Persaflóa. Á dögunum sótti Yang Shankung, sem á sæti í stjóm- málanefnd kínverska kommúnista- flokksins, bandaríska embættismenn heim. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fór þess á leit við hann að Kínverjar létu af sölu á flugskeytum þessum til íran. Sá kínverski tók þessari málaleitan fá- lega. Engu að síður sýnir þetta að Bandaríkjastjóm stendur með Irök- um í Persaflóastríðinu. Stjómin hefur ekki látið í ljós efasemdir um þá skýringu íraka að árásin á frei- gátuna „Stark“ hafi komið til vegna mistaka flugmannsins sem skaut flugskeytinu. Þetta sýnir að stjómin vill koma í veg fyrir að almenningur í Bandaríkjunum fyllist andúð í garð íraka. Stjóm Reagans forseta er einnig mjög í mun að treysta að nýju samskiptin við hófsöm Araba- ríki svo sem Saudi-Arabíu, Jórdaníu, Kuwait og fleiri og bæta þann trún- aðarbrest sem skapaðist eftir vopnasöluhneykslið. Þrátt fyrir að Iranir hafi fordæmt aukin umsvif Bandaríkjamanna og Sovétmanna á Persaflóa munu af- skipti þessara ríkja vafalaust leggj- ast þungt á íranska ráðamenn. Lokasigur þeirra í styijöldinni við íraka er enn ijarlægari en áður. Þá hljóta íranir að hafa af því áhyggjur að stórveldin tvö bíði færis á að grípa til aðgerða sem gætu veikt stöðu írana enn frekar. Flestir stjómmálaskýrendur hér í Banda- ríkjunum hallast að því að íranir muni forðast að ögra stórveldunum á Persaflóa og vonist til þess að Bandaríkjamenn dragi smám saman úr umsvifum sínum á þessum slóðum og kalli herskip sín á brott. Svo kann einnig að fara að íranir endur- meti stöðu mála í Persaflóastríðinu í kjölfar aðgerða Bandaríkjamanna og Sovétmanna til að tryggja sigl- ingar á flóanum. Hingað til hafa íranir ekki náð að vinna umtalsverða sigra. Gífurlegt mannfall hefur verið í röðum þeirra og kostnaður við stríðsreksturinn hefur sligað efna- hasgslífið. Stjómkænska Kuwaitbúa kann að hafa meiri áhrif á gang Persaflóastríðisins en drápstól Irana og Iraka. Henry Brandon var um langt skeið fréttaritari Sunday Times. Hann ritar nú dálka um bandarísk stjórnmál og er þekktur fyrir við- töl sín við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og aðra hátt- setta embættismenn. Hare Krisna: Samkomaí Þrídrangi SAMKOMUR verða hjá Hare Krisna hreyfingunni á íslandi í Þrídrangi, Tryggvagötu 18 í Reykjavík, sunnudagana 21. júní og 28. júní. Samkomurnar hefj- ast kl. 16.00. Þar verður meðal annars kynnt heimspeki og menning Vedafræð- anna indversku og kyijaðir verða andlegir söngvar og möntmr á sanskrít. Síðan verða bomir fram jurtaréttir. (Úr fréttatilkynningu) Gunnlaugur Helgason dagskrárgerðarmaður á Stjörnunni. Ný bók frá Menningarsjóði: Afmælisrit til heiðurs Þorbimi Sigurgeirssyni í TILEFNI af sjötugsafmæli Þor- bjöms Sigurgeirssonar prófess- ors hinn 19. júní gefur Menningarsjóður út afmælisrit til heiðurs Þorbimi. Rit þetta nefnist „í hlutarins eðli“ og er 434 blaðsí- ður að stærð, prýtt myndum og inniheldur tvö sérprentuð kort. Eðlis- fræðifélag íslands hafði forgöngu um útgáfuna. Ritstjóri er Dr. Þor- steinn I. Sigfússon eðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans. Bókinni „í hlutarins eðli“ er skipt í þijá meginhluta. Alls skrifa 24 íslenskir vísindamenn greinar í bókina, sem allar eiga það sameigin- legt að tengjast starfi og hugsjónum Þorbjöms Sigurgeirssonar á ein- hvem hátt, en Þorbjöm er einn af frumheijum rannsókna í nútíma raunvfsindum hér á landi. í fyrsta þætti bókarinnar er fjallað um sögu rannsókna í þessum fræð- um á Islandi og einkum tekið mið af eðlisfræði og jarðvísindum. Einnig er í fyrsta þætti minningaágrip og saga Rannsóknaráðs rakin. I öðmm þætti bókarinnar er fjall- að um íslensk rannsóknaverkefni sem spanna allt frá segulsviðsmæl- ingum og jöklarannsóknum til hraunkælingar og hraunhitaveitu. Alls em í þessum þætti bókarinnar 13 greinar. Síðasti þáttur bókarinnar er fræðslugreinar um eðlisfræði nútím- ans. Greinar í þessum flokki em, eins og margar greinar ritsins, þær fyrstu sinnar tegundar á aðgengi- legu íslensku máli. I ritnefnd afmælisritsins em auk ritstjóra þeir Leó Kristjánsson, Páll Stjarnan á Suðurlandi HLUTARINS Laugardags- göngurí Kópavogi Á HVERJUM laugardegi allan ársins hring fer gönguklúbbur frístundahópsins „Hana nú“ í Kópavogi í gönguferð um Kópa- vog. Þessi laugardagsganga er ætluð öllum Kópavogsbúum, ekki einung- is félagsmönnum. Á hveijum laugardegi kl. 10 er komið saman að Digranesvegi 12, dmkkið kaffi og síðan gengið um bæinn í klukk- utíma. ÚTVARPSSTÖÐIN Sljarnan nær nú til hlustenda um allt Suð- urland eftir að sendir var settur upp á Klifi í Vestmannaeyjum. Sendirinn var tekinn í notkun að kvöldi mánudagsins 15. júní og hljómaði Stjaman þá um allt Suður- land. Sem fyrr nær Stjaman eyrum hlustenda um allt Faxaflóasvæðið og upp á Snæfellsnes. Búast má við að Stjaman færi enn út kvíamar áður en langt um líður. Auk senda í Reykjavík og í Vestmannaeyjum hefur útvarps- stöðin tryggt sér útsendingarleyfí á Ísafirði, Akureyri og á Egilsstöðum, segir í frétt frá Stjömunni. Theodórsson, Þorsteinn Vilhjálms- son og Jón Pétursson. Fréttatilkynning. Áskriftarsiminn er 83033 GISLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16. Sími 641222 n i ERIGSSON farsímar í fararbroddi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.